19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 27
grautur, sem á að drekka, en ekki að borða með skeið. Gestgjöfum mínum fannst ég vera heldur matgrönn. En það átti eftir að lagast. Oft átti ég eftir að njóta gestrisni þeirra, og varð þá stund- um fegin að taka hraustlega til matar míns, þótt hráa kjötið væri á borðum. Á þessu heimili var hreinlæti í heiðri haft, en þannig er það því mið- ur ekki abs staðar. Aldrei fékk ég samt matar- eitrun, og kalla ég það vel sloppið. En matnum má venjast eins og öðru. Erlendu námsmennirnir verða aðeins að semja sig að siðum heimamanna. Þeir verða að láta sem ekkert sé, veiða flugurnar upp úr súpunni og hugsa með sér: „Þetta er af- bragðs súpa.“ Annars geta þeir ekki lifað á Italíu. Sinn er siður í landi hverju, og ekki veit ég, hvern- ig Itala yrði við, ef honum væri boðinn íslenzkur matur, t. d. hákarl, svið eða slátur. Kaþólsk trú mótar mjög daglegt líf Itala. Þeir eru trúræknir og sækja kirkju hvern sunnudag. Máttur kirkjunnar er mikill, og hefur hún marga á valdi sínu. Sukksamt hefur verið meðal æðstu manna hennar frá fornu fari og er enn. Auður hennar er mikill, og höfuðatriði klausturheitsins, algjör afneitun veraldlegra gæða, virðist stundum hafa snúizt við. Samt finnst mér kaþólsk trú hafa ýmislegt fram yfir lúterska trú. Kirkjur kaþólskra standa ævinlega opnar. Fólk leitar þangað með raunir sínar. Það færir dýrlingi sínum kerti í þakk- lætisskyni fyrir veitta hjálp. Skriftastóllinn er enn við líði. Þar getur syndug sál létt byrði sína. Kirkj- uraar eru stórar og skuggalegar. Þar er hvíld frá dagsins önn og hægt að hugsa i friði. ítalir lifa fyrir hina líðandi stund. Þeir njóta gleðinnar í dag. Á morgun er hún ef til vill misst. Hin sterka sól hnígur. Það húmar, og allt í einu er orðið aldimmt. Svalur blær sveipar burt hita- móðu dagsins. Á augabragði breytist borgin. Göt- urnar verða skuggalegar. Gangandi fólk hverfur, en bílaumferð eykst. Hljómleikasalir og leikhús fyllast af prúðbúnu fólki. Á torginu „Piazza della Republica“ leika hljómsveitir fyrir ferðamenn. Þar er oft líf og fjör. Allir, ungir sem gamlir, skemmta sér konunglega. Tíminn gleymist, og tærir tónar hljóma út í nóttina — funiculi—funiculá. 1 niður- gröfnum kjallara er dansað. Glymskratti sér fyrir músíkþörf manna, og loftið er mettað reyk, svo að varla sér handaskil. Sumir dansa berfættir á kölk- uðu gólfinu. Hér er samkvæmisklæðnaður ekkert höfuðskilyrði. Yfir „Ponte santa Trinita“ leiðast halur og drós. Ljósin í gluggum húsanna slokkna Gömul áhöld Flnutaþyrill. Þyrillinn var eitt af þeim áhöldum, sem hafði sérstöku hlutverki að gegna á eldri tímum. Varð ég svo fræg, að sjá flautaþyril búinn til, og kynn- ast því af frásögnum, til hvers hann var hafður. Ég geri mér í hugarlund, að hýrnað hafi hvers manns brá, þegar húsmóðurinni þótti tími til kom- inn að taka þyrilinn sér í hönd, og fara fram að hræra flautirnar, þótt engum þætti upphefð í að láta líkja sér við hann. Þeim hefur sem sé verið jafnað við þyrilinn, sem þóttu úr hófi talhlýðnir og lausir i rásinni, og mun svo verða um aldir fram, meðan íslenzk tunga er í heiðri höfð. Fyrst var spunninn grófur, snöggur þelþráður, af hafaldsstærð, sem allra snúðharðastur. Hann var svo tvinnaður hart, rakin mátulega löng og breið slanga og hafald sett á slönguna. Sú, sem borðann óf, settist flötum beinum á rúmið sitt, með annan fótinn á gólfinu. Slöngunni brá hún um fót sér, sem hún hélt beinum með rúmstokkn- um, svo hún stríkkaði sem bezt á slöngunni. Þá var kippt í hafaldið og myndað skil og ívafið dreg- ið í gegn, frá hægri til vinstri. Þegar ívafið var komið í gegn, var dreginn endi af ivafsleggnum, mældur við fingur, og látinn mynda harða snurðu. Aftur var kippt i hafaldið, myndað skil og svo koll af kolli, þar til slangan þraut. Borðinn varð þannig, að jaðar var annars veg- ar, en snurðan myndaði sívala enda við hverja umferð, stífa, harða og snögga. Hvitt þel var allt- af haft í þyrla. Þar næst var tekið hæfilega langt skaft, vel sívalt og sem allra bezt slétt og hált. Neðst um skaftið var vafið borðanum á þann hátt, að endarnir snéru niður, en jaðarinn upp og var borðinn látinn skara lítið eitt, svo snurðurnar færð- ust aðeins uppeftir skaftinu. Borðinn var vafinn mjög fast, þar til hóflega stór þyrilkollur var kom- smám saman. Það er kyrrt báðum megin Amo. Yfir hæðunum í austri mótar fyrir sólarupprás. Klausturklukkurnar í Fiesole hringja inn nýjan dag. 19. JPNl 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.