19. júní


19. júní - 01.03.1994, Síða 28

19. júní - 01.03.1994, Síða 28
FrEFÁNWTf Örlög „stórra" kvenna - í fatamálum! Utsala! Utsala! útsala! Þetta orð glymur í eyrum og blasir við augum í nokkra mánuði á ári hverju og fólk hrúgast í verslanirnar í þeirri von að geta gert góð fatakaup — sparað peninga. Einn er sá hópur sem stynur við þegar útsölur byrja en það eru há- vaxnar, stundum þybbnar konur, en fyrir þær eru útsölur greinilega ekki. En, miðast allt við útsölur? Svarið við þessari spurningu er auðvitað nei en óneitanlega er erfitt fyrir stórar konur að lifa í þeirri veröld sem tískuhönn- uðir miða við, þ.e.a.s. að allir séu sniðnir í sama mót með 10- 15% tilvik til eða frá. Fyrir tveimur áratugum eða svo voru það nánast ömurleg örlög fyrir stúlku að vera hærri en „normið" og að standa eins og símastaur upp úr hópi félaga sinna. Þá var ekki jafn algengt að stúlkur væru hærri en t.d. 1,75 m eins og í dag. Með vaxandi velsæld (það hlýtur að vera ástæðan) sjást æ fleiri stúlkur og konur sem bera hæð sína með gleði, sennilega m.a. vegna þess að þær eru ekki lengur einar um að vera svona „stórar“ eins og stundum er sagt um hávaxnar konur. Hvernig í ósköpunum stendur þá á því að verslunareigendur virðast ekki koma auga á þennan hóp mögulegra viðskiptavina? Að vísu eru einstaka verslarnir sem hugsa til þessara kvenna og til eru nokkrar, kannski tvær eða þrjár, sem sérhæfa sig í fatnaði fyrir „stórar“ konur, sem höfundur þessa pistils kýs að kalla há- vaxnar konur, því um þær er verið að fjalla hér. Galli er þó á gjöf Njarðar því fatnaðurinn, sem í slíkum verslunum fæst, er oft miðaður við myndarlegt holdarfar frekar en að stærðin sé í áttina að tunglinu. I’ar af leiðir að ermasídd er hættulega lítil og heldur nærri olnbogum en smekldegt get- ur talist fyrir ermar sem eiga að ná niður að úlnlið og buxna- síddin minnir stundum á grínmynd af einstaklingi sem vaxinn er uppúr buxunum - þær ná aðeins niður fyrir miðja kálfa! Annar þáttur í örlögum kvenna, sem hávaxnar eru, er endalaus leit að skófatnaði. Eðli hlutanna samkvæmt hlýtur hávaxinn einstaklingur að hafa fótastærð í samræmi við hæð sína og til skamms tíma var nánast ekki unnt fyrir konur (þær sem ná nær tunglinu en hinar) að fá mátulega skó hér á landi. Sumar þessara kvenna gripu til þess örþrifaráðs að ganga í of litlum skónt en lesendur get rétt ímyndað sér hvers konar kvöl það er og má vísa til þess siðs, sem eitt sinn var viðhafður í Asíu, er fætur kvenna voru reyrðir til þess að minnka þá. Bein fóta þeirra aflöguðust og fórnin sem færð var til að undirstrika „kvenleika“ þeirra gerði það að verkum að þær gátu lítið sent ekkert gengið, að ekki sé minnst á sársaukann sem þessi ómanneskjulega aðgerð hafði í för með sér. Ein skóverslun hér á landi býður skófatnað fyrir konur sem nota skó í stærri núm- erum en „normið" og er það hið besta framtak en meira þarf til. En hópurinn sem þessi lýsing á við fer sístækkandi og nægir að líta í kringum sig á mannamótum til þess að sannfærast um það að óplægður akur leynist hér á landi fyrir verslunareigend- ur er vilja laða fram gleðibros á andlitum kvenna sem dreymir um að geta „dottið inn á útsölur" eins og hinir og keypt sér fatnað á sama grundvelli og fólkið sem flokkast undir það að vera í meðalstærð! E.I. Hugleiðing 28

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.