19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 23
ast sagt hálfslæm. Þrír eru setztir við borðið með alvarlegan eftirvæntingarsvip, þrír sitja á eldhús- bekknum og þrír liggja á gólfinu, en þrír eru svona til og frá. Adda Gú, hnyðra á öðru ári, með spé- koppa og blá augu, hefur sótt púða og látið undir höfuðið. Svo stingur hún upp í sig snuði og flettir upp í nýkomnum Frey. Hún lítur á mig með mikl- um alvörusvip. Þegar ég stíg yfir hana, þar sem hún liggur á gólfinu. „Öfa,“ segir hún. Já, víst þyk- ir öllum slæmt að hafa ekki svefnfrið. Ég hef aldrei kynnzt svo ungri manneskju jafnfullri af „húm- ör“ og glettni og fáránlegustu uppátækjum. Og inni gengur allt sinn vanagang, það er eld- að, lagt á borð, þvegið upp, lagt á borð aftur og enn þvegið upp. Og þó sést aldrei, að neitt hafi verið gert. Þannig hefur það alltaf verið með hús- móðurstörfin, þau sjást helzt ekki, fyrr en þau eru ekki unnin. Degi hallar og fjóstími kallar að. Ég ætla að taka kvöldmjaltir, svo hitt fólkið geti haldið áfram að flytja inn heyið. Kúasmalinn hottar og og æpir, en kýrnar taka lífinu með heimspekilegri ró og „hirða ekki um neitt, sem að kúasmalann varðar“. Hvað oft sem þær koma inn í fjósið, þurfa þær að þefa af öllu og athuga hvern hlut. En á endanum eru þær þó allar komnar inn í fjósið, 34 að tölu. Það tekur rúman hálfan annan klukkutima að mjólka, og þá tínast þær út úr fjósinu aftur ein og ein.------ öllum kvöldverkum er lokið, ég tylli mér á einn eldhúskollinn og renni augum yfir blöðin. Rjúk- andi kaffibolli stendur á borðinu hjá mér og ég dreypi öðru hverju á honum. Þá kallar dóttir mín í útidyrum: „Ertu ekki með í reiðtúr í kvöld? Hrossin eru komin heim.“ And- artak heyja æska og elli einvígi, en í þetta sinn sigrar æskan; ég klæði mig í snatri og hleyp út. Fyrir dyrum standa 1 eiðskjótamir tygjaðir. Funi minn heilsar mér með lágu kumri, og mér hlýnar um hjartað, þar er traustur og góður vinur, sem ekki bregzt. Hann hefur marga gæðingskosti, en hann hefur lika slæma galla, en þeir fyrirgefast, jiegar kostirnir eru lagðir fram. Og í kvöld er upp á honum betri flöturinn, hann veður áfram á svo hröðum töltgangi, að hin hrossin verða að stökkva til að fylgja honum. „Sá drekkur hvem gleðinnar dropa í gmnn, sem dansar á fákspori yfir gmnd“, segir Einar Benediktsson í sínu ódauðlega lista- kvæði: „Fákar“. Og þar er hvergi ofmælt. Þreyta og bakverkur svífa út í veður og vind. Mér finnst ég hreint ekki vera meira en 18 ára. Og ekkert er til nema augnablikið og eilífðin fram undan. Við beygjum út af þjóðveginum, því okkur Funa leið- ast alfaravegir. Reiðgötur glymja og steinar fljúga 19. JtJNl 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.