19. júní


19. júní - 19.06.1977, Síða 15

19. júní - 19.06.1977, Síða 15
,,Ég hef valið mér þetta efni vegna þess að mér finnst það gefa svo marga möguleika til úrvinnslu.“ Hafa myndir þínar „tema“ eða ákveðinn boðskap að flytja? „Þráðurinn í mörgum verkum mínum er — sjálfsblekkingin — blindnin — græðgin — óvissan — einsemdin — andvaraleysið. — Mannskepna situr við ofhlaðið borð og svalar græðgi sinni, er vex með hverjum nýjum bita — einn góðan veðurdag getur hún ekki lengur borið sinn umframþunga — megnar ekki að standa á eigin fótum — kannski þá fyrst skynjar einstaklingurinn, að styrkur hans er ekki í því fólginn að fita sjálfan sig . . . Hvað um þjóðfélag, sem samanstendur af mörgum slíkum? Hve lengi getur það borið sinn umframþunga? En bak við önnur verk mín er ef til vill hugsunin um jákvæðari hliðar tilverunnar.“ Hvað um pólitíska myndlist? „Orðið pólitík útleggst — stjórnmál, þjóðmál, framkvæmd stefnu, stefna. Eftir því að dæma er öll list pólitísk, þ. e. hvort sent listamaðurinn tekur afstöðu gagnvart sínum samtíma, sínu umhverfi, eða velur sér ákveðna stefnu innan listarinnar til þess að tjá sig, þá er hann á einhver hátt pólitískur. Ef þú átt við áróðurslist, þá finnst mér hún mjög áhuga- verð en þó því aðeins að hún uppfylli vissar myndrænar kröfur svo að boðskapurinn hitti beint i mark. Æskilegt hlutverk myndlistar: Að fá áhorfandann til að — hugsa — taka afstöðu — vekja reiði hans — gleði — andstyggð o. s. frv. — í stuttu máli: „Að rumska við áhorfandanum“. Hvað kom til að þú fórst að stunda myndlist, — fórst að líta á sjálfa þig sem alvöru mynd- listarmann? Var það átak — stórbreyting á lifnaðarháttum? „Ég ætlaði alltaf út á þá braut, en það var svo ótalmargt, sem tafði fyrir mér. — Ég byrjaði á kvöldnámskeiðum í teiknun, þegar ég var 17 ára var þá í 3ja bekk í Verslunarskólanum. Að stúdentsprófi loknu flæktum við saman reitum okkar bekkjar- bróðir minn og ég, og sitjum nú reyndar ennþá saman á bekk, nema hvað við hafa bæst 5 synir okkar. — Eiginmaðurinn fór í Háskólann, en ég vann á skrif- stofu og stundaði myndlistarnám á kvöldin. Heimilisstörfunum skiptum við með okkur. — Þegar ég byrjaði að mála fyrir alvöru voru strákarnir 1 árs — 2ja ára — eja ára og 7 ára. Ég málaði í eld- húsinu meðan mestu óróasegg- irnir voru á „róló“ — svo og á kvöldin, þegar þeir voru sofnaðir og þá stundum langt fram á nótt. — Eg tók mitt nám jafn alvarlega og hver annar, sem velur sér lífs- starf. — Ég efaðist oft urn sjálfa mig — ég man þegar ég kom mínum fyrstu myndum inn á Haustsýningu FÍM — ég varð mjög glöð. En þegar á sýninguna kom, þorði ég varla að lita á þær — sjálfstraustið var ekki meira þá stundina. — Fyrstu námsferðina fór ég með Myndlistarskólanum við Freyjugötu til London 1966. Það var mikil upplifun. Tveim árum síðar hélt ég mína fyrstu einkasýningu á málverkum, þá einum mánuði áður fæddist 5. sonurinn. — Þú spurðir, hvort þetta hafi verið stór breyting á lifnaðarháttum mínum. Nei, ég þekki ekkert annað en f jölskyldulí fið og myndlistina samanflækt. Raunar held ég, að stundum gangi mér langbest að vinna, þegar mestur er hávaðinn og slagsmálin í kringum mig — og ég sjálf kontin á háa-Cið af pirringi — þettalosarum mann.“ Þú býrð í dálítið sérstæðum „arkitektúr.“ Hvernig áhrif hef- ur það á myndlist þína? „Nánasta umhverfi manns hlýtur óhjákvæmilega að hafa sín áhrif á hvern og cinn. Að hafa liátt til lofts og vítt til veggja hefur mjög jákvæð áhrif á mig sem myndlistarmann.“ Því er oft haldið fram, að listamenn vinni mest allra, séu eigingjarnir á tíma sinn og per- sónu — telji sig þurfa að helga sig listinni óskiptir. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig. Ég vinn tvöfalt starf, en viðurkenni, að ég er mjög eigin- gjörn á minn tima, ég eyði aðeins örlitlu broti af honum til heimilissstarfa.“ Ertu listamaður nr. 1 — síðan eiginkona og móðir? „Ég get ekki greint jtarna á milli, þetta er mikil samvisku- spurning, — reyni að vera þetta allt jöfnurn höndum.“ Hvað með ,„konuna“ algóðu og fórnfúsu, þolinmóðu móður- ina og eiginkonuna, sem sam- félagið hefur sett á stall, — trufl- ar hún þig? „Þá kerlingu hef ég burðast með á bakinu eða verið að hrasa um hana árum saman — ég held að nú sé ég að mestu laus við hana — þó hnippir hún stundum harkalega í mig.“ Á næstu opnu eru myndir af tveim verkum Ragnheiðar Jónsdóttur: 24. október og Ónefnd I. 13

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.