19. júní


19. júní - 19.06.1994, Page 13

19. júní - 19.06.1994, Page 13
menntunardeild Háskóla íslands. Á þeim tveimur og hálfa ári senr fjölskylduþjónust- an hefur starfað hefur aðsóknin verið mikil og um 600 fjölskyldur hafa leitað til henn- ar með vandamál sín. Þorvaldur Karl bendir á að kostir þess að leita til Fjölskylduþjónustu kirkjunnar séu m.a. þeir að kerfið er ekki flókið. Fólk er strax komið í samband við ráðgjafana, það þarf ekki að fara í gegnum neina aðra aðila, ekki að hafa tilvísun og verðinu er stillt í hóf. Hvert viðtal kostar 1000.- krón- ur. Starfsfólk er bundið þagnarskyldu og engar skýrslur um fjölskyldurnar eru geymdar eða sendar til annarra aðila. Hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er presturinn ekki í hlutverki predikarans og hann stundar ekki trúboð öðru vísi en með því að láta verkin tala. — Við reynum að vera samferða pví fólki sem til okkur leitar, segir Þorvaldur Karl. Auk Þorvaldar starfa hjá fjölskylduþjón- ustunni þau Ingibjörg Pála Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi og Benedikt Jóhannesson sál- fræðingur. Fálækt, oldrykkja, þögn, ofbeldi Blaðamaður spyr Þorvald Karl að því hvort einhver sérstakur aldurshópur leiti til fjölskylduþjónustunnar öðrum fremur en svar hans er að þangað leiti fólk á öllum aldri. Yngstu pörin eru um tvítugt en þau elstu um sjötugt. Þó er hópurinn á milli þrítugs og fertugs stærstur. Þegar spurt er hvers eðlis vandamálin séu og hvort kannski sé um að ræða að fólk leiti til þjónustu kirkjunnar með nrinni háttar sambúðarvanda þá leiðir hann blaðamanni skjótt fyrir sjónir að hin tilfell- in séu fleiri þar sem mikil alvara er á ferð- um. Þunginn í svari hans kemur á óvart. Þorvaldur Karl: Fólk kemur til okkar með óhemju þung vandamál. Það er að stríða við fátækt, atvinnuleysi, óskaplegt peningabasl, óhemju margir eru með áfengisvandamál, sumir eru að þrotum komnir. Það getur verið að berjast við sifjaspell, ofbeldi gagnvart maka og börn- um, erfiðleika í kynlífi og annan sambúð- arvanda eins og langvarandi þögn í hjóna- bandinu: Maðurinn minn þegir dögum saman, segir einhver konan. Maðurinn minn hefúr þagað í þrjú ár, segir önnur. Lngl fólk þai f verulegan stuðning Þorvaldur Karl segist verða greinilega var við það að atvinnuleysið sé farið að hafa mjög neikvæð áhrif í sambúð hjóna og sambýlisfólks. Þar er vandi þeirra yngri tvímælalaust enn meiri en hinna sem eldri eru. Þorvaldur Karl: Unga parið er með öll spjót úti. Það er að basla við að koma sér upp húsnæði. Það er að reyna að kaupa sér bíldruslu. Það er að eignast fyrsta barnið eða börnin. Stofnkostnaðurinn við heimil- ishaldið er óhjákvæmilega mikill. Og ef annar aðilinn missir vinnuna þá er það svo nrikið áfall fyrir allt kerfið. Þeir sem eldri eru og búnir að koma sér fyrir hafa betri tök á að mæta svona áfalli, efnahagslega að minnsta kosti. Við sem erum af foreldra- kynslóð þessa unga fólks gátum verið í námi samtímis því að vera að stofna heim- ili og eignast fyrstu börnin. Þetta er bara dæmi sem er búið. í ýmsum Evrópulönd- um, þar senr barnsfæðingum hefur fækkað stórlega á undanförnum áratugum, hagar fólk lífi sínu með öðrum hætti. í Þýska- landi t.d. er forgangsröðin þessi: 1) að ljúka námi. 2) að stofna heimili. 