19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 33
eða hjálpað til eftir ástæðum, sáð og pjakkað með
litlu heilla-skóflunni, sem við fundum í landinu,
er við komum — og um fram allt óskað þess, að
skógurinn risi.
Getur annars ekki sameykis-stefnan farið út í
öfgar, eins og flest annað? Ég las nýlega viðtal
við mæta konu, sem vildi láta manna skipin okk-
ar konum jafnt sem körlum, drottinn minn dýri,
má ég vera undanþegin. Ég veit af reynslunni, að
litlum trjágarði er illa hægt að koma upp án karl-
mannskrafta. Mundi vera auðveldara að hífa upp
frosna kaðla og slægja fisk á veltandi skipi í gaddi
og ölduróti? En nú er ég aftur komin út af lín-
unni og farin að hugsa um sjóveiki, ég átti víst
að skrifa um það, livernig garðurinn hér í Bjarka-
hlíð varð til. 1 stuttu máli sagt varð liann til í
sinni núverandi mynd, af því að síðastliðin 20 ár
höfum við á hverju vori stungið allt að því nokkr-
um hundruðum af angasmáum trjám og runnum
niður í jörðina. Aðallega höfum við fengið þessi
tré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur eða Skóg-
rækt ríkisins, en stundum af heimasánum fræjum
eða heimaklipptum græðlingum. Sumt af þessu
hefur farið í súginn, eins og gengur, en flest hef-
ur haldið áfram að vaxa, þótt það hafi orðið að
bjarga sér sjálft að mestu leyti.
Nú er júní, nú er vor og allir vegir færir; félags-
málin tilheyra vetrinum, finnst mér, en nú er til-
valinn tími til þess að vinna að því að fegra og
prýða landið sjálft, og þá man ég það:
Við vorum að mála suðurstofuna hér í Bjarka-
hhð í haust, þegar óvæntan gest bar að garði, fni
Hólmfríði Pétursdóttur frá Arnarvatni, en um leið
og hún stígur yfir þröskuldinn og sér, hvað er á
seyði, þá segir hún: „Guð blessi vinnuna.“ Mér
þótti þetta mjög óvenjulega til orða tekið, en þó
fallega, og nú langar mig til þess að gefa þessu
ávarpi byr til fjarlægra staða.
Það er trúlegt, að flestir, sem þetta lesa, hafi
einhvern tíma stungið kvistum í mold og þekki
því af eigin reynd þessa vini, sem alltaf eru á vís-
um stað, sem eru samir í sól og byl og gefa lífinu
ilm og andlega fegurð. Hvert vor er tækifæri til
þess að eignast nýja vini af þessari tegund, og Guð
blessi allt það starf, sem unnið er til þess að skrýða
landið skógi á ný.
Ólöf D. Árnadóttir.
Er luggjaffnn andvígnr lijonaliöndum?
Eins og oft hefur verið minnzt á í blaðinu, vonr
þau lög í gildi árum saman, að það gat kostað
stórfé í opinber gjöld að ganga í hjónaband. En
svo sem kunnugt er, var þessum lögum breytt
fyrir tveim árum og „refsiskattur“ vegna hjóna-
bands afnuminn.
Nú nýverið hefur enn verið gerð breyting á
skattalögunum, þar sem sýnilega hefur láðst að
athuga sem skyldi að láta ekki raskast það jafn-
rétti, sem hjón fengu gagnvart sambýlisfólki árið
1958.
Hér er lítið dæmi um skatt hjóna og einstakl-
inga eftir gildandi skattalögum; skattskyldar vinnu-
tekjur áætlaðar jafnháar hjá karli og konu.
Tekjur, X. launaflokkur, hjá ríkinu ca. 60 þús.
kr. á mann.
Ógift sambýlisfólk:
Skattfrjálst 50 þús. kr. á mann.
Skattur af 2x10 þús. er 2X500 = 1000 kr.
Hjón, sameiginlegt framtal:
Skattfrjálst 70 þús. + 30 þús. (50% af tekjum
konu) =100 þús. kr.
Skattur af 20 þús. er 1500 kr.
Hjón, sérframtal:
Skattfrjálst 35 þús. kr. á mann.
Skattur af 2 X 25 þús. er 2 X 2000 = 4000 kr.
Að vísu hafa skattar lækkað það mikið, að hinn
svokallaði refsiskattur getur ekki verið mjög hár.
En sú spurning getur enn verið áleitin: Er löggjaf-
inn andvigur hjónaböndum?
V. B.
SUNG CHIH-WÉN (d. 710):
Rista á þili gistihúss norðan TaYu-fjalls.
Sögn er um þaS, er til suðurs gœsirnar fljúga,
það sé á þessum tíma og hér sem þœr snúa viS.
SvipaS er komið suðurgöngunni minni,
samferða þeim mun ég verða aftur til baka,
— FljótiS er lygnt, meðan fjaraS er út,
fjallskógar þéttast af rökkurmóSu —.
Við nœstu dagmál í dalnum handxm
mun dagsbrúnin Ijóma af plómutrjám hvítum,
sem bera nú heima blómin sín.
H. B. B.
19. JtJNÍ
31