19. júní - 19.06.1994, Side 4
kosningarétti kvenna og svo aftur á fyrri
hluta áttunda áratugarins þegar Rauð-
sokkahreyfingin var upp á sitt besta.
Þessar tvær stóru jafnrétdsbylgjur færðu
íslenskar konur vel fram á veg. Sú fyrri
veitti konum þau grundvallarréttindi að
hafa áhrif á stjórnmál landsins og verða
þannig afl sem þurfti að taka tillit til og
mátti hræðast. Síðari bylgjan skall óvægi-
lega á stöðnuðum viðhorfum, fordómum
og rótgrónum venjum um hvað hvoru
kyni bæri og sæmdi að gera, hugsa, segja
og vilja. Hrikti víða í hjónabandsstoðum
geta leyft sér að hafa. Við viljum líka að
þeir taki þátt í öllu. Engan sér lúxus fyrir
suma hér. Eitt rekur sig á annars horn.
Karlar hafa verið tregir til að láta af ýmsum
dekursiðunt sem mæður þeirra létu eftir
þeim og þeir sáu feður sína njóta. Smábörn
og krefjandi vinna á framabraut keppa sí-
fellt um krafta foreldranna. Konurnar
þurfa að leggja sig tvöfalt fram til að keppa
við karlana um tækifæri og þeirn finnst öll
spjót standa á sér. Konum finnst þær oft
útundan í hópi starfsbræðra. Körlunum
líður oft best í sínum hópi. Það á jafnt við
um karla sem yfirmenn og karla sem sam-
starfsmenn. Mörgum þeirra veldur það
óþægindum að fá konur í hópinn og þeir
kunna ekki að umgangast þær eins og jafn-
ingja. Þegar vinna dregst saman missa kon-
urnar hana oft á undan körlunum. Astæð-
urnar má oft finna í skekktri samkeppnis-
stöðu kynjanna vegna þeirra atriða sem
talin eru upp hér á undan.
Uff, þvílíkt ástand. Allt ómögulegt! Há-
værar raddir um bakslag og að verið sé
markvisst að koma konunum út af vinnu-
nrarkaði.
En er það svo? Er raunverulegt bakslag í
jafnréttisbaráttunni á Islandi? Getur ekki
verið að þetta sé sama, gamla nöldrið yfir
göllum ríkjandi ástands? Við skulurn reyna
að líta til baka og skoða ástandið á nokkr-
um tímabilum.
Upphar jainréttislireyringar
Vesturlanda
Árið 1840 stóðu bandarískar konur í
fylkingarbrjósti við hlið karla í baráttu fyrir
réttindum blökkumanna. Noklerar þeirra
tóku sér ferð á hendur alla leið til Englands
til að sitja heimsþing þeirra er beittu sér
fyrir afnámi þrælahalds. Þar urðu þær fyrir
þeirri reynslu að vera meinað að sitja þing-
ið einungis á þeim forsendum að vera ekki
karlar. Eftir mikið þref fengu þær að sitja
bak við tjöld og hlýða á málflutning karl-
anna en urðu sjálfar að þegja og máttu
ekki sjást. Sú fullkomna fyrirlitning sem
þær upplifðu á heimsþingi höldnu til bar-
áttu fyrir frelsi minnihlutahóps (ef til vill
hafa hvítu karlarnir aðeins ætlað sér að af-
nema þrælahald á svörtum körlum) varð til
þess að þær stofnuðu átta árum síðar sam-
tök til að berjast fyrir réttindum kvenna.
Þær settu pólitísk réttindi á oddinn, því að
þau voru lykillinn að áhrifum á samfélagið.
Um baráttuna skrifar Shulamith Firestone:
The history of the struggle for suffrage alone is an
account of tooth and nail opposition from the most
reactionary forces in America.
(Firestone, Shulamith: „The Women’s Rights Mo-
vement in the U.S.: A New View. “ Woices from
Womens Liberation, bls. 436.)
Þegar kom að því að konurnar krefðust
Á fiiiimtugsafinæli
I ár er lýðveldið okkar fimmtugt. Rétt
eins og flestir menn staldra við á slíkum
tímamótum og spyrja sjálfa sig hversu vel
þeim hafi tekist til það sem af er og hvort
þeir séu ánægðir með stöðu sína í lífinu lít-
ur þjóðin nú yfir farinn lýðveldisveg. Það
líður líka að aldamótum og því ekki úr
vegi að líta um öxl yfir tuttugustu öldina
sem senn er að baki.
Konur hafa verið að sækja fram á flest-
um sviðum alla öldina og náð nokkuð
góðum árangri. Sóknin hefur þó ekki stað-
ið jafnt og þétt allan tímann heldur hafa
komið tímabil stórra framfara en lægðir og
lygnur á milli. Hæst reis jafnrétdsumræðan
í upphafi aldarinnar þegar barist var fyrir
þegar tekist var á um hefðbundin yfirráð
karlsins og nývakið sjálfstæði konunnar.
Konur slitu sig allvel lausar úr viðjum
vanans. Vopnaðar menntun og getnaðar-
vörnum og brynjaðar nýjum viðhorfum
gerðu þær tilkall til þátttöku á öllum svið-
um þjóðlífsins, undanbragðalaust.
Eftir Lilju Ólafsdóttur,
aðstoðarmann forstjóra Skýrr
Við viljuin allt
Að venju sjá menn gallana á því sem
þeir hafa en ímynda sér framtíðina í rós-
rauðum bjarma ef sýnilegum vanda væri
rutt úr vegi. Það reynist sjaldan svo og eins
fór hér að ný vandamál skutu upp kollin-
um. íslenskar konur láta ekki segja sér að
velja á milli fjölskyldu og starfsframa eins
og víða annars staðar á Vesturlöndum. Við
viljum allt, að minnsta kosti allt sem karlar
Kvennahreyfing á
breytingaskeiði?
4