19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 29
næstum hlægilegt, því viðbrögö karlmanna eru í reynd nákvæm- lega eins og kvenna, þegar dæminu hefur verið snúið við. Þeir verða alveg eins óöruggir um okkur, reyna að slá eign sinni á mann, verða sér úti um ástar- játningu hjá manni o. s. frv. Og þeir virðast ekki síður áfjáðir í að gifta sig og sagt er að við konum séum. Ég vil ráðleggja konum að sitja ekki aðgerðarlausar og biða þess að Pétur eða Páll bjóði þeim upp á að lifa lífinu, heldur taka frum- kvæðið í sínar hendur. Lauslátar konur eru ekki til. Það er hjátrú. Aftur á móti eru bæði til kvenmenn, sem sofa þrjátíu sinnum hjá einum karlmanni, og kven- menn, sem sofa einu sinni hjá >rjátíu karlmönnum. Atómstöðin, H. K. Laxness Rósir og vín „Kynhvötin minnkar ekki með árunum — hún vex“ í þropinu heima voru margir unglingar á svipuðum aldri og ég. Það snérist náttúrlega allt meira og minna um stráka hjá okkur stelpunum og þeir hafa líklega ekki hugsað minna um stelpur, enda býst ég við, að við höfum verið sérlega eðlilegir unglingar. En Joeir höfðu annarra hags- muna að gæta en við. Fyrir þá valt mest á því að geta fengið að sofa hjá sem flestum stelpum og hæla sér svo af því á eftir. Hins- vegar var gert grin að þeim stelp- um, sem fréttist, að hefðu háttað hjá strákum og þær var litið niður á. Strákarnir voru joannig upp- teknir við að reyna að fá stelpur til viö sig, og þær að vinna bug á eigin löngun, svo að þær féllu ekki í áliti í samfélaginu. Er jaað ekki hámark tví- skinnungsháttarins, að það fram- feröi, sem þeir mikluðu sig af niöurlægöi okkur, en joó gátu þeir auðvitað ekki hrósaö sér af neinu nema einhver stelpan væri með í spilinu? Stelpurnar skiptust nokkuð í tvo hópa. Annars vegar þær, sem ætluðu sér að læra til einhvers ákveðins starfs og voru metnaðargjarnar. Hins vegar þær, sem sáu framtíðina fyrst og fremst í hjónabandi og hús- móðurhlutverki. Stelpur í þeim hópi voru ekki svo mjög hræddar við kynlíf, þær jióttust oft ,,negla“ stráka og krækja í þá með því að sofa hjá þeim og jafnvel verða ófrískar. I fyrrnefnda hópnum voru stelpurnar aftur á móti hræddari við, að barneignir stöðvuðu nám þeirra og þær sáu hjónabandið ekki fyrir sér sem algilda lífsaf- komuvon. Þær metnaðargjörnu jjoldu illa tilhugsunina um Jjann álitshnekki, sem j)ær mundu bíða við óskilgetið afkvænti. Ég var ein j)eirra, sem ekki mátti til þess hugsa að standa uppi með barnunga, enda hafði ég ekki heldur sterka fjölskyldu- aðstoð og ég vildi læra. Það tók samt mjög á taugarnar að halda aftur af sér, j)ví ég var alltaf öðru hverju yfir mig ástfangin. En j)að jíýddi ekki annað en setja ákveöin mörk. Auk j)ess sagði skynsemin mér, að ég væri fljót aö skipta um skoöun i ástarmálunum og betra aö taka enga áhættu. Svo, jíegar ég var búin að bæla jjannig niður eðlilegar hneigðir minar í 8 — 10 ár, j)á gifti ég mig. En j)á þurfti ég að fara að leysa kynhvöt mína úr fjötrum. Það gerist engin bylting við hjú- skaparsáttmála, þegar innræting þess, að kynlíf sé niðurlægjandi fyrir stúlkur hefur verið stöðug og markviss alla ævi. Eg var lika búin að lesa djarfar bækur með æðislegum lýsingum á þeirri óvitasælu, sem fullnæging veitti konum. Eg beit eftir að hlið Paradísar lykjust upp fyrir mér, en þegar ekkert slíkt gerðist læddist að mér grunur um, að ég væri eitthvað óeðlileg og það gerði mig ennjná óöruggari. Að ræða þetta við eiginmanninn flaug mér ekki í hug, til þess var ég alltof feimin við kynferðismál og var líka hrædd um, að hann kæmist að því, að eitthvað væri athugavert við mig. Til þess að hann grunaði ekkert, lét ég eins og ég nyti samfaranna og gerði mér upp ánægju, eftir því sem ég las í bókum, að konur brygðust við. Fyrst fundust mér þetta svik og við allt bættist sektartilfinning. Ég náði mér í allt lestrarefni, sem ég gat til að reyna að finna út hvað ég gerði rangt og ég var ákveðin i að reyna að bæta úr því. Ég las einhvers staðar, að heilinn stjórnaði fullnægingunni og til þess að ná henni fullkomlega þyxfti bæði þjálfun og æfingu. Hún kæmi alls ekki alltaf af sjálfu sér. Samlífið er uppbygging spennu, og fullnægingin er af- hleðsla þegar hápunkti er náð. Með tímanum vandist ég því, að kynlíf væri eðlilegt og fallegt, en ekki ósiðlegt, eins og ósjálfrátt hafði síast inn i huga minn, og eftir 5 ára hjónaband fór ég loks að hafa raunverulega ánægju af samförum. Karlmenn eru líka nokkurn tíma að læra að draga fullnægingu sína á langinn og bíða eftir konunni ef hún er ekki tilbúin. Kynlíf er mikilvægur þáttur í lífi okkar allra og hann verður að rækja. í mínum augum er það 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.