19. júní - 19.06.1977, Page 9
Helst á jafnréttismálum.
Daufgerða og afturhaldssama
fólkið ræður þar meiru en ég hélt.
Framhaldið af kvennafrídeginum
glæsilega hefur verið heldur ris-
lágt, finnst mér. Ég held að konur
berjist innbyrðis og það er þyngra
en tárum taki. Það býður upp á
framhald þess að litið sé á okkur
sem annars flokks starfskraft bæði
heima og heiman. Við verðum að
virða hver aðra þótt við förum
ekki allar sömu brautir og höfum
ekki sömu óskir. Og við þurfum
umfram allt að hætta að vera
hræddar hver við aðra, en það
erum við áreiðanlega. Auðvitað
er búið að segja þetta þúsund
sinnum, en það verður að halda
áfram að segja það.
Hópur jafnréttiskvenna
starfaði fyrir mig í tveim síðustu
kosningum og þær konur met ég
mikils. Það var mikill lærdómur
og gleði að starfa í þeim fjöl-
menna og góða hópi, karla og
kvenna sem lagði fram tíma sinn
og snilli í kosningunum. I síðustu
kosningum kom meiri hluti
stúlknanna í guðfræðideildinni í
hópinn og nokkrir strákanna, og
þetta var mér auðvitað mikil
gleði. Ég hef kynnzt miklum
hleypidómum í þessum kosning-
um en starf og vinátta stuðnings-
manna minna er mér þó miklu
ofar i huga.
Haft er eftir þér að mestu
jafnréttiskonur, sem þú hefur
kynnst séu á Súgandafirði —
viltu segja okkur frá dvöl þinni
þar?
Mér endist nú ekki ævin til
þess. Þar býr stórbrotið vestfirskt
fólk. Mér finnst mega lýsa því
með þeirri biblíulegu setningu að
þeirra já sé já og þeirra nei sé nei.
Þetta fólk tók okkur vel frá fyrstu
stund og við tengdumst þvi og
staðnum sterkum böndum.
Hefur fólk að þínu mati
áhyggjur af því að ekki sé sam-
rýmanlegt að vera eiginkona,
móðir og þjónandi prestur?
Sumir telja það mikla kosti,
aðrir hafa þungar áhyggjur.
Hvert er álit þitt á að sam-
ræma það?
Það fer afar vel saman, það eru
ekki bara hugmyndir heldur
reynsla mín eftir dvölina fyrir
vestan.
Upplag og eiginleikar prests
— hverjir þurfa þeir að vera?
Prestur þarf að trúa á Drottin
Jesúm Krist krossfestan og upp-
risinn og eiga þá ósk heitasta að
boða hann bæði í kirkju og utan.
Ef hann kann þetta, sem að vísu
er ævilangt nám, skiptir minna
hvort hann er lipur við unglinga
og bráðfyndinn í boðum. Með
þessu er ég alls ekki að segja að
félagslíf kirkjunnar skipti litlu,
það skiptir afar miklu en kemur
af sjálfu sér ef prestur og söfnuður
taka Krist alvarlega.
Hver er ábyrgð presta þegar í
stólinn er komið?
Að boða fagnaðarerindið óm-
engað svo þeir, sem heyra, skilji,
njóti og noti. Það krefst auðvitað
líka mikillar ábyrgðar af
söfnuðinum.
Að lokum: Hvenær sækirðu
um næst?
Ég er enn fastákveðin i að
halda áfram preststörfum þrátt
fyrir þá andstöðu, sem ég hef
mætt. Við erum öll sammála um
þetta í fjölskyldunni. Þær
kosningar, sem ég hef þreytt með
mætri og mikilli aðstoð, hef ég
fyrst og fremst þreytt vegna ein-
lægrar löngunar minnar til að
starfa sem prestur. Hins vegar
hefur sú andstaða, sem ég hef
mætt, gert þá baráttu að jafn-
réttisbaráttu um leið. Það er
staðreynd, hvort sem fólki líkar
það betur eða verr og hvort sem
Auður Eir predikar í Háteigskirkju
því finnst það skynsamlegt eða
ekki að hafa orð á því. Ég er fegin
því að hafa getað lagt einhvern
skerf til þessa starfs og vissulega
hef ég notið góðs af þeim árangri,
sem þar hefur náðst. Og mér
finnst kirkjunni þau mál mjög
viðkomandi. En prestkosningar
gera ekki aðeins kröfu til sjálfrar
mín heldur til allrar fjölskyldu
minnar og fjölmenns hóps vina
og stuðningsmanna. Og þær eru
svo dýrar að óréttmætt er með öllu
að leggja slíkar byrðar á eina
stétt. Við munum því hugsa
málin vandlega. Fólk hefur sent
mér bréf og skeyti og hringt til
mín til að hvetja mig til að gefast
ekki upp. Lokaorð mín eru þessi:
Það er einlægur vilji minn að
halda preststarfinu áfram.
7