19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 35

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 35
Kirche, Kiiche, svo hann var út- settur upp á nýtt og konur sendar heim. Kvenímynd eftirstríðsár- anna kristallast í The New Look sem franski tískuteiknarinn Christian Dior sendi frá sér 1947 og segja má að héldist án umtals- verðra breytinga öll kaldastríðs- árin. Lífsstykkin voru að vísu ekki jafn sársaukafull og áður, ný efni sáu fyrir því, en mittið var reyrt og brjóstin stoppuð og stílfærð með allskyns víravirki og tróði. Fötin urðu efnismeiri, hælar voru lengst af háir og tærnar mjókk- uðu þar til fóturinn breyttist í oddhvasst spjót. Þegar á heildina er litið hafa tískubreytingar verið mjög tíðar síðan í stríðslok, en þær hafa ekki verið að sama skapi stórvægileg- ar. Tískufrömuðir stórborganna teikna föt yfirstéttarinnar og al- menningur kemur í humátt á eftir, þótt sniðið sé ekki jafn glæsilegt og efnin ekki eins vönduð. Jafnframt þessu hafa 1962. framleiðendur fært sér í nyt hinn sívaxandi markað meðal al- mennings, frægir tískuhönnuðir teikna föt til fjöldaframleiðslu og jafnvel er hægt að fá keypt snið eftir þá fyrir lítinn pening. Þegar rofa tók til eftir þreng- ingar kalda stríðsins sáust þess fljótt merki í klæðaburði og eins og jafnan á umbrotatímum urðu fötin liður í baráttunni gegn ríkj- andi öflum og hugmyndafræði. Kínverska menningarbyltingin, kynþáttabaráttan, Víet-Nam, Parísaruppreisnin, svo eitthvað sé nefnt, höfðu djúpstæð áhrif á yn- gri kynslóðina og þau áhrif komu m. a. fram í nýrri tísku sem ekki var hönnuð af tískumeisturum Parísar. Krafan um virkni og völd fjöldans, náttúrulegra um- hverfi og margþættari lífsreynslu sprengdi af sér jakkaföt og bindi, brjósthaldara og pinnahæla. Stífpressaðar buxur og upp- stoppuð brjóst voru ekki lengur tákn fegurðar og yndisþokka. Fötin urðu mýkri og líkamlegri. Þau voru að vísu oft þröng en ekki reyrð, buxurnar sátu á mjöðmunum en voru ekki strengd- ar um mittið, skór löguðu sig að fætinum og hárið féll frjálst, laust við brilljantín og lakk. Pastellitir hurfu og i stað þeirra komu sterkir litir og náttúrulitir, ásamt náttúruefnum, ull og bómull. í fyrsta skipti um langan aldur urðu róttækar breytingar á klæðaburði karla, axlastoppið h\arf og litadýrðin jókst einnig hjá þeim. Gekk þetta svo fram af mörgum að háværar ræddir heyröust um að karlmennska þessara ungu manna væri ekki upp á marga fiskana. Minnti þetta tal á orðbragðið sem notað var við konur þegar þær fóru að ganga í síðbuxum. í kvenfata- tískunni frá þessum árum eru e. t. v. hot pants og mínipils eftir- minnilegust. Klæðaframleið- endum var að vísu ekki um jiá tísku gefið vegna þess hve lítið efni jrurfti i þessi föt, og voru Andófstíska ítrekaðar tilraunir gerðar til að koma síðum — maxi — pilsum inn á markaðinn. Uppreisnartíska þessi eða and- ófsklæðnaður hélt velli furðu- lengi og fékk jafnvel ítök langt inn í raðir góðborgaranna. Bak- slagið kom þó um siðir og ef litið er í tískublað eða búð þessi miss- erin er augljóst hvert stefnir. Efnahagsörðugleikar og vaxandi íhaldssemi koma greinilega í ljós í nýju tískunni. Komist hefur verið fyrir andófið og uppreisnar- tilraunir flestar bældar niður. Olíukreppa og atvinnuleysi bjóða ekki upp á bjartsýni og athafna- gleði. Nýja tískan hefur auðvitað ekki rutt joeirri gömlu algjörlega úr vegi, en athyglisvert er að sjá í hverju breytingarnar eru fólgnar, hvað er nýtt í tískunni. Mest ber á hvað föt eru fyrirferðar- og fyrir- hafnarmeiri og jafnframt stífari hjá karlmönnum. Hið eftir- sóknarverða vaxtarlag er að breytast, mittin mjókka, mjaðmir og brjóst stækka, stífir, stoppaðir brjóstahaldarar þykja ekki svo fráleitir lengur. Varir eru mál- aðar í dekkri litum og neglur rauðlakkaðar, flóknar hár- greiðslur virðast i uppsiglingu, t. d. var áberandi hversu algengara það var í Reykjavik i vetur en í fyrra að konur væru með ,,lagt“ Framhald á bls. 41 33

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.