19. júní


19. júní - 19.06.1994, Side 11

19. júní - 19.06.1994, Side 11
einhæfari. Móðir mín var t.d. lærð hjúkr- unarkona en efdr að hún gifti sig kom ekki til greina að hún ynni utan heimilis. Eg sá frá unga aldri að móðir mín og vinkonur hennar fengu peninga til að reka heimilin en þær gátu ekki ráðstafað þeim að vild. Sumar þurftu að færa nákvæmt bókhald og gera grein fyrir því hvernig þær ráðstöfuðu peningunum. Frá 12 ára aldri var ég aldeil- is ákveðin í því að ég ætlaði að vinna fyrir mér. Raunveruleikinn var þó mun erfiðari en ég hélt. Ég hef oft átt fullt í fangi með að sjá fyrir mér, bókasafnsfræðingar fá ekki há laun. í dag eru kvenímyndirnar miklu fleiri. Forsetinn okkar er kona, forseti Alþingis sömuleiðis en annars eru örfáar konur komnar í toppstöður. Stuðningur fjöl- skyldunnar er konum ntjög mikilvægur ef þær eiga að ná árangri út á við. Margar konur fá stuðning vinkvenna sinna og ná ákveðnum árangri en þegar þær eru komn- ar í toppstöður hættir sá stuðningur og þá skiptir öllu máli hvort fjölskyldan stendur einhuga bak við konuna. Sjálf hef ég sem betur fer verið mjög heppin í mínu fjöl- skyldulífi og börn mín og barnabörn eru bestu vinir mínir. Eins og Bjarnveig Bjarnadóttir sagði við mig einhverntíma og ég hef alla tíð haft í huga, þá eru börn okk- ar bestu vinir sem við getum eiginast um ævina. Maður er alla ævi að þroskast og breytast. Það að vera manneskja er því mjög spennandi og sérstaklega það að vera kona.“ - Hvaða augum lítur þú framtíðina? „Ég lít mjög björtum augum fram á við, það hefur svo margt jákvætt gerst á undan- förnum árum. Ég held að mörgum ungum stúlkum í dag finnist það alveg sjálfsagt að þær hafi öll formleg réttindi á við karla og halda jafnvel að það hafi ekki kostað neina baráttu. Þær vænta mikils af lífinu og mega gæta sín á því að sofna ekki á verðinum því þær munu svo sannarlega ekki fá neitt fyr- irhafnarlaust. Ég held að eftir 10-15 ár verði aftur þörf fyrir kvenréttindafélag og þá verður ef til vill barist fyrir því að konur fái einnig að njóta sín sem tilfinningaverur. Þær þurfa ekki endilega alltaf að vera vel til hafðar, það verður ekki lögð jafn mikil áhersla á lagninguna! Ég held líka að ungar konur í dag velji sér frekar menn sem koma til með að styðja þær og gera aðrar kröfur til makans en áður. Ég vona að sá tími sé kominn að það sem við köllum kveneðli fái að sýna sig í stjórnun, bæði stjórnun fyrirtækja og stofnana. Meðvituð móðir fær það besta út úr börnum sínum og slíka eiginleika þarf góður stjórnandi að hafa. Ég vona líka að sá tími sé kominn að karlar þori að sýna þegar þeir eru hræddir og einmana því innst inni eru þeir örugg- lega tilfmningaverur engu síður en konur. Þá verður skemmtilegt að lifa.“ Einstakur tónlistarviðburður: íslenska Einsöngslagið í 150 ár: Tónleikar Gerðubetgs í Borgarleikhúsinu Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20:00 GAR.ÐAR CORTES KOLBEINN KETILSSON KRISTINN SIGMUNDSSON RANNVEIG BRAGADÓTTIR SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR SVERRIR GUÐJÓNSSON JÓNASINGIMUNDARSON FLYTJA ÍSLENSKAR EINSÖNGSPERLUR Þjóðbúningasilfur Handunnið víravirki - Sérstceðir skartgripir úrgulli og silfri Berjamynstur Hannað af Jóni Dalmannssyni Upphlutsborðar Hannaðir og smíðaðir af Dóru Jónsdóttur -Sendum ípóstkröfu- ^P’CíullkÍstan CltDAI ITeDlnAXfCDCI I IKI SKRAUTGRIPAVERSLUN JÓNS DALMANNSSONAR FRAKKARSTlG 10 SlMI 13160 11

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.