19. júní - 19.06.1994, Síða 9
„Launamisrétti
aldrei eins mikið"
Bjarnfríður Leósdóttir hefur
tekið þátt í baráttu kvenna fyr-
ir bættunt kjörum frá því hún
var ung stúlka. „Fyrstu veru-
legu afskipti mín af verkalýðs-
málum var að taka þátt í ólöglegu verkfalli í
síldinni. Þá var ég gift kona og móðir. Þá
var ekki til siðs að giftar konur ynnu úti, en
við vorum margar sem blupum í síld á
haustin til þess að ná okkur í einhvern auka-
pening. Atvinnurekendur neyddust til að
semja við okkur og ég var sett í samningan-
efnd, fór til Reykjavíkur, og satt að segja
varð ég mjög undrandi og reið þegar
ég fann hvernig átti að koma fram
við okkur. Eftir þetta varð ekki aftur
snúið. Eg hef alltaf verið mjög áköf
og af því að ég er kona hef ég verið
talin frekja. Ég hef alltaf farið eftir
sannfæringu minni og réttlætis-
kennd. Meðan ég tók þátt í verka-
lýðsbaráttunni hér á Akranesi var
heilmikill uppgangur í þessum mál-
um og mér fannst við ná talsverðum
árangri, það var tekið eftir því sem
við vorum að gera. Við náðum oft
góðum samningum, sérstaklega þeg-
ar við gátum samið hér heima. Ég
get ekki að því gert að mér finnst
verkalýðshreyfmguna hafa sett niður.
Eg finn að fólk ber ekki sama traust til for-
ystunnar og áður. Býst ekki við miklu sér til
handa, finnst að forystan hafi lagst á sveif
með ríkisstjórn og atvinnurekendum, og
sæst á að kaup almenns launafólks skuli vera
svona lágt eins og raun ber vitni. Auðvitað á
maður ekki eingöngu að liengja sig á foryst-
una, almenningur verður að halda vöku
sinni. Hinn þríhöfða þurs valdsins, sem ræð-
ur yfir auðæfum lands og þjóðar, er fljótur
að sýna sig ef færi gefst og knésetja alþýð-
una. Það eina sem dugar móti þessu valdi er
sameinuð verkalýðshreyfmg og hún þarf
auðvitað að brýna það vopn sem hún á og
nota það.
Meinatæknar, sem eru eingöngu konur,
hafa tekið forystuna í kjaramálum og ég
vona að þær hafi haft erindi sem erfiði, í
mjög þröngri stöðu og án mikillar hvatn-
ingar eða samstöðu annarra verkalýðsfé-
laga, þó með undantekningum og nefni ég
t.d. Kennarasamband íslands og Bandalag
starfsmanna ríkisins þar sem konur eru í
miklum meirihluta. Alþýðusamband ís-
lands og stóru samböndin innan þess
sýndu þessari baráttu meinatækna ekki
mikinn áhuga. Þetta segir sína sögu um
launastefnu Alþýðusambandsins."
- Hver er staða kvenna á vinnumark-
aðinum í dag að þínu áliti?
„Hér á Akranesi hefur alltof lengi verið
mikið atvinnuleysi og það hefur fyrst og
fremst bitnað á konum. Það er umhugsun-
arefni hvað það er í raun dulið, konurnar
eru heima. A tekjum þessara láglauna-
kvenna er ekki mikill munur frá því þær
væru í fullri vinnu, vegna þess að
atvinnuleysisbætur eru miðaðar við lág-
markslaun sem eru innan við 50 þúsund
krónur fyrir heilsdags vinnu. Og ef þær eru
með börn fá þær einhverja óveru nteð
þeim en meðan þær eru atvinnulausar taka
þær börnin úr gæslu svo í sumum tilfellum
geta þær haft örlítið rýmri fjárhag en ef
þær væru í fullri vinnu.
Atvinnuleysið verður sýnilegra ef karlar
á hærri launum missa vinnuna og konur
sem vinna í bónus, en bæturnar eru mið-
aðar við lægstu launin sem konur þekkja
Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir
svo vel. Svona er staðan þrátt fyrir landslög
urn launajafnrétti. Þar að auki rnissa kon-
urnar með lægstu launin fyrstar vinnuna.
