19. júní - 19.06.1994, Síða 10
það gera það engir aðrir fyrir þá. Það verða
konur að skilja. Það verður að breyta
launakjörum í landinu. Þessum lágu laun-
um sem konur eru fyrst og fremst á verður
að breyta. Réttur fólks til vinnu fyrir laun-
um sem virðingu þess eru samboðin eru
þau mannréttindi sem allir eiga að fá not-
ið. Konum er fyrst ýtt út af vinnumarkaði
og inn á heimilin ef atvinnuleysi er. Það
eiga konur ekki að láta gerast. Það væri að
stíga stórt skref aftur á bak. Þær eiga ekki
að láta skáka sér til vegna hagfræði stjórn-
málamanna. Það er svo stór hluti af virð-
ingu fólks að hafa fjárráð. Konur á mínum
aldri þekkja margar hverjar hvað það er að
afla sér ekki peninga og hafa þar af leið-
andi takmörkuð fjárráð á heimili sínu.
Konur þurfa að halda áfram að mennta sig.
Vel menntuð kona er kona framtíðarinnar.
Konur eru að verða mjög sýnilegar og þær
mega ekki hverfa, ekki draga sig í hlé.
Konur þurfa að styðja hver aðra, en það
finnst mér oft hafa brugðist.
Ég hef viljað að ungt fólk og þá einkum
stúlkur kynni sér rétt sinn í hjúskap. Fjár-
mál eru mikilvæg í sambúð kynja. Það er
vitað mál að konur eiga sáralídð af auðæf-
um jarðarinnar, þau eru ekki skráð á kon-
ur. Þetta er atriði sem þarf að gefa gaum að
og einkum þurfa konur að huga að sameig-
inlegum fjárhag í sambúð.
Ennþá bera konur mesta ábirgð á upp-
eldi barna sinna og heimilishaldi. Það er
erfið staða og ég hef sagt að það verði ekki
bæði sleppt og haldið. Mér kemur í hug
sagan um selakonuna. Hún kom í hóp
annarra sela á land og þar skiptu þeir um
hami, urðu að mönnum um stund. Maður
gekk fram hjá og sá hamina, tók einn, fór
með hann heim og lokaði ofan í kistu. Síð-
an fór hann aftur á sama stað og þá sat þar
nakin kona, grátandi. Hún hafði misst
haminn sinn og ekki komist í burtu. Mað-
urinn tók hana heim með sér og þau
bjuggu saman, eignuðust börn sín. Eitt
sinn náði konan í lykilinn að kistunni,
náði í haminn og fór til sjávar. Bóndinn og
börnin voru eftir og syrgðu móður sína og
konu. Þegar bóndinn fór á sjó kom oft að
bátnum hans selur og hann sá ekki annað
en selurinn gréti. Hann þóttist vita að
þetta væri konan hans. Orlög hennar voru
að eiga sjö börn í sjó og sjö á landi.
Það eru örlög margra kvenna að þurfa
að velja. Það er oft erfitt að sameina vinnu
og ef til vill mikla ábyrgð í starfi utan
heimilis og sinna börnum og heimili eins
og ábyrgar konur vilja. Þess vegna má ekki
krafan niður falla um aukna gæslu barna
með dagheimilum og einsetnum skóla,
þannig að foreldrar geti verið öruggir um
börn sín meðan þeir eru að sinna störfum
sínum utan heimilis. En fyrst og síðast,
stöndum saman og styðjum hver aðra.
Afram stelpur.
„Konur máttu ekki
skara fram úr“
Else Mia Einarsdóttir bókasafns-
fræðingur er norsk, kom hingað
til lands eftir að hún kynntist
manni sínum, Hjörleifi Sigurðs-
syni listmálara, í París, en þar
var hún við nám í bókmenntum. Hún seg-
ist hafa haft áhuga á kvenréttindamálum
frá því hún man eftir sér. „Móðir mín var
hjúkrunarkona og mikil kvenréttindakona.
