19. júní - 01.03.1994, Side 4
„Vantar fleiri meðvitaðar konur"
Texti: Valgerður Katrín Jónsdóttir
Það fer að styttast í sveitarstjórnarkosningar og undirbúningur ífullum gangi. Hlutfall kvenna í
valdamestu stöðum stjórnmálanna er lægra hér á landi en t.d. á hinum Norðurlöndunum eins og
meðfylgjandi tafla sýnir. Konur sóttu pó á í kosningum 1990 miðað við kosningarnar 1986, voru
28,9% í kaupstöðum en urðu 31,5% afkjörnum sveitarstjórnarmönnum í kaupstöðum. Best er
staðan á höfuðborgarsvæðinu en par eru konur nú 45% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. En ef lit-
ið er á stöðuna um land allt lækkar talan verulega. Þannig var hlutfallstalan 19% árið 1986, en
22% 1990. Á vegum Kvenréttindafélags íslands og Jafnréttisráðs hefur verið starfandi starfshópur
frá pví í haust til að stuðla að pví að fjölga konum í valdastöðum stjórnmálanna. í hópnum eiga
sæti Bjarney Bjarnadóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðný Benediktsdóttir, Ása María Björnsdótt-
ir, Ingveldur Ingólfsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Ragnheið-
ur Harðardóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Stefanía Traustadóttir og Þórunn Gestsdóttir. 19. júní
mælti sér mót við Lilju Ólafsdóttur sem er í forsvari fyrir hópinn.
U Danmörk
□ Finnland
E3 ísland
□ Noregur
□ Svíþióö
Nefndir a veg
Ríkisstjórnir um ríkisins
Sveitarstjormr Þing
4