19. júní - 19.06.1977, Page 43
það, að slikt nám geti aukið starfsréttindi
í einhverri mynd. Fundurinn hvetur enn
fremur til samvinnu að þvi sameiginlega
markmiði að efla starfsþekkingu, endur-
menntun, þar sem hennar er þörf og
stuðla þannig að aukinni lifsfyllingu
fólks, jafnt karla sem kvenna.
Landsfundur K.R.F.I. leggur til að aukin
verði fræðsla á vegum atvinnuveganna
og fólki þannig gert kleift að fylgjast með
nýjungum í starfi. Fundurinn leggur
áherzlu á rétt einstaklingsins til atvinnu
alla starfsævi sína og að fólki, sem
þarfnast endurmenntunar, gefist kostur á
tímabundnum leyfum frá störfum án
tekjuskerðingar, til þess að afla sér henn-
ar. Fundurinn leggur einnig til að ríkis-
fjölmiðlarnir auki upplýsingar um rétt-
indi og skyldur, sem fylgja aðild að
stéttafélögum og geri fólki ljósa félags-
lega stöðu sina.
Landsfundur K.R.F.Í. skorar á konur að
hasla sér völl á öllum sviðum þjóðlífsins
og vinna ótrauðar að því að þjóðfélagið
taki breytingum, er geri öllum ein-
staklingum fært að velja lifsstarf við sitt
hæfi og stunda það samhliða umönnun
þeirra er landið eiga að erfa.
A landsfundinum var samþykkt að
senda eftirfarandi áskorun:
Landsfundur Kvenféttindafélag
íslands, haldinn að Hallveigarstöð-
um i Reykjavik dagana 19. til 20. júní
1976, skorar á Skólarannsóknadeild
Menntamálaráðuneytis og Rikisút-
gáfu námsbóka að láta endurskoða
allt kennsluefni á grunnskólastigi
með tilliti til jafnstöðu kynjanna.
Jafntframt skorar fundurinn á
Menntamálaráðuneytið að fella inn i
námskeiðahald fyrir kennara við
grunnskóla sérstök námskeið um
jafnréttis- og jafnstöðumál.
Á landsfundinum starfaði sérstakur
hópur er ræddi um innra starf félagsins
og framtiðarverkefni þess, hvort nafn
þess ætti lengur rétt á sér, nafnið á ársriti
félagsins væntanlegt 70 ára afmæli
K.R.F.f. i janúar 1977 og hvort ekki væri
aðkallandi að skrá sögu þess. Niður-
stöðum af umræðu hópsins var beint til
stjórnarinnar til athugunar og úrvinnslu.
Á landsfundinn kom Sigríður J.
Magnússon, er lengi var formaður
félagsins og fulltrúi þess í stjórn alþjóða-
samtaka kvenna (I.A.W.) og hefur viða
komið fram erlendis fyrir hönd þess. Hún
er nú heiðursfélagi og var hyllt af
fundarmönnum og þökkuð störf í þágu
K.R.F.f.
Sigriður lagði til að félagið endur-
nýjaði við póstmálayfirvöld fyrri tilmæli
um útgáfu frímerkis með mynd Brietar
Bjarnhéðinsdóttur.
Föt - tíska - föt
Framhald af bls. 33
hár. Efnismikil pils og blúndu-
lögð undirpils auka umsvif í
klæðaframleiðslu og támjóu
skórnir hafa verið endurvaktir og
munu glæða viðskiptin joví
þannig skór endast mun skemur
en þeir sem falla eðlilega að
fætinum. Litavalið er einnig að
breytast, pastellitir eru komnir
aftur og hvít föt eru mikið fram-
leidd, en þetta kallar auðvitað á
stóraukið viðhald. Fyrirmyndir
virðast oft sóttar til áranna i kring
um 1950, og á slíkt reyndar við á
fleiri sviðum en í klæðaburði.
Agæt aðferð til að athuga hvað
er að gerast og hvert stefnir er að
grafa upp svo sem 4 — 5 ára gam-
alt kvennablað og bera það sam-
an við annað nýtt. Hér á landi
apa blöð flest sitt eftir útlendum
blöðum, en stór erlend tímarit,
svo ekki sé talað um fata- og
snyrtivöruframleiðendur, nota
ekki happa- og glappaaðferðina
þegar þeir setja framleiðslu sina á
markaðinn. Gerðar eru margvís-
legar athuganir á þjóðfclags-
ástandinu á hverjum tíma og
framleiðslu og sölutækni bcitt í
samræmi viö niðurstöðurnar.
Útlits- og tískuforskriftir, handa-
vinnu- og mataruppskriftir hafa
orðið þvi flóknari og fyrirhafnar-
meiri eftir þvi sem efnahags-
örðugleikar iðnaðarrikjanna hafa
vaxið og atvinnuleysið aukist. Á
næstunni þarf því almenningur,
og þó einkum og sér í lagi konur,
ekki aðeins að standa vörð um
afkomu sina og atvinnuöryggi
heldur einnig likama sinn og
heilbrigði. Á támjóum skóm með
pinnahælum leggjum við varla í
gönguna miklu, hvað þá að von sé
til að okkur miði nokkuð áfram.
ram.
Elisabet Gunnarsdóttir.
Þarf að ala stráka ...
Framhald af bls. 23
beint að móðurinni, en frá
föðurnum t.d. i flestum
barnabókum.“ — „Ábyrgðin af
börnunum látin hvíla á móður
eða þær taka hana á sig. Það þarf
að skipta ábyrgðinni milli
foreldra."
Hvernig haldið þið að staðan í
jafnréttismálum verði t.d. þegar
þið verðið um fimmtugt?
Þeim finnst óratimi þangað til
og þá verði aðrir tímar. — „Kon-
ur eru svo deigar á vinnu-
markaðinum núna og sætta sig
við lág laun fyrir mikla vinnu.
Kannske munum við stíga skref í
átt til meira jafnréttis í
atvinnulífinu.“
— „Svona umræður eru
gagnlegar. Ætti að setja af stað
umræðuhópa og vekja konur til
umhugsunar um sjálfar sig.“ —
„Það hræðilegasta sem gæti
komið fyrir mig væri ef ég settist
bara inn í eitthvert hús og léti
karlinn vinna fyrir mér.“
— „Mamma er að brjótast út
úr þessu.“
41