19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 42

19. júní - 19.06.1977, Qupperneq 42
Landsfundur KRFI 1976 Kjórða hvert ár er haldinn landsfundur K.R.F.l. og er hann sóttur af fulltrúum aðildarfélaganna. Fundurinn var settur að kvöldi 18. júní að Hótel Sögu en framhaldið tvo næstu daga að Hall- veigarstöðum. Aðalumræðuefni fundar- ins var: „Uppeldi og starfsval á jafnréttisgrundvelli." Frummælendur voru: Marta Sigurðardóttir, fóstra, og Herdís Egils- dóttir, kennari, er ræddu um frum- bernsku og forskólaskeið. Kristín Tómasdóttir, kennari og Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri, fjölluðu um skyldunámsstigið og Guðrún Halldórs- dóttir, skólastjóri, um menntun og starfsval. Að framsöguerindunum loknum skiptust fundarmenn í þrjá starfshópa og ræddu þessi málefni frá ýmsum hliðum, skiluðu áliti er lögð voru fyrir sameigin- legan fund landsfundarfulltrúa og að lokum samþykkt í þeirri gerð er hér birt- ist. Niðurstöður frá starfshópi um: RFS- FRUMBERN SKU OG OG FORSKÓLASKEIÐ Lagalegt jafnrétti karla og kvenna er nær algert hér á landi (sbr. lög um skólakerfi, 1974/lög um jafnrétti kvenna og karla, 1976 o. fl.). Við leggjum rika áherslu á að foreldrar ali börn sín upp á jafnréttisgrundvelli frá frumbernsku, að telpur og drengir fái sömu hvatningu í leik og námi og þau verði alin upp til að verða sjálfstæðir þjóðfélagsþegnar. Bernskan er mikilvægasta mótunar- skeiðið, þess vegna teljum við nauðsyn- legt að veita á grunnskólastigi fræðslu um hlutverk foreldra og heimilis í anda jafnréttis og jafnstöðu. Við teljum það rétt barna að þau séu i umsjá foreldra a. m. k. fyrstu þrjá mán- uðina eftir fæðingu og að fæðingarorlof verði fellt inn í tryggingakcrfið. d'aka ber fullt lillit til þarfa barna í þjóðfélaginu m. a. með sveigjanlegum vinnutíma forráðamanna jreirra og að þeir eigi þess kost að annast börn sín í veikindum þeirra. Við teljum það rétt allra barna i nú- tímasamféiagi að ciga kost á dviil á góðu dagvistarheimili (leikskóla eða dag- hcimili). I'æplega er unnt að tala um jafnan rélt og jafna stöðu karla og kvénna hér á landi nú ef tekið er mið af ástandi í dagvistarmálum. Við skorum á stjórnvöld að þessi mál fái algeran for- gang og að gerð verði könnun um land allt á raunverulegri þörf fyrirslík heimili. í samræmi við niðurstöður þeirrar könn- unar verði gerð áætlun, sem endurskoðuð verði að fimm árum liðnum. Markmiðið sé að þörfinni fyrir dagvistun verði full- nægt á þróunaráratug Sameinuðu þjóð- anna (1975— 1986) um málefni kvenna. Nauðsynlegt er að móta framtíðar- stefnu, sem tengi betur en nú er dag- vistarheimili og grunnskóla. A dag- vistarheimilum verði unniö eftir starfs- áætlun og þau felld að hinu almenna fræðslukcrfi. Börnin njóti þar kennslu eftir þroska t. d. í lón- mynd- og verkmenntun til að fullnægja sköpunarþörf sinni. Fundurinn skorar á fræðsluyfirvöld og fjárveitingarvald að lengja dvöl barna í sex ára bekk úr einni og hálfri klukku- stund í fjórar á dag og í viðbótar- tímanum verði lögð áhersla á þær grein- ar, sem nefndar hafa veriö hér að framan. Við styðjum þá kröfu þeirra, sem við fóstrustörf eru að fá ákveðinn tíma á viku hverri til að undirbúa daglegt starf og til fundahalda með starfsfólki heimilanna og forráðamönnum barna, er við teljum mjög mikilvægt. Niðurstöður