19. júní


19. júní - 19.06.1977, Side 22

19. júní - 19.06.1977, Side 22
Spjallað við stelpur og stráka: Stelpur eru bara öðruvísi af guði gerðar Ritnefnd „19. júní“ hitti að máli 9 unglinga á aldrinum 14 — 15 ára, 4 pilta og 5 stúlkur. Þau stunda nám í tveimur af gagnfræðaskólum Reykjavíkur, Armúlaskóla og Hagaskóla, og eiga það öll sammerkt að vera glöð í bragði, létt í máli og að taka tilveruna hæfilega hátíðlega. Samræðan streymdi fram létt og áreynslulaust og inn í hana fléttuðust hin ólíkustu atriði. Unglingarnir, sem þær Björg, Erna, Ingibjörg og Silja tóku tali, heita Ástríður Ingólfsdóttir, Brynja Laxdal, Guðlaug Magnúsdóttir, Hólmfríður Matthíasdóttir, Jóhann Baldurs- son, Óli Bieltvedt, Ólafur Jóhann Ólafsson, Ölafur Thorarensen og Steinunn Stefánsdóttir. ÞEIR SÖGÐU MEÐAL ANNARS: „Kennarar eiga að vera strang- ir, hæfilega þó, en ættu af og til að tala við krakkana um annað en námsefnið. Einn kennarinn, kerl- ing, er fjári ströng og ákveðin og allir læra hjá henni. Annar rekur fyrirtæki, hann spjallar heilmikið við okkur, en kennir okkur samt. Það er þröngt í bekknum, við erum 17 strákar og 18 stelpur, en þetta er úrvals hópur. Námsefni í handavinnu er sama fyrir bæði kynin, en þau eru aðskilin við námið, óhæf til að vera saman. Annað kynið er fyrir jól í smíði og hitt í hannyrðum og svo er skipt eftir áramót. í heimilisfræðum, matreiðslu og hússtjórn, er hópurinn blandaður en bekknum skipt í tvo hluta. Nauðsynlegt er að hafa stelpurnar með — það er ómögu- legt að standa í þessu sjálfur t. d. að baka spesíur. Stelpurnar gerðu allt nema hjá einum stráknum, hann var ,,óheppinn“ með stelpu, hún var svo frek og lét hann taka til hendi.“ Einn úr hópnum er í ritnefnd skólablaðsins og spurt er eftir framvindu útgáfunnar. — „Það hefur slæmt orð á sér, þykir held- ur lélegur bæklingur. Við erum í svelti með efni og verðum að taka það sem berst. í seinasta blaði birtum við sögu eftir ritnefndar- mann og veittum honum bók- menntaverðlaun fyrir. Það mælt- ist ekki vel fyrir að ritnefndin verðlaunaði sjálfa sig.“ Störf foreldra komast á dag- skrá. Faðir eins er rektor og móðirin skjalaþýðandi og dóm- túlkur; faðir annars er viðskipta- fræðingur og rekur fyrirtæki og móðirin vinnur „fyrir“ hann, „ég meina með honum“; faðir þriðja er rithöfundur og móðirin rekur prjónastofu og faðir þess fjórða er tannlæknir og móðirin húsmóðir. Hvaða framtíðarstörf eruð þið með í huga? Enginn þeirra er raunverulega búinn að ákveða sig. Fram kom í umræðunum að ef þeir hættu í skólanum eftir unglingaprófið og færu t. d. að vinna við sorphreinsun gætu þeir náð jafngóðum ævilaunum eins og ef þeir þræluðust í gegnum skóla. En eins og einn sagði: — „Ættin mundi gera uppreisn.“ — 20

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.