19. júní


19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 21
þau til að halda áfram hneykslanlegri sambúð, en presturinn var iðulega kallaður til, þegar hvessti á milli sambúðarhiónanna. — Hvenær fórstu að fást við stjórnmál? — Ég hafði nasasjón af stjórnmálum allt frá unglingsárum, enda alin upp á heimili, þar sem mikið var rætt um þau, en faðir minn var alþing ismaður árum saman, og harka í stjórnmálum þótti löngum fylgja Isfirðingum. Virkan þátt i stjórnmálum tók ég ekki, fyrr en ég var kosin í bæjarstjórn Reykjavikur árið 1946. — Hvernig hefur þér líkað að starfa i bæjar- stjórn? — Mér hefur líkað það að mörgu leyti vel, þótt það hafi ekki ávallt verið auðvelt að sameina það húsmóðurstarf inu. — Þú varst forseti bæjarstjórnar allmörg ár. t hverju er það starf fólgið? — Að stjórna fundum bæjarstjórnar og að koma fram fyrir hönd bæjarstjórnar við einstaka tæki- færi. — Fannst þér ekki erfitt að taka við borgar- stjórastarfinu? — Því er til að svara, að starfinu hefur verið skipt, eins og kunnugt er, og svo hitt, að ég hafði kynnzt allnáið málefnum bæjarins eftir margra ára setu í bæjarstjórn og bæjarráði, og það auð- veldar vitanlega starfið. Auður Auðuns á nú sæti á Alþingi. Áður hafði hún tvisvar sinnum setið á þingi sem varamaður. Hún hefur verið í ýmsum stjórnskipuðum nefnd- um til endurskoðunar á lögum á sviði sifjaréttar og félagsmála, svo sem lögum um almannatrygg- ingar, um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna og framfærslulögum. Enn fremur átti hún sæti í stjórnarskrárnefnd þeirri, er sett var á laggirnar við lýðveldisstofnunina 1944. Frú Auður Auðuns er ákaflega prúð og hlé- dræg kona, það má heita ógerningur að fá hana til að tala um sjálfa sig. Það vita allir, sem sótt hafa fundi baíjarstjórn- ar i Reykjavík síðustu árin, að hún er þolinmóður og réttsýnn fundarstjóri. Og í návígi því, sem ís- lenzk stjórnmálabarátta oft og einatt er háð, minnist ég ekki að hafa nokkurn tíma heyrt kast- að persónulegum hnútum til Auðar Auðuns. Það segir sína sögu. Sigríður J. Magnússon. CHO \VEN-CHÍ)N: Ljóð um hrímhvíl höfuð. Hreinni var ást vor háfjallasnaevi, hvítari mána millum skýja. Berst mér nú til eyrna brigð sé þér í huga, er því hér komin alhinzta sinni. I dag skulum við drekka bikar víns. Skulum á morgun skiljast á árbakka. Komum þar, sem renna kvíslar hennar tvœr, leitar austur ein önnur í vestur. Æpir kona sú altekin harmi, er ei manni gafst, sem mátti hún treysta, eða vin vissi vísan í raun, unz haddur hennar hvítnaður vœri. H. H. B. Cho Wen-Chiin var kona skáldsins Hsiang-ju, en hann orti ástaljóð og seldi ungum stúlkum, sem not- uðu þau til að vinna ástir keisarans. En þegar hún komst að þvi, að skáldið reyndi að vera sjálfum sér úti um hjákonur á sama hátt, reiddist hún ótryggð hans og orti þetta ljóð. Hún var uppi um hundrað árum fyrir Krist. 19. JtJNl 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.