19. júní


19. júní - 01.03.1994, Qupperneq 11

19. júní - 01.03.1994, Qupperneq 11
Blaðamaður 19. júní hitti doktor Sigrúnu Júlíusdóttur lektor í félagsfræði við Há- skóla Islands að máli í skrifstofu hennar í Odda og tilefnið var doktorsritgerð henn- ar, sem getið er um hér annars staðar á síð- unni, Bjargráða fjölskyldan í íslensku þjóð- félagi. Sigrún Júlíusdáttir hefur unnið með jjölskylduna á einn eða annan hátt na>r allan sinn starfsferil sem félagsráðgjafi jrái því hún koni heim firá námi í Svíþjóð í hyrjun áttunda áratugarins. Hún er í hópi frumkvöðla fiölskyldumeðferðar hér á landi. Hún byijar á því að skýra hvað hún á við með orðunum bjargráða fjölskylda. Sigrún: Það er fjölskyldan sem bjargar sér. Sú sem ræður við tilveruna og veldur verkefnum sínum. I upphafi starfsferils míns vann ég með mjög veikar fjölskyldur. Og flestar rannsóknir á samskiptum í fjöl- skyldum byggðust upphaflega á rannsókn- um á fjölskyldum þar sem einhver var veikur. í gegnum það afbrigðilega sjáum við oft skýrari mynstur. Það auðveldar greiningu samskipta sem eru ekki nógu góð að skoða samskipti sem eru beinlínis brengluð. Fyrir 1970 var það hin hefð- bundna aðferð í geðlækningum að reyna að meðhöndla hinn veika einstakling út af fyrir sig í samtalsmeðferð eða með því að gefa honum lyf en upp frá því var farið að gera tilraunir með að fá alla fjölskylduna í meðferð. Þá var farið að líta svo á að með því að skoða samskiptin innan fjölskyld- unnar mætti hafa áhrif á samspil einstakl- mganna og bæta líðan þeirra sem liðu mest fyrir ágallana. Ég fór svo í mastersnám til Bandaríkj- anna þar sem ég lagði sérstaka áherslu á bjóna- og fjölskyldumeðferð og eftir að ég kom heim þaðan fór ég að reyna að beita þess háttar aðferðum enn frekar hér og sömuleiðis að kenna fjölskyldumeðferð. Upp úr þessu fór fræðilegur áhugi minn að vakna fyrir alvöru. Mig fór að langa til að skoða hlutina sjálf og nýta eigin reynslu. Ahuginn fyrir normalfjölskyldunni svo- kölluðu fór einnig almennt vaxandi og á árunum 1985 - 89 tók ég þátt í norrænu rannsóknarstarfi ásamt Gylfa Amundssyni sálfræðingi undir yfirskriftinni Samliv i Norden. Við Gylfi skiluðum af oltkur áfangaskýrslu sem heitir íslensk parsam- bönd - ást, börn og atvinna og það má segja að í þeirri skýrslu sé sprotinn að doktorsritgerðinni. Bhn.: Eru engin sérstök vandamál sem koma upp við að rannsaka jafn almennt og flókið Jyrirbœri og fiölskyldan er? Sigrún: Jú vissulega, vandamálin eru mörg. Allar rannsóknir á manneskjunni snerta t.d. siðferðileg álitamál. Og ég fann glöggt fyrir þeirri togstreitu sem skapast af starfi rnínu sem ráðgjafi þegar ég var kom- ln 1 hlutverk rannsakandans. Maður er orðinn svo langþjálfaður í að skipta sér af, þannig að stundum klæjaði mig í fingurna að grípa inn í og fara dýpra niður í málin þar sem ég sá eitthvað athugavert í sam- skiptum viðmælenda minna. En hendur rannsakandans eru bundnar. Líka þegar greinilegur háski er á ferðum. Tvenns konar fjölskyldnr í landinu Blm.: Nú ert þú meðþennan langa starfi- feril að baki sem fjöskylduráðgjafi og þekkir vel hvers kyns vandamál sem íslenskar jjöl- skyldur eiga við að glíma. En er það samt eitthvað sem kemur þér sjálfri á óvart í nið- urstöðum þínum? Og þó að margvís- leg óánægja þeirra komi oft í Ijós vegna þess að þær geta ekki nýtt sér menntun stna sem skyldi þá segja þær samt að þetta