19. júní


19. júní - 19.06.1977, Síða 4

19. júní - 19.06.1977, Síða 4
I leit að hamingju og réttlæti Réttlæti hefur verið skilgreint með ýmsu móti á ó- líkum tímum. Flestir, a.m.k. þeir sem hafa „húmanistísk“ viðhorf til lífsins, leggja í orðið þá al- mennu merkingu að það tákni að allir séu jafnir fyrir lögum og rétti, beri jafnar byrðar og uppskeri í sam- ræmi við það sem þeir leggja af mörkum. Til eru kenningar um réttlæti sem byggja á allt öðru gildismati. Plato skilgreindi hvernig þjóðfélagið ætti að vera og reyndi síðan að aðlaga einstaklingana að því, allt væri réttlæti sem þjónaði hagsmunum hins full- komna ríkis. Nútímafólk þekkir orðið margar kenningar sem hafa hið fullkomna þjóðfélag að leiðarljósi og hve erfitt hefur reynst skammsýnum, breyskum manneskjum að gera þær að veruleika. Réttlætið snérist upp í and- hverfu sína, — þegar leiðrétta átti misréttið á einum stað skaut það ærið oft upp kollinum í nýrri mynd annars staðar — færðist aðeins til. Jafn réttur karla og kvenna snertir alla þætti daglegs lífs, hvort sem í hlut eiga börn, unglingar, fullvaxta eða gamalt fólk, sjúkt og heilbrigt. Og það tengist bar- áttunni fyrir umbótum á öllum sviðum, svo sem fyrir bættum launum, réttlátari skattalöggjöf, baráttunni fyrir betri skóla, — sem tekur mið af og þroskar ein- staklinginn en er jafnframt í tengslum við raunveru- leikann utan hans, heimilin, atvinnulífið og mannlífið. Einmitt það hve margþætt þessi mál eru og snerta mörg svið, gerir það að verkum að þau eru vandmeð- farin. Það sem kann að virðast einfalt að lagfæra — að breyta stefnu ákveðinnar þróunar, getur haft áhrif þar sem síst skyldi og á þann hátt sem engan gat órað fyrir. Á hinn bóginn er baráttan fyrir jafnrétti karla og kvenna eingöngu bundin því markmiði að jafna að- stöðu milli kynjanna en tengist yfirleitt ekki baráttu fyrir almennu jafnrétti í þjóðfélaginu. Að setja á odd- inn að jafnréttisbarátta kynjanna sé sama og stéttar- barátta jafngildir að stórum hluta kvenna og karla er vísað á dyr. I svo mikilsverðu máli sem hér um ræðir skiptir miklu að vinna því fylgi í öllum stéttum í stað þess að stuðla að sundrungu. Sú þróun sem á sér stað tíl meira jafnræðis milli karla og kvenna á sér margháttaðar forsendur, efna- hagslegar og atvinnulegar en á einnig að baki langa sögu um baráttu hugrakkra, víðsýnna einstaklinga fyrir betri og réttlátari heimi. Þessari þróun má hamla gegn eða flýta með ýmsu móti. Svíar veita tímabundin forréttindi á mörgum sviðum á meðan talið er að jafnrétti sé ekki náð, og hafa eins og fleiri Norðurlandaþjóðirnar ekki viljað setja lög um almennt jafnrétti kynjanna. Skattalög á Íslandi og hið nýja frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt sem lagt var fyrir Alþingi í vetur eru góð dæmi um hvernig annars vegar má flýta og hins vegar hamla gegn efnahagslegu sjálfstæði kvenna, einni meginforsendunni fyrir því að jafnrétti náist. Það ákvæði núgildandi laga að 50% launatekna eiginkonu skuli dregin frá sameiginlegum tekjum hjóna, dylst engum að hvetur giftar konur mjög til að afla tekna. Hið nýja frumvarp boðar hins vegar hið gagnstæða eða eins og stendur í greinargerð þess: „Almennt sagt er þess að vænta að hjón, þar sem eiginkonan starfar ekki utan heimilis munu hafa ávinning af þessari breytingu. Skattbyrði hjóna þar sem eiginkona aflar launatekna eykst nokkuð, sérstaklega ef tekjur hennar eru mjög háar.“ Til þess enn fremur að draga úr sjálfstæðisviðleitni giftra kvenna skulu þær áfram sitja við samsköttun með eiginmönnum sínum, þó í breyttu formi sé. I dag er eiginmaðurinn framfærandi eiginkonunnar sam- kvæmt skattalögunum — við næsta skattauppgjör er hann það einnig, en Iátið er sem svo sé ekki. Helmingaskiptaregla sú, sem frumvarpið boðar er í dag tímaskckkja, sem miðast ekki við aðstæður nú- tímafólks, viðheldur því ástandi að giftar konur séu varavinnuaflið í landinu og brýtur í bága við lýð- ræðislega hugsun hvað varðar ábyrgð einstaklingsins. Aðeins sérsköttun á séraflafé stenst gagnrýni hvað snertir fjárhagslega ábyrgð einstaklingsins og gerir hvorki að hvetja, letja eða stýra fólki í ákveðinn farveg eftir kynferði eða hjúskaparstöðu. Sú þróun sem átt hefur sér stað til aukins sjálfstæðis kvenna verður ekki stöðvuð og sérhver viðleitni sem hamlar gegn henni orsakar misrétti sem eykst með hverjum deginum sem líður. Þær raddir heyrast nú oft, einkum í hópi yngri kvenna og karla, að þau vilji sjálf annast börnin að miklu leyti — ekki eftirláta stofnunum uppeldi þeirra. Fólk eignast nú færri börn en áður, tómstundir hafa aukist, fræðsla í heimilis- og uppeldismálum hefur verið tekin upp í skólum, fjárhagur fólks fer batnandi og aukin samkeppni á vinnumarkaðinum hefur m.a. leitt til þess að skólaganga hefur hafist fyrr en áður. Allt þetta stuðlar að því að fólk getur og vill vera meira með börnum sínum og gerir jafnframt meiri kröfur fyrir þeirra hönd til aðstöðunnar heima fyrir, í leik- skólum og skólum. Aldrað fólk er slitið úr tengslum við umhverfi sitt og fjölskyldur, oft fyrr en nauðsynlegt er vegna þess m.a. að fé til málefna aldraðra hefur farið til bygginga stórra elliheimila en ekki í íbúðir í litlum einingum sérstaklega hannaðar fyrir gamalt fólk, þar sem því er frekar kleift í lengstu lög að halda reisn sinni og ein- staklingseinkennum. Einnig hér er þörf á sveigjan- leika, valfrelsi og umfram allt hvata til sjálfsbjargar. Það hlýtur að vera affarasælast við stjórnun þjóð- félags að einstaklingarnir sjálfir leiti hamingjunnar og réttlætisins, án þess að til komi forskrift að ofan um það hvaða leið skuli farin. Ijúní1977 Ritstjóri 2

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.