Ég tel að launamisrétti hafi aldrei verið
eins himinhrópandi og nú og það bitnar
fyrst og fremst á konum. Það má segja að
það sé niðurlæging verkalýðshreyfingarinn-
ar að sætta sig við þessa lágu taxta sem eng-
inn getur í raun lifað á. Að vinna allan
daginn og eiga ekki fyrir mat sínum er
óþolandi. Með því að sætta sig við þessi
laun er líka verið að ákveða laun allra
tryggingarþega auk atvinnuleysisbóta, vísi-
tölu og margs annars sem varðar líf al-
mennings.“
— Ertu hætt að skipta þér af starfi stétt-
arfélaganna?
„Ég þótti of frek í verkalýðshreyfmgunni
og flæmdist úr röðum Alþýðusambandsins,
þar sem mér fannst misréttið hvað átakan-
legast. En ég var varla horfm úr þeirra röð-
um fyrr en ég var aftur farin að skipta mér
af málum stéttarfélaga, og þá innan Kenn-
arasambands íslands. Það er ólíkur vett-
vangur. Ég hef verið í fulltrúaráði Kenn-
arasantbandsins í nokkur ár undir forystu
Svanhildar Kaaber. Það hefur verið stór-
kostlegur tími. Aldrei hef ég orðið vör við
óheilindi, eða flokkadrætti, og alltaf hafa
mál verið lögð á þann veg fyrir að það hef-
ur verið augljóst hvað átt er við. Það er
ólíku saman að jafna eða innan Alþýðu-
sambandsins.
Ég tók þátt í að stofna Samtök levenna á
vinnumarkaði. Við ætluðum okkur stóra
hluti, jafnvel að ldjúfa verkalýðsforystuna,
þannig að konur næðu forystu í sínurn mál-
um. Við náðum eyrum fólks með
ýmsu móti, stórum útifundum 1.
maí í trássi við forystuna og studd-
um konur eftir mætti til áhrifa innan
hreyfmgarinnar en það virðast allir
festast í þessu feni og fá sig ekki
hreyft. Það er eins og eitthvert
skrímsli teygi arma sína til okkar og
dragi úr okkur allan mátt. Það vant-
ar einhvern, einhverja með sverð og
skjöld til að berjast við þetta skrímsli
og sigra það.
Það afl sem við þurfum býr auðvitað
í okkur sjálfum og það vinnur þetta
stríð enginn fyrir okkur. Við verðum
að gera það sjálf. Sameinaðir stönd-
um vér, sundraðir föllum vér.“
- Hvað frnnst þér helst hafa unnist í
kvennabaráttu undanfarinna ára?
„Á mörgum sviðunt hafa orðið gífurleg-
ar breytingar. Það er með ólíkindum að í
lok þessarar aldar skulum við sjá tvær kon-
ur standa hæst í íslensku þjóðlífi. Forseta
okkar, hana Vigdísi Finnbogadóttur og nú
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar-
stjórann í Reykjavík. Það hríslast um
mann sælutilfmning. Þetta er annar heim-
ur, annað land og ég trúi því að það verði
ekki aftur snúið. Og ég segi af öllu hjarta,
Guð blessi störf þeirra fyrir land og þjóð.
Þessir síðustu dagar minna mig á þá
stund þegar ég stóð ung stúlka á Þingvöllum
fyrir 50 árurn, í ausandi rigningu, þegar lýð-
veldið var hringt inn með öllum kirkju-
klukkum landsins og vígt skírnarvatni him-
insins. Þá stóð ég holdvot ásamt öðrum
landsmönnum og söng Ó Guð vors lands.
Síðan hef ég ekki verið söm manneskja. Þá
vaknaði í mér þessi sterka þjóðerniskennd,
sent hefur ekki sofnað síðan og fylgt mér
inn í stjórnmálin og verkalýðshreyfmguna.“
— Hvað finnst þér hægt að gera til að
bæta kjör kvenna?
„Þeir sem verða undir í samfélaginu
verða fyrst og fremst að frelsa sig sjálfir,
9