19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 23

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 23
„Ég ætla að græða, fer annað hvort í fjármálabrask eða tannlækningar.“ — „Ég fer í eitthvað á viðskiptasviðinu.“ — „Ég hefi mestan áhuga á eðlis- fræði og bókmenntum.“ — „Og ég á náttúrufræði.“ Er þrýstingur á ykkur heima að fara í langskólanám? Þeir eru ekki svo vissir um það, en sam- mála um að nauðsynlegt sé að læra eitthvað. Ættu allir að fara í langskóla- nám? — „Ekki ef áhugann eða getuna vantar, það er of dýrt fyrir þjóðfélagið.“ Iþyngir sú hugsun ykkur, að þið verðið „fyrirvinnur“? — „Nei, ekki enn a. m. k., en auð- vitað er það ábyrgð, sem fylgir því að stofna fjölskyldu.“ Ætla stelpurnar líka í fram- haldsnám? Flestir halda þeir — „Annars er þetta kvenfólk svo áhrifagjarnt, vill eitt í dag og annað á morgun og ef ein vill eitthvað, þá vilja hinar það líka.“ Starfsfræðsla var í 3. bekk í vetur, en nemendur þurfa að velja sér kjörsvið áður en sest er í 3. bekk. Þessi fræðsla ætti að koma fyrr í skólakerfinu t. d. í 12 ára bekk. Hvað hafið þið helst fyrir stafni í tómstundum? — „Fyrir utan þá íþrótt að stríða kvenfólki, sem verður æst og skortir alla kímnigáfu, leikum við t. d. borð- tennis, sumir okkar spila á hljóð- færi og einn er íslandsmeistari í júdó í sínum aldursflokki.“ Eru einhverjar skemmtanir? Þeir segja að bekkjarpartýin verða æ leiðinlegri með aldrin- um, þau hafi verið skemmtilegust við 11 — 12 ára aldurinn, aðallega er dansað og étið í þeim. Fram kemur að stelpurnar hafa flestar verið á dansskólum og kunna alls konar dansa — „Strákarnir fara halloka fyrir þeim á böllum og sumir slá þess vegna um sig með öðru móti“. — „Annars er þetta nú ekkert að kunna.“ — „Það er hlegið að strákum, sem eru í dansi.“ — „Maður þroskast og hugurinn beinist inn á aðrar og menningarlegri brautir.“ Hvaða brautir eru það? Þeir nefna félagsmál, einn hafði tekið að sér að vera andmælandi á málfundi, þegar jafnréttismál voru á dagskrá. „Það er í fyrsta lagi erfitt að vera á móti jafnrétti og svo eru stelpurnar svo við- kvæmar að þær fara bara að grenja, þegar maður segir eitt- hvað í stríðni s. s. að þær ættu að halda sig í eldhúsinu, verða alveg brjálaðar.“ — „Það er stór- skemmandi fyrir lærdóminn að hafa stelpur í bekknum, þær eru svo háværar og hugsa alls ekki um að læra.“ — „Ég þurfti nú að leysa próf fyrir eina vinkonu mína.“ — „Sumar eru sam- viskusamari en strákarnir.“ Eruð þið skotnir í stelpum? — „Maður rannsakar liðið.“ Hvernig eiga stelpur að vera? — „Þær verða að hafa eitthvað í hausnum.“ Ædið þið að giftast og eignast börn? — Þeir gátu allir hugsað sér það einhvern tíma seinna, þegar þeir væru búnir að læra og byrjaðir að vinna, helst ekki yngri en 25 ára. Flestir töldu að börn væru skemmtileg og mest meðan þau væru litil. Hverjir teljið þið að hafi alið ykkur upp? Þessu svöruðu þeir allir á sama veg, pabbi og mamma og fóstrurnar í leik- skólanum. Hvað gerið þið með foreldrum ykkar? — „Tefli við pabba, fer með honum í bíó og tala við hann um alvöru lífsins. Mamma inn- rætir mér kristilegt jafn- réttishugarfar.“ — „Fer með þeim á skíði. Pabbi lánar mér stundum peninga, hann gleymir því oftast, en mamma man hvern eyri.“ — „Pabbi hjálpar mér með tungumálin, mamma gefur mér stundum aura.“ — „Kaupi föt með mömmu.“ Er fræðsla um kynferðismál í skólanum? Þeir segja að sýnd hafi verið kvikmynd og hún hafi verið of krassandi án þess að vera nein sérstök fræðslumynd. — „Allt of mikið talað um kynlíf í skólanum.“ — „Stelpurnar tala frekar um kynferðismál, það heyrðist nú best í skóla- ferðalaginu.“ Er neysla á tóbaki og áfengi í ykkar aldurshópi? Þeir halda því fram að fáir strákanna reyki en aftur á móti langflestar stelpn- anna. — „Þetta eru pæjulæti, þó þær séu reyndar ágætar sumar.“ Nokkrir krakkar byrja með vín 13—14 ára og sumir reyna að drekka sig inn í klíkur, en að þetta fari allt eftir heimilunum er ein- róma álit piltanna fjögurra. — „Maður lagar sig eftir for- eldrunum, það er hægt að koma fullur heim ef foreldrar manns eru fullir fyrir.“ — „Mín fjöl- skylda flytti á eyðieyju ef ég kæmi fullur heim.“ — „Ég gæti hugsað mér eitthvert laugardagskvöld heima hjá mér, allir heima að horfa á sjónvarp, gestir i heim- sókn, litlu krakkarnir vakandi og ég kæmi fullur inn — algjört æði, ég byði ekki í það.“ Senni- lega mun eitthvað vera um ímyndunarfyllerí t. d. „Thule- drykkjumennina“ svokölluðu. Er áfengisvandamálið eins mikið og af er látið? Allir sem einn telja þeir það mikið vanda- mál. Hafið þið áhuga fyrir þjóð- málum? — „Strákar eru meira vakandi fyrir þjóðmálum heldur en stelpur.“ — „Á málfundum eru strákar yfirleitt framsögu- menn ef þjóðmál eru til umræðu og fyrst og fremst þeir, sem rífast um þau.“ — „Stelpurnar rífast líka, en bara um mál sem snerta þær persónulega.“ Einn segist vera sósíalisti, ann- ar er að ígrunda maóisma, en tveir vilja ekki tjá sig um pólitískar skoðanir sínar. Allir eru þeir sammála um að inn i skólana vanti fræðslu um þjóðmál, efna-

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.