19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 19
HALLDÚRA B. BJÖRNBBDN:
Þóra Pálsdóttir
íslenzka konan í eldhúsi
Valdemars prins
Þóra L. Björnsson.
Við, sem setið höfum marga veizluna hjá Þóru
L. Björnsson, tengdamóður minni, gleymum
þeim ógjarnan. Þær voru eins og veizlur eiga að
vera: Það var öllu tjaldað, sem til var, það bezta
var aldrei of gott, allt var skipulagt af kunnáttu
og fyrirhyggju. Hún var veizlukona af guðs náð
og hafði sérstakt lag á því að skapa hátíðastemn-
ingu, enda var það kjörorð hennar: Skal det være
gilde, so lad det være gilde!
Frú Þóra giftist ung Guðmundi Björnssyni sýslu-
manni á Patreksfirði og síðar í Borgarnesi, en hann
lét af embætti 1938, og fluttu þau þá til Reykja-
víkur. En frú Þóra hélt fast í þann góða sið, eins
eftir að hún kom suður, að kalla til sín allt þeirra
skyldulið nokkrum sinnum á ári, og gera okkur
glaðan dag. Þau Guðmundur voru heitbundin í
sex ár, og síðasta veturinn dvaldist hún einnig í
Kaupmannahöfn, meðan hann lauk námi.
Læknisdóttirin frá Klömbrum, sem nú var orð-
in 22ja ára, vildi gjarnan gera sér eitthvað úr þess-
um síðasta vetri, er hún sæti í festum, en ekki
voru fararefnin meiri en það, að hún gat ekki
kostað sig til náms. Hún bjó úti í Hellerup hjá
móðurbróður sínum, Jóni kaupmanni Magnússyni
frá Grenjaðarstað, og konu hans, Guðrúnu Ás-
geirsdóttur frá Isafirði.
Þau hjón höfðu haft spumir af þvi, að hjá
Valdemar prinsi væri íslenzk matráðskona, og að
hún vildi gjaman taka lærlinga, helzt íslenzkar
stúlkur. Þessi kona hét Þóra Pálsdóttir og ólst upp
í Pálsbæ á Seltjarnarnesi. Á sextánda ári kom hún
á heimili Jóns Sigurðssonar forseta, ráðin þar til
húsverka, og mun hafa dvalizt þar nokkur ár, en
þá komst hún fyrir tilstilli Ingibjargar, konu Jóns,
í hús Valdemars prins sem þjónustustúlka.
Lovísu drottningu geðjaðist svo vel að íslenzku
stúlkunni, Þóru Pálsdóttur, að hún lét kenna henni
til fullnustu alla matargerð, sem tíðkaðist innan
konungsfjölskyldunnar. Drottning stjórnaði heim-
ili sínu af skörungsskap og réði jafnan sjálf til sín
þjónustufólk og einnig á heimili Valdemars, yngsta
sonar síns, og þótti hún vera nokkuð ráðrik og af-
skiptasöm. En Þóm Pálsdóttur dugði svo vel
menntun sú, sem þær sáu henni fyrir, frú Ingi-
björg og Lovísa drottning, að hún skipaði sitt rúm
með sóma þaðan í frá, meðan henni entist starfs-
þrek, og naut hún jafnan fyllsta trausts húsbænda
sinna og virðingar allra, sem henni kynntust. Og
hjá þessari mætu konu lærði Þóra L. Bjömsson,
tengdamóðir mín, þá matreiðslu, sem hún varð
seinna fræg fyrir. Meiri skólagöngu naut hún ekki.
Þar kom tali okkar nýlega, að ég bað hana að
segja mér eitthvað frá þessum tíma, sem liún
dvaldist í þessu konunglega eldhúsi, því þótt dag-
legir atburðir hverfi henni orðið fljótlega, þá man
hún þeim mun skýrar það, sem gerðist í æsku
hennar. Hún tók þessu vel og læt ég hana nú
segja frá:
„Ég bjó úti í Hellerup og tók lestina á hverjum
morgni út á Kóngsins Nýjatorg, en þar bjó Valdi-
mar prins í Gulu höllinni (Det Gule Palæ). Ég
gekk inn um hlið frá götunni og hringdi dyra-
bjöllu, en dyravörður opnaði hurðina.
Fyrsta verk mitt var að drekka morgunkaffið,
yndislegt mokkakaffi með hnausþykkum rjóma, og
volgt hveitibrauð með úrvals herragarðssmjöri. Það
var ósvikin máltíð og elskulegt viðmót nöfnu minn-
ar. Á meðan sá unglingsstúlka um matinn handa
19. JtJNl
17