19. júní - 19.06.1977, Síða 7
presta var sem hann hefði sjaldan
heyrt svo óþarfa spurningu. Þriðji
sóknarnefndarmaðurinn, Guð-
björn Björnsson, var ekki í
bænum en hann reyndist sam-
þykkur því að fá mig vestur til
prestsstarfsins. Við komum líka
við hjá séra Sigurði Kristjánssyni
prófasti á ísafirði, sem fagnaði
jsvi að fá prest í Súgandafjörð og
ræddi málið eins og það væri
daglegur viðburður að konur
kæmu og vildu verða prestar í
prófastdæminu. Þegar við kom-
um til Reykjavíkur ræddi ég
málið við biskup, sem vígði mig
til Súgandafjarðar 29. september,
en þetta var þjóðhátiðarárið
1974.
Stundum sagði ég við fólkið
mitt fyrir vestan: Kannski myndi
kona ekki hafa fengið prestvígslu
á Islandi fyrr en eftir fjölmörg ár
ef þið hefðuð ekki tekið á móti
mér. En fólk mitt hló og taldi
þetta mestu fjarstæöu. En það er
ekki fjarstæða. Eg haföi þá þegar
sótt um prestakall einu sinni og
síðan hef ég sótt þrisvar, alltaf
sunnanlands af því í fjölskyldu-
hættir okkar eru þeir að við
verðum að geta sameinast sem
næst einhverjum stað, þar sem
við getum öll starfað og stundað
nám. En ég féll í öll skiptin,
naumlega að visu í eitt skiptið, í
Háteigssókn í Reykjavík. Farðu
nú varlega í að auglýsa það að þú
hefir fallið í fjórum prest-
kosningum, segja vinir mínir, en
mér þykja þetta hins vegar staö-
reyndir, sem ég tel að eigi að
halda á lofti af því að þær segi
sína sögu um ástandið í kirkjunni
og í jafnréttismálum á öllum
sviðum.
Um ástandið í kirkjunni?
Þetta sýnir með svo mörgu
ööru að söfnuðirnir liugsa svo
niiklu meira um formið en hinn
raunverulega sannleika. Það er
andstætt sannleika kristninnar aö
aftra því að konur séu prestar.
Konur hafa verið jafningjar karla
í frumsöfnuðinum, líka í guð-
þjónustunni. Fólk vitnar í orð
Páls postula um að konur eigi að
þegja á safnaðarsamkomum, ým-
ist til að vera valdsamlegt eða
sniðugt. En það gleymir þeirri
miklu sprengju, sem Páll varpaði
með þvi að segja að i kristinni
kirkju væru karlar og konur jafn-
ingjar. Og það var ekki í deilum
og átökum heldur á svo sjálf-
sagðan hátt að ekki þurfti um að
ræða.
Stéttarbræður þínir — veittu
þeir þér viðtöku í sinn hóp?
Já, það held ég nú aldeilis. Ég
hef ekki mætt neinu nema góðu
frá þeim, nema frá örfáum ein-
staklingum nú nýlega. Prestarnir
fyrir vestan voru einstakir í sam-
starfi, þar var engin undan-
tekning. Tveir prestar hafa stutt
mig opinberlega, þeir séra
Grímur Grímsson og séra Páll
Þórðarson.
Alítur þú að það sé vegna þess
að þú ert kona, sem þú hefur enn
ekki náð kosningu?
Ég er ekki i nokkrum vafa um
það, þótt auðvitað komi fleira til
eins og um alla umsækjendur. En
það, sem var sagt í fyrstu kosnin-
gunum, sem ég tók þátt í, er sagt í
þeim öllum: Æ, ég get nú
ómögulega hugsað mér kven-
prest. Nú þekki ég auðvitað ekki
allt, sem fólk hugsar sér þvi til
stuðnings, en ég þekki sumt. Ég
get ekki hugsað mér að láta konu
jarða manninn minn. Eg vil ekki
láta konu gifta mig. Kvenprestar
gætu farið að gráta við jarðar-
farir. Það er ábyggilega svo
skrítið að sjá konu skíra barn. Við
höfum bara aldrei séð konu i
hempu. Presturinn á að vera
karlmaður, sem tekur ofan fyrir
manni á götu en er annars ekkert
að skipta sér af manni. Þetta er of
fljótt — eftir 15 ár . . . En, væna
min, hver á að hugsa um kven-
félagið, þú átt enga konu.
Eg er þess fullviss að ég hef
ekki notið jafnréttis i neinni
þeirra kosninga, sem ég hef tekið
þátt í. Þeir, sem sækja á móti mér,
fá fyrirhafnarlaust fjölmarga
kjósendur, sem ekki vilja kjósa
konu. Við þann hóp bætast þeir,
sem telja sig styðja jafnréttis-
baráttuna með því að kjósa ekki
konu — þeir segjast ekki vilja
Auður Eir með fermingarbörnum við Súgandafjörð.
5