Og síðar er ég fór í nám í bókasafnsfræð-
um í Tunsberg nam ég hjá Inger Baardseth
sem var ein af frumkvöðlum almennings-
bókasafna í Noregi. Inger var frjálslynd, vel
menntuð, fróðleiksþyrst manneskja og hún
var einnig mjög dug-
leg að rniðla öðrum
af þekkingu sinni.
Við vorum tvær stúlkur í náminu og hún
gerði miklar kröfur til okkar, var í senn
skemmtileg og ströng. Hún kenndi okkur
að hugsa gagnrýnt. Hún var alin upp á
millistríðsárunum og upplifði ár framfara
og uppbyggingar eftir stríð í Noregi.
Heimspekileg hugsun var ekki í mildum
metum á þessum tíma, en Inger lagði
áherslu á að við hugsuðum um það á
hvaða tíma við lifðum og þá fyrst gerðum
við okkur grein fyrir ýmsu. Þegar ég kom
svo hingað til lands að námi loknu var ég
svo heppin að kynnast Önnu Sigurðardótt-
ur sem nú er „grand old lady“ í kvennasög-
unni. Hún kom úr allt öðru umhverfi en
Inger, en þessar tvær konur hafa haft mest
áhrif á viðhorf mín auk móður minnar.
Anna fékk mig til að fara með sér á fund í
Kvenréttindafélaginu. Ég tel mig hafa verið
mjög heppna að fá að kynnast þeim, það er
t.d. ekki svo fátt sem við Anna höfum rætt
og hugsað upphátt um kvennasögu."
- Hvaða breyting-
um hefur kvennabar-
áttan skilað, þegar þú
lítur yfir farinn veg?
„Mér finnst vera
borin meiri virðing
fyrir konum nú en áð-
ur og konur eru um-
burðarlyndari gagnvart
öðrum konum. Hér
áður fyrr mátti engin
kona skara fram úr.
Það eru sögulegar
skýringar á því. Við
höfum séð innbyrðis
baráttu þeirra sem eru
kúgaðir í gegnum sög-
una, þrælaslagur hefur
þekkst frá örófi og
mannlegt eðli virðist lítið breytast. Konur
eru sennilega meira friðelskandi en karlar.
Þegar sumir segja að konur séu verri en
karlar ef þær ná ákveðinni stöðu í samfé-
laginu segi ég alltaf að karlar séu mjög
miskunnarlausir hver við annan í 'sínum
hópum; við þekkjum þetta úr stjórnmál-
unum og svo eiga þeir í færri tilfellum ná-
inn vin en konur. Ég hef kynnst afar
mörgum konum um ævina og man ekki
eftir neinni sem ekki átti a.m.k. eina eða
fleiri nánar vinkonur. En tímarnir eru að
breytast að ég held og ég sé að ungir karl-
menn eru að eignast vini og vilja ekki
fórna fjölskyldulífi
fyrir starfið eins og
algengt hefur verið.“
- Þú segir að konur séu ekkert betri en
karlar. Beita þær ef til vill öðrum aðferð-
um?
„Konur færa meira af tilfinningalífi sínu
á aðra. Þær eru að mínum dómi tilfinn-
ingalega þroskaðri en karlar. Þær eiga auð-
veldara með að setja sig í spor annarra,
hugsanir þeirra, langanir og tilfinningalíf.
Þegar þær særa aðra vita þær alltaf ósköp
vel hvað þær eru að gera. Þær eiga auðveld-
ara með að vorkenna öðrum og eru vel
meðvitaðar um það þegar þær meiða aðra.
Veiðimennskan er þeim t.d. ekki í blóð
borin. Konur hafa til að bera mikla seiglu
og það er einn þeirra mesti styrkur, enda
hafa konur unnið öll verk heima fyrir, alið
upp börnin, ræktað jörðina og búið um
fjölskyldurnar í hýbýlum sínum."
- Þú sagðir áðan að nútímakonur væru
umburðarlyndari gagnvart öðrum konum
en áður. Hvað áttirðu við með því?
„Hér áður fyrr var kvenímyndin miklu
Viötal: Valgerður Katrín Jónsdóttir
10