19. júní


19. júní - 19.06.1964, Page 39

19. júní - 19.06.1964, Page 39
eSlilegt og óumflýjanlegt — á vissum aldri verð- ur það að fá útrás, sjá heiminn utan heimilis- veggjanna —- kynnast lífinu, eins og það er kallað. Þá fara áhrif heimilisins að segja til sín. Eru þau það sterk og góð, að þau megni að vernda ungling- inn frá freistingum og hættum götunnar og skemmtanalífsins? Hefur andi heimilisins og áhrifamáttur foreldranna getað mótað hann svo, að hann geti tekið heilbrigða afstöðu, þegar út í lífið er komið? Mér dettur í hug samtal við tvær ungar stúlkur, er ég átti einu sinni, þó ekki við báðar samtímis, en um ýmis vandamál unglingsáranna. Þegar ég spurði aðra, hvort hún hefði ekki talað við mömmu sína um þetta, sem við vorum að ræða um, varð hún svo hissa, að hún hætti að gráta, starði á mig stórum augum alveg undrandi og sagði: „Við hana mömmu? Það er ekki hægt, hún bara rífst og skammast, ég mundi aldrei þora að tala um þetta við hana.“ 1 samtalinu við hina stúlkuna kom fram, að ef hún ætlaði að fara að leiðast út í eitt- hvað með „klíkunni“, eins og hún sagði, þá var eins og hún fyndi nálægð mömmu sinnar, og hún hætti við, því eins og hún sagði: „Ég gæti aldrei gert neitt, sem henni mömmu fyndist ljótt eða ógeðfellt.“ Þarna voru áhrif frá tveim ólíkum heim- ilum, og hvernig verkuðu þau? Jú, sú fyrri komst í vanda, en gat ekki leitað til mömmu sinnar. Hin slapp við vandann, af því að áhrif móðurinnar hjálpuðu henni, þegar út í lífið kom. Báðar þessar stúlkur voru það, sem kallað er „eins og gengur og gerist“. Til þess að gera sér grein fyrir vali tómstunda- verkefna unglinga, er fróðlegt að skyggnast örlítið í úrvinnslu skoðanakönnunar, sem Æskulýðsráð Reykjavíkur lét framkvæma í gagnfræðaskólum borgarinnar s.l. haust. tJr 15 skólum með nemendur á aldrinum 13 —16 ára, sem tóku þátt í könnuninni, svöruðu samtals 4266 unglingar, eða nánar tiltekið 2310 stúlkur og 1956 piltar. Valið var um rúmlega 20 verkefni, og mátti ennfremur bæta við, ef ung- lingurinn hafði áhuga á einhverju, sem ekki var tekið fram á blaðinu. Nánar sundurliðað skulu hér tekin nokkur dæmi: Samkvæmisdansa völdu sér sem 1. og 2. ósk 749 st. og 149 p. Var meiri hlutinn úr 1. og 2. bekk. Þjóðdansa völdu 136 st. og 6 p. Tizku og snyrtingu völdu 444 st. og 5 p. og var áberandi meiri hluti úr efri bekkjunum. HljöSfœraleikur var nokkuð jafn, eða 276 st. og 247 p. Leiklist völdu 407 st. og 135 p. Hjálp í viölögum 214 st. og 57 p. LjósmyndaiSju 155 st. og 489 p. LeÖurvinna 285 st. og 134 p. Málm- og Radíóvinna 3 st. og 414 piltar. Kynning á sveitastörfum 129 st. og 112 p. Sjómennska 12 stúlkur og 260 piltar. Margt annað kom til greina, en þetta eru stærstu liðirnir. Aðaláhugamál yfir sumartímann voru hjá flestum: Iþróttir — ferðalög — hestamennska — skátastörf — útilegur. Nokkur svör var alls ekki hægt að taka til greina, en sem betur fer, voru þau í algerum minnihluta. Auðvitað er ekki hægt að byggja einhlítt á könnun eins og þessari, því það er ekki hægt að treysta svörunum um of, en þau gefa þó alltaf einhverja hugmynd. Hver myndu svo vera heppilegustu tómstunda- verkefni unglinga? Svarið mætti flokka eitthvað á þessa leið: 1. Það sem unglingurinn sem heilbrigður einstaklingur hefur áhuga á. •— 2. Það sem þroskar hann sið- ferðilega og félagslega. — 3. Það sem gefur hon- um möguleika á að kynnast helztu atvinnuvegum landsmanna, sbr. sjóvinnubrögð og kynningu á sveitastörfum. — 4. Það sem þroskar listhneigð hans — og fleira mætti telja. En til þess að hin unga jurt dafni og þroskist á heillavænlegan hátt, þarf þrjár góðar gróðrarstöðv- ar. Þ. e. a. s.: 1 fyrsta lagi heimili, þar sem ung- lingurinn lærir frá fyrstu tíð að fást við holl og göfgandi viðfangsefni í frístundum sínum. 1 öðru lagi félagslegar aðstæður, þegar unglingurinn hef- ur náð þeim aldri, að hann fer að leita út frá heim- ilinu. Þá fái hann tækifæri til þess að komast í góðan félagsskap, þar sem hann lærir að umgang- ast aðra og starfa með þeim að sameiginlegum áhugamálum. 1 þriðja lagi aðstæður frá hendi þess opinbera, sem einkum væri aðgangur að húsnæði, tækjum og leiðbeinendum. Eg er algerlega andvíg þvi að leggja of mikið upp í hendumar á ungling- unum, þeir verða að vinna að verkefnunum sjálfir, eins mikið og mögulegt er. Vissulega má segja, að þessar aðstæður séu að nokkm leyti fyrir hendi, og óðum að batna, eink- um frá hendi þess opinbera. Ýmis æskulýðssam- tök njóta styrks frá bæ eða ríki, bæði hvað fjár- styrk snertir og húsnæði, og æskulýðsráð hefja starf i fleiri og fleiri bæjum og gangast fyrir aukn- 19. JONl 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.