19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 26
húsin saman að ofan, svo að ekki sér í himin. Hér er skuggalegt um bjartan dag, hvað þá að kvöldi. Þvottur hangir út um opna gluggana. Fólk stend- ur í dyrum úti. öldungur kemur niður götuna ak- andi handvagni. Undir vegg situr feitlagin kona með sauma. Hún lítur upp og mér verður ofurlítið hverft við. Hún hefur svart alskegg. Allt er óhreinna en tali taki. Ódaunn kemur upp um opið skolpræsi einhvers staðar í nágrenninu. Hér búa margir þrælar letinnar og ómennskunnar. En hér leynast líka einstæðir hæfileikar. Hvergi er hag- legar skorið í tré en einmitt hér. f þessum óhugn- anlegu hreysum búa listamenn sem sanna að enn- þá eimir eftir af anda hinna gömlu meistara. Menn gera mismunandi kröfur til lífsins, en ekki veit ég, hvor er hamingjusamari, hefðarfrúin á norðurbakkanum eða gamla konan á hinum syðri, eða hvor er nær Guði, gamli maðurinn með hand- vagninni eða munkurinn. En báðum megin Arno standa veiðimenn með stengur sínar. Þeir draga smáfiska úr gruggugu vatninu. Þykja þeir hátíða- matur, en eitt er víst, að ekki þætti okkur fslend- ingum mikið til þeirra koma. Yfir Arno liggja margar fagrar brýr. í heims- styrjöldinni síðari voru þær brotnar niður af Þjóð- verjum, allar nema ein, „Ponte Vecchio“. Hún er í rauninni ekki fögur, heldur óvenjuleg. Eftir henni miðri liggur mjó göngugata, en til beggja hliða eru smáverzlanir. Flest eru það skartgripaverzlanir með yfirfullum útstillingargluggum. Alls staðar er reynt að plata ferðamanninn. Fegursta brúin er „Ponte santa Trinita". Hún var endurbyggð eftir styrjöldina næstum í sinni upprunalegu mynd. A brúarsporðunum standa styttur Michelangelos af árstíðunum fjórum. Þær náðust lítið skemmdar úr ánni. Höfuðið vantaði þó á Vorið, og það fannst ekki fyrr en síðast liðið sumar. í tuttugu ár lá það í leðjunni á botni árinnar. ítalir eru frægir fyrir matargerðarlist sína. Það er í rauninni óskiljanlegt, því að maturinn er væg- ast sagt hræðilegur. Fyrst ferðaðist ég með fleiri íslendingum um Ítalíu þvera og endilanga. Þetta var hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Sögu. Við bjuggum á hótelum og borðuðum mat, sérstaklega matreiddan fyrir útlendinga. Hann var slæmur og næringarefnasnauður. Verra reyndist þó fæðið, sem beið mín í Flórens. Seint gleymi ég minni fyrstu máltíð á itölsku heimili. Fyrsti réttur var kjöt, sneitt í þunnar sneiðar. Það var bragðvont, ólseigt og salt. Fyrir forvitni sakir spurði ég um Eitl hinna sérkennilegu torga í Flórens, „Piazza Signoria“. Hér standa mörg fögur listaverk. Fremst á myndinni gnœf- ir Perseus, en fjær sjáum viö Neptúnusargosbrunninn og Ijóniö, tákn borgarinnar. matreiðsluaðferðina. Jú, hún var ofur einföld. Þetta var hrátt, saltað svínakjöt! Næst kom kúfaður diskur af spaghetti. Þá var ég óvön þessum þjóð- arrétti Itala. Seinna varð ég sólginn í hann. En því miður eru hveitistangir kraftlítil fæða til lengdar. Þriðji rétturinn var nautakjöt. Til málamynda hafði þvi verið hrugðið á eld, en lítil sáust merki þess. Diskurinn minn var blóði ataður. Hálsinn á mér herptist saman, og maginn neitaði að taka við meiru af svo góðu. Það var því mjög farið að draga af mér eftir þennan þriðja rétt. En nú var máltíð- in rétt að byrja. Grænmeti soðið í mauk, var borið inn ásamt grjóthörðu hveitibrauði (því harðara, þvi betra). Guði sé lof fyrir blessað rauðvínið og míneralvatnið! Næst kom stór vatnsmelóna. Hús- bóndinn stóð upp og skipti henni fyrst í tvennt, síðan í smærri hluta. Hún var rauð að innan og safamikil. En mitt magarúm var því miður þrotið. Eftir var þó blessað expresso-kaffið, þessi þykki 24 19. JÚNf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.