3) eignast barn (börn) eða velja barnleysi. En ef íslending- ar vilja viðhalda þessu litla þjóðfélagi og sérkennum þess, sem eru m.a. þau að hjón eignast tvö til þrjú börn og það fremur snemma í sambúðinni, þá þarf þjóðfélagið að taka stefnu sem gerir það kleift. Af hverju er ekki hægt að veita ungu fólki verulega aðstoð við að koma sér upp fyrsta heimilinu? Og þá meina ég verulega. Hann leggur ríka áherslu á seinustu orð sín. Og útskýrir að hann eigi fyrst og fremst við möguleika ungs fólks að komast í almennilegt húsnæði sem ekki sjúgi úr því merg og blóð. Liidirbiíningur fyrir saiiibúð og hjónaband En hvernig á að búa ungt fólk undir hjónaband eða sambúð? Á að láta þær fyr- irmyndir sem það hefur úr heimahúsum nægja sem undirbúining. Eða er hægt að kenna því að takast á við þau vandamál sem eiga eftir að mæta því? Þorvaldur Karl segir að það sé hægt. Reyndar sé þetta spurning sem hafi brunn- ið mjög á honum þegar hann hóf nám í fjölskylduráðgjöf. Mastersritgerðin hans hafi fjallað um þetta mál. Og hann tekur líkingu af umferðinni. Engurn sé hleypt undirbúningslaust á bíl út í umferðina. En ungu fólki er treyst til að fara út í þessa þungu umferðaræð senr heitir mannlíf og hjónaband án þess að nokkur spyrji um hæfni þess. - Auðvitað eru fyrirmyndirnar tír for- eldrahúsum sterkasti áhrifavaldurinn, bœði til góðs og ills, segir Þorvaldur Karl. En hann telur að það sé hægt að bjóða upp á undirbúning sem stefni ekki bara að því að forðast árekstra og fyrirbyggja mistök, heldur megi líka auka vellíðan og kenna fólki að njóta þess betur sem samlífið hefur upp á að bjóða. Og hann bendir á banda- rískar rannsóknir sem hafi verið gerðar til ÁR FJÖLSKYLDUNNAR þess að fylgjast með pörum sem hafi farið í gegnum hjónabandsfræðslu. Þorvaldur Kart Þar kemur í ljós að það er ekki vænlegt til árangurs að láta ungt fólk hlusta á langa fyrirlestra um efnið. Ungt fólk á menntaskólaaldri stendur al- mennt ekki í þeim sporum enn að það sé farið að búa saman upp á eigin spýtur. Það sem skilar bestum árangri er að vinna með ungu fólki sem er búið að búa saman unr hríð og farið að reka sig á fyrstu erfiðleik- ana og ágreiningsmálin. Og það kemur á daginn að það sem veldur alvarlegum ágreiningi í upphafi, t.d. geta það verið ólík viðhorf til barna, samskipti við for- eldra og vini, eitthvað í framkomu annars aðilans sem fer í taugarnar á hinum o.s.frv.; allt þetta heldur áfram að vera vandamál eftir tíu ár ef ekki er unnið með það. Það er sami steinninn í skónum sem er að pirra eftir áratug. Breylt lífsmynstur - ný lilnlverk? Þegar blaðamaður spyr hvort verkaskipt- ing á heimili og jafnrétti kynjanna sé eitt af alvarlegu ágreiningsmálunum þá svarar hann því ekki beint. Hann bendir á að fyr- irmyndir ungu kynslóðarinnar séu breytt- ar. Karlmenn af hans kynslóð hafi bakað og straujað og sinnt ýmsum heimilisstörf- um í tvo áratugi og hann lítur svo á að við séunr gengin inn í nýtt lífsmynstur. Þó er ímyndin um karlmanninn sem aðalfyrir- vinnu enn mjög sterk og hann getur ekki rifjað upp tilvik þar sem konur hafi leitað til hans í andlegri neyð vegna atvinnumiss- is. Það eru allt karlnrenn sem sagt var upp. Karlmenn af ýmsunr stéttum. Hann talar um hámenntaða, klára menn, færa á sínu sviði og hvílíkt áfall það er fyrir sjálfs- traustið að vera sagt upp og missa vinnuna. Síðan hefst leitin að nýju starfi, menn spyrjast fyrir um hvert starfið á fætur öðru, skrifa bréf eftir bréf og fá alls staðar nei. Smátt og smátt dofna þeir, missa kjarkinn og hætta. Börnin forðast að koma heim með félaga sína því þau geta ekki útskýrt af hverju pabbi þeirra er alltaf heima en ekki í vinnunni eins og aðrir feður. Þannig lifir hið ldassíska mynstur einn- 'g- Það er ljóst að atvinnuleysi er nýtt vandamál sem hefur mikil áhrif á líðan og afkomu íslenskra fjölskyldna. Og það er eitt af því sem vekur ungu fólki kvíða fyrir framtíðinni. Það er því enn meiri ástæða til að huga að því með hvaða hætti þjóðfélag- ið geti best hlúð að börnum framtíðarinn- ar. Svar Þorvaldar Karls Helgasonar hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er að það sé best gert með verulegum stuðningi við ungar fjölskyldur. Verulegum stuðningi. 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.