19. júní - 19.06.1977, Page 5
Auður Eir og eiginmaður hennar Þórður örn Sigurðsson.
Séra Auður Eir
Athygli manna hefur að undanförnu af gefnu
tilefni beinst mjög að prestskosningum. Fyrsta
og eina konan, sem tekið hefur prestsvígslu hér á
landi, hefur tvívegis á sama misseri leitað eítir
því, að komast að sem þjónandi prestur.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir hefur ótrauð
lagt út á nýjar brautir í krafti menntunar sinnar
og starfslöngunar og með lögin frá 1911 um
jafnan rétt karla og kvenna til allra embætta að
bakhjarli.
Að henni hefur ekki tekist að brjóta ísinn
túlka margir svo, að hefðir og fordómar séu
ennþá ríkjandi að þessu leyti og hér sé um
raunverulega jafnréttisbaráttu að ræða fremur
en að söfnuðirnir hafi hafnað henni sem kenni-
manni.
Þessi umræða varð um skeið mjög víðfeðm og
fáir komust hjá að verða hennar varir. Einn aðili
hefur þó lítið látið til sín heyra um þetta mál, en
það er séra Auður Eir sjálf.
Stjórn K.R.F.I. og ritnefnd „19. júní“ urðu
sammála um að helga henni og baráttu hennar
til jafnrar stöðu á við karla á sínu sviði rúm 1
blaðinu að þessu sinni. Séra Auði, sem nú dvelur
að heimili sínu í Frakklandi, voru sendar
spurningar og hún beðin að tjá sig um reynslu
sína í prestskosningunum og annað það í því
sambandi, er hana fýsti að koma á framfæri.
Hún varð góðfúslega við.
Ritnefndin sneri sér einnig til nokkurra ann-
arra aðila og bað þá svara í fáum orðum
spurningum varðandi þetta mál. BjE.
3