19. júní


19. júní - 19.06.1977, Page 30

19. júní - 19.06.1977, Page 30
heilagt og dásamlegt. Mér væri ómögulegt að vera með manni, sem ég þekkti varla og sem höfðaði ekki til mín á einhvern hátt. Ég felli mig ekki við að fara á dansleik og „pikka upp“ ein- hvern og einhvern. Eins og ég sagði áðan er kyn- lífið uppbygging spennu, þ. e. hleðsla, og kynningin er upp- hafið. Það þýðir ekki að byrja uppbygginguna í rúminu. Ef hún afhleðst áður en hámarki er náð, verður allt að flatneskju. Samlíf hjóna er oft vana- bundið og spenninginn vantar. Oftar er það konan, sem gerir til- raun til að byggja upp áhuga. Hún beitir kertaljósum og ilm- vatnsangan til að vekja áhuga hans. Ef hann er áhugasamari, þá ætlast hann bara til þess, að hún sé tilbúin líka, en gerir sjaldan mikið til að ganga í augun á henni. Karlmenn eru oft hirðu- lausir um útlit sitt og likama. Ég hugsa, að fæstir eiginmenn geri sér grein fyrir því, hvað margar eiginkonur halda fram- hjá. Þeir leika margir lausum hala opinberlega, en á meðan eru þær í friði með vini sína í leyni. Þeir halda alltaf, að „konan mín“ hagi sér ekki þannig. En þeir eiga sök á þessu, þar sem þeir eru oft tillitslausir í hjónabandinu og taka allt sem sjálfsagðan hlut frá konunni, bæði kynlífið og störfin á heimilinu. Ástkonum sínum færa þeir rósir og vin, en þeir gleyma því, að margir girnast þeirra eigin konur og rósirnar þeirra og viniö koma annars staðar frá. Kynhvötin minnkar ekki með árunum — hún vex. Konan verður sjálfstæðari og um leiö veit hún, að hún verður ekki tilfinn- ingalega háð þeim, sem hún hef- ur mök við. Konur um sextugt segja mér, að þær hafi aldrei haft meiri kynhvöt en þá, en það eru líka konur, sem hafa nennt að leggja rækt við hana. Það sem aðskilur menn og dýr er hugsunin. Dýr eðla sig einungis þegar æxlun á að fara fram, en maðurinn gerir það af ánægju. Eftir að ég skildi við manninn minn rúmlega fertug óx kynþörf min í fyrstu. E. t. v. má finna því sálfræðilega skýringu, tómarúm var ófyllt i lífi mínu. Hjónaband- ið var i rústum, en samt fann ég kynferðislega löngum til hans af því að hann var mér persónu- gerfingur reglubundins kynlífs. Sjómannskonum hefur e. t. v. tekist að venja sig við óreglu- bundið kynlíf, en þær vita líka, að þeir koma öðru hverju heim. En ekkjan eða sú fráskilda verða að finna sér einhvern félaga, sem eins er ástatt um. Ég tel mig hafa náð þeim þroska, að það geri hvorki mér né mínum félaga illt og tel mig hvorki verri né betri fyrir þess háttar samband. Ég er ekki að leita að eiginmanni, er ekki á „hjónabandsmarkaðnum“. En j)að getur tekið langan tíma að finna sér hæfan félaga. Og sú kona, sem hefur fundið jafnvægi í lífinu og er örugg er líka á verði gagnvart því, að hinn aðilinn reyni ekki að „slá cign sinni“ á hana. Kona, sem hefur sína eigin at- vinnu, framfærir sig sjálf. Þá er það einungis löngun til þessa ákveðna aðila, sem veldur því, að hún velur hann sem félaga. RÉÐI ÚRSLITUM Formaður kvenfélags á staðn- um var spurð hvort þær í félaginu myndu ekki fylkja sér um kven- frarnbjóðandann i prestskosning- unurn og svaraði hún því neit- andi. Um ástæðuna fyrir þeirri afstöðu sagði hún stutt og lag- gott: „Af því að hún er kona.“ Svona var pukrið mikið . . giftar konur áttu fremur að hafa mök við menn sína af skyldu en ánægju“ Ég er sextug, svo að það er kominn talsverður tími síðan ég var unglingur hér í Reykjavik. Þegar ég var að alast upp, mátti alls ekki tala um kynlrf. Stúlkur ólust upp við að það væri ljótt og ósiðlegt. Auðvitað var forboðið að gera neitt slikt fyrr en eftir giftingu og viðhor fiö var þannig, að giftar konur áttu fremur að hafa mök við menn sína af skyldu en ánægju. Það þótti almennt ekki viöeigandi að þær nytu kyn- lífsins. Mæður vinkvenna minna ræddu aldrei við joær um kyn- feröismál. En ég var svo heppin, að móðir mín var skynsöm og frjálslynd á joeirra tíma mæli- kvarða. Hún fræddi mig á ýmsu varðandi kynlifið og þar með að ef samlíf hjóna væri gott, og bæði nytu jjess vel, þá væru meiri likur á að hjónabandið yrði gott. Eg fór að segja vinkonum mínum joetta og þeim fannst hálfóviðkunnanlegt að hún skyldi hafa verið að tala um |3etta. Svona var pukriö mikið um jæssi mál. Það var því varla hægt að búast við |)ví, að margar |)essara kvenna ættu möguleika á að lifa eðlilegu ójtvinguðu kynlifi, sem jjær ga:tu notið eins og makar jjeirra. Karlarnir áttu að hafa ánægjuna og þær áttu að þjóna þörfum þeirra að jjessu leyti sem öðru, þegar þeir höfðu löngun til Við j)etta baittist svo óttinn við 28

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.