sé þeirra val. „Ég vil eiga þetta heimili, þetta húsr þessi börn." Sigrún: Já. Það sem kom mér á óvart var að ég skyldi sjá jafn skýrt og raun varð á að það eru tvenns konar fjölskyldur í landinu. Ég vil helst ekki nota stéttahugtakið en það fer samt nálægt því að skýra það sem ég á við. Islenskar fjölskyldur búa við tvenns lags skilyrði sem skipta sköpunr um það hvort þær ráða við vandamál sín eða ekki. Það eru bæði innri og ytri skilyrði sem um er að ræða. Það konr mér á óvart að ég skyldi sjá þetta svona skýrt. Blm.: Hvað áttu við með ytri og innri skilyrði? Sigrún: Með ytri skilyrðum á ég við op- inberar aðgerðir og aðbúnað fjölskyldna á íslandi. Við vitum að það er verr búið að íslenskum fiölskyldum en t.d. jjölskyldum annars staðar á Norðurlöndum. Viðhorfið til fjölskyldunnar er annað. Það er svo ÁR FJÖLSKYLDUNNAR mikil þversögn í okkar samfélagi af því við viljum bæði í ræðu og riti sífellt vera að gefa okkur út fyrir að vera svo hlynnt börnum, vilja veg barna sem mestan og tölum um þau sem fjársjóð til framtíðar o.s.frv. En svo er allt okkar raunverulega framlag til barna sem speglar hið gagnstæða. Og ef íslensk menningarsaga er skoðuð þá má sjá hvernig litið hefur verið á börn fyrr á öldum. Börn voru dýrmæt meira og minna sem vinnuafl eða eitthvað sem hafði gildi í lífinu fýrir for- eldrana en ekki fyrir þau sjálf. Blm.: Viltu þá meina að hin fornu gildi séu enn við lýði og það sé á ábyrgð hverrar fjölskyldu jyrir sig en ekki samfélagsins að koma upp sínurn eigin börnum. A.m.k. í meira mœli en í nágrannalöndunum? Sigrún: Já. Blm.: Þín rannsókn ruer til þeirra fiöl- skyldna sern kornast vel af þrátt fyrir það að hin ytri skilyrði séu á ýrnsan hátt etfið. Hver eru helstu einkenni bjargráða fjöl- skyldna í íslensku samfélagi? Sigrún: Það er þokkalegur efnahagur, þar sem heimilisfaðirinn vinnur oftast meira en fullt starf en móðirin hlutastarf. Parið leggur venjulega mjög hart að sér við að koma sér upp góðu húsnæði. Hún ber höfuðábyrgð á uppeldi og velferð barnanna sem oftast eru tvö til þrjú. Og það kemur rnjög skýrt fram í rannsókn minni að kon- urnar eru að meðaltali með meiri menntun en á við unr íslenskar konur almennt. Blm.: Menntun? Erurn við þá famar að rceða innri skilyrðin? Sigrún: Já. Konurnar í bjargráða fjöl- skyldunni eru almennt með meiri mennt- un samtímis og þær nota hana almennt minna í starfi utan heimilis. Og þá er komið að hollustuhugtakinu, því þó að þær séu oft sáróánægðar með að geta ekki nýtt sér menntun sín& eins og hugur þeirra stóð til þá er hollustan við fjölskylduna svo rnikil að þær eru tilbúnar að setja sjálfar sig til hliðar og fresta sínum persónulegu þörf- um, eins og eigin starfsframa t.d., til þess að tryggja það að þessi tvö eða þrjú börn sem þær gjarnan vilja eiga komist örugg- lega af. Og þó að margvísleg óánægja þeirra komi oft í ljós vegna þess að þær geta ekki nýtt sér menntun sína sem skyldi þá segja þær samt að þetta sé þeirra val. „Ég vil eiga þetta heimili, þetta hús, þessi börn.“ Og svo bæta þær við: „A meðan samfélagið er eins og það er, þá get ég ekki gert það nema með þessurn hætti og þess vegna vel ég það.“ Jákvæð viðhorf lil uppcldisstctla en . . . Blm.: Þannig að ef samfélagið byði upp á betri skilyrði fyrir fjölskylduna þá rnyndi „þeirra val“ líta öðru vísi út? 11

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.