19. júní - 19.06.1977, Side 18
„Það er einn strákur
sem heitir Krummi,
hann á dúkkuu
Litlir krakkar hafa oft furðuvel
mótaðar hugmyndir um sjálfa sig
og veröldina umhverfis, og hvergi
sjá menn kannski skýrar þá hug-
myndafræði sem ríkjandi er í
þjóðfélaginu en í orðum barna.
Þar eru allar línur hreinar og
beinar, enginn vafi leikur á
framtíðarstarfi, allt er ákveðið og
óumbreytanlegt. Það er þess
vegna gaman að spyrja börn um
lífið og tilveruna, framtíðina og
hlutverkaskiptingu kynjanna, og
til þess fóru blaðamenn 19. júní í
nokkra yngstu bekki ísaksskóla
einn fallegan maídag.
Það kom margt markvert fram
í viðtölunum við börnin sem voru
bæði skýr og skemmtileg. Eitt af
því athyglisverðasta var munur-
inn á strákum og stelpum í af-
stöðunni til hlutverks kvenna.
Stelpurnar voru miklu með-
vitaðri en strákarnir og sáu kyn-
systur sínar í mun víðara sam-
hengi en þeir. Sjö fimm ára börn
voru spurð að því i hóp hvort þau
þekktu konur. Þau voru alls ekki
viss um hvað átt var við og
greinilegt var að þau töldu hvörki
mæður sinar né kennara í hópi
„kvenna“. „Ég þekki eina konu,“
svaraði lítil stúlka, „hún er á
sjúkrahúsi. Hún á litla stelpu.“
Einn drengurinn svaraði með
hneykslunarsvip: „Ég þekki eina
konu sem er alltaf í eldhúsinu.“
En önnur stúlka sagði: „Ég þekki
margar konur. Ein vinnur í
bókabúð, önnur vinnur í svona
vélabúð . . .“ Svo mundi hún ekki
eftir fleiri konum i bili. Én hvar
eru konur annars, var spurt.
„Einhvers staðar heima hjá sér“
svaraði drengur einn stuttlega.
16
I þessum hópi vildu flestar
stelpurnar verða kennarar. Þær
hafa lifandi fyrirmyndir í
kennurum sínum sem flestar eru
konur. Strákarnir tóku hvorki
mið af kennurum sínum né
feðrum, þeirra áhrifavaldur var
liklega einna helst sjónvarpið, þvi
þeir vildu helst verða lögreglu-
þjónar, eins og betur kemur fram
hér á eftir í viðtölunum. Einn
drengurinn í hópnum hafði þó í
hyggju að verða búðarmaður.
Við höfðum lika áhuga á að
vita hvað þessi börn fá í afmælis-
og jólagjafir frá sinum nánustu.
Oftast nær voru gjafirnar hefð-
bundnar. Strákarnir fengu
strákaleikföng, bolta, tennis-
spaða, kubba, skip, bíla. Stelp-
urnar fengu föt, dúkkur og
dúkkudót. Ein hafði þó fengið
læknistösku frá afa sínum og
ömmu og var spurð hvort hún
ætlaði ekki að verða læknir þegar
hún væri búin að æfa sig. Svarið
var dræmt. ,Jú kannski. En mig
langar mest að verða kennari.“ Ef
til vill hefur hún eingöngu sé
karlmenn við læknisstörf og á
erfitt að hugsa sér sjálfa sig við
slíkt.
Ragnheiður Arnadóttir og
Sigrún Óttarsdóttir teiknuðu
báðar myndir af lóunni meðan
við töluðum við þær. Lóan var
nýkomin til landsins, og jafnvel
Reykjavíkurbörn fara ekki var-
hluta af söng hennar. Þær voru
duglegar að teikna en þó datt
hvorugri í hug að verða lista-
maður í framtiðinni. En hvað
ætla þær að verða? „Pabbi minn
smiðar skip,“ segir Sigrún. „En
mamma er meinatæknir. Hún
vinnur á sjúkrahúsi og tekur blóð
og rannsakar það. Eg vil ekki
vinna á sjúkrahúsi — heldur
byggja skip. En það eru ekki
Sí|fý/h Wom
f
, ;