19. júní


19. júní - 19.06.1977, Síða 31

19. júní - 19.06.1977, Síða 31
sífelldar þunganir og barneignir, sem þá voru hættulegri en nú. En ég var eins og ég sagði í upphafi heppin að eiga móður, sem gaf mér það veganesti, að taka þessu eins og eðlilegum já- kvæðum þætti í lífinu. Og ég hef reynt að fræða börn mín, sem nú eru löngu uppkomin og gift, um kynferðismál eftir bestu vitund. Bæði synir mínir og dætur hafa leitaö til mín um upplýsingar og ráðleggingar um getnaðarvarnir og kynferðismál og þótt ég hafi Ég ólst upp á afskekktum sveitabæ og vandist þvi, að æxlun dýra væri eðlilegt fyrirbæri. Kynferöismál voru mér aldrei neitt stórmál, mamma sagði mér þegar ég spuröi, að fólk færi eins aö. Það getur vel verið aö krakkar i Jaéttbýli hafi fengið annað upp- eldi að þessu leyti. Þegar ég var 16—17 ára, var ég i heimavistarskóla. Við stelpurn- ar ræddum ekkert um kynferðis- mál. Strákar og stelpur voru auðvitað skotin hvert í öðru, en þau létu sitja við kossaflens og vangadansa. Fyrir 20—30 árum held ég aö fólk hafi, alveg eins og nú, lifað sinu kynlífi utan hjónabands. En það byrjaði ekki á því eins ungt og núna. Munurinn var líka sá, að þá mátti alls ekki tala um það. Lausaleiksbörn fæddust þá eins og nú, þótt foreldrarnir væru yfirleitt eldri. Þá var þó al- gengara en núna, að litiö væri niður á mæðurnar. En oft voru það konur, sem mest voru búnar að bergja af lífsbikarnum sjálfar, sem dæmdu aðrar harðast, |)egar þær sjálfar voru komnar í hjóna- sængina. Það gæti hafa stafað af litið meira en mína eigin reynslu af að miðla, hef ég veitt hana fúslega og gætt þess að láta aldrei eins og það sé óviðeigandi eða erfitt umræðuefni. Mér finnst ég auðugri fyrir að hafa haft þetta nána samband við börn mín og finna að þau hafa leitað til mín og trúað mér fyrir vandamálum sínum, án þess að óttast að ég svaraði þeim út úr eða hrinti þeim frá mér með for- dómafullu viðhorfi eða eigin feimni. sektarkennd fyrir að hafa ekki farið sjálfar eftir hinum ströngu reglum samfélagsins og voru þannig að þvo af sér fyrra hátt- erni með því að auglýsa ,,heiðvirl“ viðhorf sitt. En á siðustu árum hefur orðið bylting í umræðum um kyn- ferðismál. Og byltingar eru óæskilegar, því að þær slíta menningarlegar rætur. Áður fyrr mátti ekki nefna kynlif, nú snýst allt um það, unglingar verða að geta sannað það fyrir sjálfum sér og öðrum, að þeir séu engir gamaladags bjánar, sem hika við að vera með hverjum sem er. í öllum umræðunum um aukið frelsi í kynferðismálum, hefur al- veg gleymst að slá þann mikil- væga streng, að fólki verður að þykja vænt hvoru um annað til að kynlif sé gott og fallegt og veiti virkilega ánægju. Já, mér finnst hálf-óeðlilegt hvað kynlífið er orðið mikil tíska. Ein ástæðan fyrir þessu er sú, að unglingar eru farnir að neyta áf- engis mjög ungir, þeir hafa litið fvrir stafni og finna því ekki til- gang í lifinu. Orka þeirra beinist því mcira i þessa átt en áður. Fyrir fáum árum var ég á úti- skemmtun um verslunarmanna- helgi. Þá gekk ég fram hjá opnu tjaldi og i dyrunum sátu nokkur ungmenni og sungu. En bakatil í tjaldinu blasti við par i svefn- poka, önnum kafið í ástarleik. Það er ekki rétt þróun að drasla þannig meö kynlifið. Og fólk þarf líka að venjast saman. Það veitir ekki fullkomna ánægju að vera með einum í dag og öðrum á morgun, náið samband að öðru leyti er undirstaða. Þegar ég var um tvítugt skorti alla fræðslu i kynferðismálum og því miður er sú fræðsla ennþá í molum. Hægt er að fá ráðlegg- ingar á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, en krakkar eru sjálf- sagt feimnir við það. Krakkar úti á landi hafa áreiðanlega ennþá færri útvegi. Nýju grunnskólalögin gera ráð fyrir þessari fræðslu, en ég held að kennararnir þori almennt ekki að standa fyrir framan unglingana og fræða þá, þeir eru oft miklu feimnari og hræddari að ræða þessi mál en unga fólkið sjálft. Flest af minum börnum hafa verið látin sleppa þessum kafla í heilsufræðinni, en ein dóttir mín í sex ára bekk fékk nákvæmar út- listanir, þótt hún væri ekki talin fær um að læra nema 17 bókstafi allan veturinn. Mikilvægt er að veita fræðslu um getnaðarvarnir. Oft er það svo, að ef barn kemur undir eftir skamma kynningu, þá flýr hinn tilvonandi faðir. Ábyrgðin sem hann sér hilla undir veldur hon- um byrði. Ef hin ótímabæra þungun hefði ekki orðið, eru meiri likur á að sambandið hefði þróast áfram. Það er því mest um vert að fyrirbyggja barneignir sem ekki er til stofnaö að yfir- lögðu ráði. Eg er fylgjandi frjálsum fóstureyðingum, en vitanlega eru þær neyðarúrræði og geta verið skaðlegar heilsu kvenna. Aldrei neitt stórmál „Oft er það svo, að ef barn kemur undir eftir skamma kynningu, þá flýr hinn tilvonandi faðir“ 29

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.