19. júní


19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 26
Ænei, það er skemmtilegra að hafa axlabönd, það hafa allir nema smákrakkar. Smákrakkar eru yíst ekki merkisfólk fyrir mann á þínum aldri. Hvað ertu annars gamall, Þor- leifur? Sjö ára, síðan á afmælinu. Það er gaman að vera sjö ára. Varst þú einhvem tíma sjö ára? Ojá, en það er langt síðan. Varstu þá stelpa? Já, það var ég. Hefurðu aldrei verið strákur? Nei, en ég hefði heldur viljað það, strákarnir fá að gera svo margt, sem við megum ekki. En heldurðu ekki, að það sé gaman að vera engill? Það er svo langt, síðan ég hefi hugsað um það, en þegar ég var á þínum aldri, átti ég gamla frænku, sem sagði, að við værum englar, áður en við fæddumst, og yrðum það aftur, ef við dæjum ung. Ég man ekkert eftir, þegar ég var engill, sagði drengurinn, en ég átti bróður, sem er orðinn að engli. Það var eins og ský liði yfir andlit hans, þegar hann minntist á bróður sinn. Ég gleymdi því líka afar fljótt, hvernig er að vera engill, sagði ég, en nú skal ég segja þér sögu: Einu sinni, þegar ég var smákrakki, sat ég úti á tröppum, og sólin skein. Þá sagði ég allt í einu upp úr þurm: Vildi ég hefði aldrei orðið manneskja. Af hverju talarðu svona, hróið mitt, sagði þá gamla frænkan mín. Sé ekki, að það væsi neitt um þig. Af því að þá væri ég engill ennþá, sagði ég og þóttist hafa svarað af mikilli vizku. En þá hló allt fólkið, sem var úti á hlaði, stóru krakkarnir, kaupafólkið og bamfóstmraar, og það hló svo mikið að mér, að mér fannst hláturinn fylla allan heiminn, og ég er ekki viss um, að það sé hætt að hlæja ennþá. Það er líka stundum hlegið að mér, sagði dreng- urinn, en ekki alveg svona mikið, samt þykir mér það vont. Þorleifur var nú setztur á barðið hjá mér. And- lit hans bar við vatnið, og hann lét hvítar brýnn- ar detta á þann hátt, sem honum einum er lagið. Hann var auðsjáanlega að taka mikilvæga ákvörð- un. Ég held, að það hafi verið þessi sameiginlega reynsla okkar af hlátrinum, sem sannfærði hann um það, að við værum í sama báti og óhætt að trúa mér fyrir því, sem honum lægi á hjarta. Eftir stundarkorn leit hann upp aftur og sagði lágt: Ég átti bara einn bróður, þennan, sem dó. Sérðu mikið eftir hróður þínum? spurði ég. Jaá, afar mikið. Og eftir andartaksþögn: Hann var svo góður við hana mömmu. Ertu það ekki lika? Jú, en ekki eins. Éld engum finnist ég eins góð- ur og hann. Og nú lét hann aftur hvítu brýnnar detta nið- ur fyrir augun. Þorleifur, Þor-leif-ur. Rauðhærða stúlkan stóð á dyrahellu sumarhúss- ins og kallaði á bróður sinn. Hún var ófríð, en íturvaxin og hafði fallega, sterka rödd. Alltof full- orðin alvaran straukst af sjö ára andliti drengsins, er hann heyrði systur sína kalla, en það fékk strax aftur sinn þunga svip. Systir mín þarf vist að senda mig eitthvað. Þeg- ar þú kemur að drekka kaffið hjá okkur, þá skaltu ganga þennan litla slóða, svo það sé víst, að þú ratir. Hann ætlaði ekki að bregðast því trausti, sem honum var sýnt. Ég tók leiðsögn hans fegins hendi, þótt leiðin væri ekki lengri en það, að innan tveggja mínútna var rauði kollurinn hans horfinn inn í sumarhúsið. Eftir andartak var hann aftur kominn út á vatnsbakkann með brauðið sitt í hendinni. Þú átt að koma inn og fá kaffi hjá stelpunum, en ekki vera mjög lengi, því þær ætla út á vatn með mér á eftir. Með það sama var hann þotinn ofan á veg að taka á móti pabba sínum, sem var að koma veg- inn þeirra í hrauninu. Eftir kaffið var enginn til þess að leggja mér lífsreglur og segja mér til vegar. Ég týndist því óðara út í skóginn, flýtti mér úr nælonsokkum og gervislönguskóm og gekk berfætt. Berfætt á röku grasi undir trjám. Þó ekki væri annað en að finna svalt og rakt grasið við fætur sér. Hvernig gat ég fengið það af mér að láta líða svo mörg ár að stíga ekki fæti í þetta raka mosaflauel. Hér eru b'ka ótal gamlir kunningjar, sem heilsa manni með ilmi og litum við hvert fótmál og láta sem þeir viti ekki af því, hve langt er orðið síðan seinast. Blágresi, mjaðar- jurt, vallhumall, nei, það endist ekki dagurinn að 24 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.