19. júní


19. júní - 19.06.1977, Page 28

19. júní - 19.06.1977, Page 28
Að bíða eða taka „Eg vil ráðleggja konum að sitja ekki aðgerðarlausar“ vel til kvenna. Sú hegðun og þær hneigðir, sem upphefja hann, niðurlægja hana. En við verðum sjálfar að kveða upp úr með, að þessi hugsunar- háttur er rangur og þora að lifa lífinu lifandi, einnig kynferðis- lega. Við verðum sjálfar „safaríkari“ og um leið tilveran í kringum okkur, ef við rækjum þennan þátt engu siður en aðra. Margir karlmenn vanrækja likamlega umhirðu sína og við- halda ekki likamshreysti sinni. Mörg kona bitur á jaxlinn, en lætur sig e. t. v. hafa það þegar maki hennar nálgast hana óklipptur, ókembdur og óþveginn — slappur á líkama og sál, lyktar leiðinlega og er í lunta. Hennar mótleikur verður oft sá að svara í sömu mynt og uppskeran eftir því, ánægjusnautt og innihalds- snautt samlif Bæði gera sömu skyssuna — nýta ekki þann hvata að hamingjuríku lífi, sem báðum er gefinn í vöggugjöf. Hvenær karlar eru bestir — þegar þeir eru saddir, örlítið hýr- ir, heitir og nýbaðaðir. Hver kona, sem náð hefur fullum líkams- og sálarþroska [aarf fleiri en einn slíkan. LlTILSVIRÐING? Prestskosningar voru á næsta leyti í byggðarlaginu og meðal frambjóðenda var eini presturinn hér á landi úr röðum kvenna. Einn sóknarmanna við fráfar- andi kennivald: „Það er eftir- sóknarvert að fá þessa konu til starfa hér í sókninni, hún er bæði vel menntuð og hefur getið sér gott orð sem prestur.“ Kennivaldið: „Er mér hér og nú borið það á brýn að ég hafi verið að vinna kvennmannsstörf undanfarna áratugi?“ 26 Sú persónulega reynsla, sem mest hefur vakið mig til umhugs- unar um ástarsambönd yfirleitt, var þegar ég tók mig til í fyrsta sinn á ævinni og „náði í“ karl- mann, sem ég hafði ágirnd á, án þess að bíða þess, að honum þóknaðist að virða mig viðlits. Ekki það að ég skyldi ná í hann, heldur hver viðbrögð karl- manns eru við þess háttar kynn- um. Ég hafði hreint engan áhuga á fjárhagslegri stöðu viðkomandi, né lét mig yfirleitt varða hans einkalíf, utan þess er að mér sjálfri sneri. Likamleg fegurð og heill- andi bros var það sem hafði dregið mig að honum og ekkert annað. Þetta var [Dáttur í snarbreyttu viðhorfi mínu (sem vel upp- alinnar ungrar konu) til kyn- ferðismála. Ég hafði lifað hreint frábæri- lega viðurkenndu lífi á jDeirra tima mælikvarða. Ég trúlofaðist rétt tuttugu ára, gömlum skóla- félaga minum, miklum ágætis- manni. Það var þegar við áttum strákinn okkar, sem nú er að verða sextán ára, sem gamanið fór að grána. Barnsföður mínum hreinlega ofbauð sú ábyrgð sem ástandið bauð upp á og joykist ég vita með vissu í dag að |)að hafi verið orsökin fyrir því að við fjar- lægðumst hvort annað og slitum samvistum tæpum tveim árum seinna. Um leið og mér fannst ég hafa verið svikin, áttaði ég mig á því, að ekki dugði að stóla á karl- menn sér til framfæris og dreif mig meðal annars í að koma okk- ur mæðginunum upp húsnæði. Þetta tókst vonum framar, enda hafði ég staðgóða menntun sem veitti nokkuð vel launaða vinnu. (Ég hafði ekki hugsað út í jjað meðan ég var enn í skóla, hve mikilvæg menntunin átti eftir að verða mér). Ég var lítið í skemmtanalífinu næstu árin, þar sem fjárhagurinn var j^röngur og barnið lítið. En verðbólgan át skuldirnar og barnið óx úr grasi og fyrr en varði var ég tiltölulega frí og frjáls á ný, íbúðareigandi og meira að segja á gangfærum bíl. Nú fór ég aðeins að gjægjast inn á skemmtistaðina aftur, hitti gamla kunningja og eignaðist nýja. Viðhorf og hegðun milli kynja hafði litið breyst frá Jdví sem verið hafði. Fyrst í stað áttaði ég mig ekki á Joví hvað það var sem ekki var í lagi lengur, en svo rann upp fyrir mér ljós — |:>að var mín eigin staða gagnvart hinu kyninu sem var breytt. Ég hafði |Droskast heilmikið á [Dessum fimm árum, var orðin fjárhagslega sjálfstæð og óháð. Frelsið, sem ég hafði nú endur- heimt, veitti ég ekki mikla ánægju framan af. I meira en tvö ár var ég þátttakendi í gömu „rútínunni“, beið með öndina í hálsinum eftir að jDeim karl- mönnum, sem mér leist á í jtað skiptið, þóknaðist að líta á mig — og vera þá jafnvel, ef annað bauðst ekki, með þessum eina góða, gamla, sem við þekkjum flestar og notum í hallæri, en er- um löngu búnar að fá leið á. Smám saman gerði ég mér grein fyrir þessum óeðlilega stöðumun kynjanna. Hvers vegna átti ég að bíða eftir frumkvæði stráksins, við vorum jú á höttunum eftir nákvæmlega því sama. Eg ætla ekki að lýsa (dví ltve hörö baráttan var við uppeldiö og fordómana, tímanum sem jtað tók að sannfæra sjálfa mig, en jtað hlaut að takast. í dag finnst mér joetta sálarstríð

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.