frá starfshópi um: SKYLDUNÁMSSTIGIÐ. Starfshópur, er fjallaöi um skyldu- námsstigið lagði áherslu á, að skólastarf miði að því aö nemendur verði sjálf- stæðir hugsandi einstaklingar, er geti lifað í og aðlagast sibreytilegu þjóðfélagi, þar sem æ ríkari kröfur eru gerðar til þess að hver einstaklingur geti notiö réttinda og uppfyllt skyldur. Til að grunnskólinn verði þessu hlut- verki vaxinn er m. a. þörf á eftirfarandi: 1. Endurskoðun og endurnýjun náms- efnis (bækur: texti/myndir — svo og öll önnur kennslugögn) með tilliti til fullrar jafnstöðu og jafnréttis kynj- anna. 2. Sama námsefni skal vera fyrir bæði kynin: drengir ogstúlkur vcrði saman í öllum kennslustundum í verklegum og bóklegum greinum, heimilisfræði og íþróttum. 3. Verklegar greinar skulti á sama hátt og bóklegar vera skylda fyrir alla nemcndur jafnt. 4. Námsskrá i leikfimi ber að endur- skoða með lilliti til þess að drcngir og stúlkur verði saman í leikfimi og íþróttum — la-ri sömu æfingar og þjálfi mýkt og þol. 5. Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga skulu ásamt kennurum þegar i upphafi skólagöngunnar vinna saman að uppeldi, er miði að jafnrétti og jafnstöðu kynjanna og sé timi ætlaður til þess i starfsáætlun skóla. 6. Stefna skal að því aö dagleg skóla- ganga verði hæfilega löng og sam- felld, að nemendur eigi kost á nær- ingu i skólanum og geti undirbúiö sig þar fyrir næsta dag. Starfshópurinn beinir þvi til stjórnar Kvenréttindafélags íslands, að hún vinni að þvi að rikisfjölmiðlar taki upp fræðslu um jafnrétti og jafnstöðu i skólum sé og annars staðar i samfélaginu. Niðurstiiður frá starfshópi um: STARFSMENNTUN OG STARFS- VAL. Landsfundur K.R.F.Í. hvetur foreldra og forráðamenn barna til sem mestrar sam- vinnu um uppeldi og umönnun barna þeirra og bendir á nauðsyn þess að börn venjist sem fyrst þeirri hugsun að karlarog konur hafi sörnu skyldur við þjóðfélagið og sama re'tt til náms og starfs. Fundurinn hvetur foreldra til að veita börnum sin- um jafna uppörvun til að afla sér menntunar og velja sér lifsstarf, er svari sem bcst til hæfileika þeirra og getu. Fundurinn brýnir fyrir uppalendum að vinna gegn þvi viðhorfi að stúlkur velji sér nám og starf með hliðsjón af hugsan- legum hjúskap og barneignum. Landsfundur K.R.F.I. skorar á sam- félagið í heild að stuðla að þvi i reynd, að báðum kynjum verði gert kleift að sam- ræma nám og starf barnauppeldi og umönnun; m. a. mcð sveigjanlegum vinnutima, auknum möguleikum á dag- vistun fyrir börn, skóladagheimilum og einsetningu skóla. Fundurinn leggur eindregiö til að börnum verði sem fyrst á skólagöngu sinni gefið færi á að kynnast hinum ólíkustu starfsgreinum svo að þau geti betur gert sér grein fyrir þvi hverra kosta er völ i námi og starfi. Enn fremur aö verklegri og bóklegri menntun sé gert jafn hátt undir höfði og að efld verði námsráðgjöf og leiðbeiningar um starfs- val. Það er álit fundarins, að með breyttri tilhögun iðnnáms og annarrar verk- menntunar væri unnt að fjölga mjög valkostum karla og kvenna til náms og starfs. Landsfundur K.R.F.Í. telur brýnt að auka fræðslu fyrir fólk á öllum aldri í sjónvarpi, útvarpi, bréfaskólum, náms- flokkum og á vegum ýmissa félagssam- taka. Fundurinn telur að miða verði við 40

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.