19. júní - 19.06.1977, Page 12
því hafa þær orðið farvegur fyrir
köllun Guðs, sem beinist jafnt að
konum sem körlum til prests-
þjónustu og biskupsstarfs. Við
beinum þeirri ósk til þeirra
kirkna í Lútherska heimssam-
bandinu, sem ekki veita konum
prestsvígslu, að gera nú þegar
ráðstafanir til þess að bæta úr
því“. Þessi ályktun hefur verið
send öllum kirkjum í Lútherska
heimssambandinu.
A Norðurlöndum munu allar
kirkjur nema sú finnska vígja
konur til prestsþjónustu. Sú
mikla andstaða, sem var gegn
kvenprestum t. d. í Svíþjóð, hefur
nú svo til horfið, enda þótt enn
finnist biskupar, sem færast und-
an því að veita konu vígslu. I
Finnlandi eru konur með guð-
fræðimenntun kallaðar til þjón-
ustu í söfnuðum, þar sem þær
sinna fræðslu og líknarmálum, en
eru ekki prestar með sakra-
mentisþjónustu, enda þótt þær
prediki oft.
Sjálfur vona ég, að ekki sé langt
í það, að konur gegni prestsþjón-
ustu hér á íslandi i föstum emb-
ættum, ég tel það bæði eðlilegt,
sjálfsagt og æskilegt.
Guðrún Ásmunds-
dóttir, leikari:
Hefi starfað
við fjórar
prestskosningar
fyrir kvenprest
— Skiptir það — að þínu mati
máli hvort prestur er karl eða
kona?
Nei, svo sannarlega ekki. Ég
kýs prest hvorki vegna þess að
hann er kvenmaður né þrátt fyrir
það, heldur miða val mitt fyrst og
fremst við það, hvort um góðan
predikara er að ræða.
Eftir að hafa starfað við fjórar
prestkosningar — fyrir kvenprest
og tapað jafnoft hef ég komist á
þá skoðun, að jafnrétti karla og
kvtínna eigi hér mjög langt í land.
Þær voru margar samræðurnar
sem ég átti á þessu timabili um
kvenpresta og ekki kvenpresta:
Rökin á móti voru oft þau að
presturinn þyrfti að geta tónað
svo vel — það gæti eyðilagt jóla-
steminguna að heyra konu tóna.
Ein kona horfði á mig stórum
augum og sagði: ,Já ég viður-
kenni, að hún flutti langbestu
ræðuna — en ekki gæti ég hugsað
mér að láta kvenmann jarða mig
eða manninn minn.“
Hvað getur maður sagt við
slíkum fordómum?
Hvað í ósköpunum hefur þetta
með kirkju guðs að gera?
Hvar stendur það í biblíunni,
að konu skuli fyrirmunað að boða
Guðs orð í kirkju hans?
Agnes M. Sigurðar-
dóttir, guðfræðinemi:
Prestskosningar
eru karl-
mönnum
einnig þrándur
í Götu
Eg held að engum dyljist það,
sem hefur komið nálægt prests-
kosningum, að þær eru óþverra-
fyrirbæri. Ég hef bara einu sinni
starfað við kosningaundirbúning
og komst þá að raun um hvílík
þrekraun þær eru. Þær eru
mannskemmandi og það fer lítið
fyrir þeim kristilega kærleik, sem
einkenna á öll mannleg sam-
skipti.
Hingað til hefur kona ekki
borið sigur úr býtum í kosningu.
Samt verður að telja það þó
nokkurn sigur fyrir kvenþjóðina
að úrslitatölur í Háteigssókn, við
síðustu kosningar þar, sýndu, að
konan var tekin sem jafningi
Framhald á bls. 19.
10