19. júní - 19.06.1994, Side 16
Það sem nikótínið gerir m.a. er að skerða
súrefnisflutningsgetu blóðs en minnkað
framboð súrefnis til vefja fósturs er talið
hafa fjölþætt áhrif á efnaskipti hjá fóstrinu.
Öll efni sem fara um blóðrás móðurinnar
fara mjög auðveldlega um fylgjuna og yfir í
blóðrás fóstursins. Styrkleiki nikótínsins
verður meiri í blóði hins agnarsmáa barns
en í blóðrás móðurinnar og það er lengur
að skiljast út frá fóstrinu. Þetta þýðir að
hver sígaretta virkar margfalt sterkar á
ófædda barnið en móðurina!
Óbeinar reykingar hafa líka
ili áhrif
Alveg nýlega komu fram niðurstöður úr
kanadískri rannsókn sem sýna svo ekki
verður um villst að óbeinar reykingar hafa
áhrif á hin ófæddu börn! Það er því ekki
nóg að kona hætti sjálf að reykja - hún
verður að forðast aðra sem það gera á með-
an hún gengur með barn!
Efni úr tóbaksreyk mælist í hárum fóstra
í móðurkviði bæði hjá reykingakonum og
hinum. Samansafnaður sígarettureykurinn
hefur langvarandi áhrif á fóstrin og gerir
líkamskerfi þeirra varnarlaust gegn eitur-
efnum og getur því haft veruleg áhrif á
heilsu barnsins — sérstaklega síðustu mán-
uðina fyrir fæðingu og fyrstu mánuðina
eftir fæðingu. Enda hafa rannsóknir marg-
sannað að barn reykingakonu vex og dafn-
ar hægar í móðurkviði en hinna - og sama
á við eftir að það er fætt; einnig til lang-
frama því tóbaksreykur seinkar tauga-
þroska og dregur úr námsárangri.
Ekki má gleyma því að reykingar á með-
göngu eru ekki síður hættulegar móður-
inni en hinu ófædda barni. I réttu hlutfalli
við reykingar móður eykst hættan á fóstur-
láti, að barn fæðist andvana og meiri hætta
er talin á vöggudauða. Reykingakonur eru
einnig í mun meiri hættu á að fá blæðingar
á meðgöngu, fylgjulos og að fæða fyrir
tímann; allt er þetta hættulegt fyrir barnið
— og konuna.
Og enn ein nýleg könnun hefur sýnt að
barnabarn reykingakonu er í meiri hættu að
fá ýmis af þessum sjúklegu afbrigðum á
meðgöngu - jafnvel þótt þessi kona reyki
ekki. Eflaust eiga óbeinar reykingar hér ein-
hvern hlut að máli en kjarni málsins er að í
viðbót við allt hitt þá er reykingakona jafnvel
líka að skaða ófætt barnabarn sitt! Þetta leiðir
hugann að því að margar íslenskar konur eru
áhyggjufúllar yfir því að svo virðist sem nú sé
komin upp kynslóð kvenna sem virðist vera
sérlega hætt við krabbameini - varla líður
svo dagur að ekki sé í Morgunblaðinu minn-
ingargrein um konu sem dáið hefur í blóma
lífsins - og þegar mæður þeirra gengu með
voru reykingar í tísku hjá konum og enginn
áróður fyrir því að reykingar væru hættuleg-
ar. . . þetta eru þó aðeins óábyrgar hugleið-
ingar en hver veit hvað framtíðarrannsóknir
eiga eftir að Ieiða í ljós.
Að hælta að reykja;
hjálparmeðul eingöngu lyrir
liina cfnameiri?
Vonandi ákveða einhverjar konur að
hætta að reykja eftir þennan lestur - eða af
einhverjum öðrum ástæðum. En margar
treysta sér ekki til þess nema með utan-
aðkomandi hjálp og helst verður makinn
að hætta líka. Þeim sem virkilega vilja
hætta er m.a. boðið upp á námskeið í að
hætta að reykja, plástra sem hjálpa líkam-
anum að venja sig af nikótínþörfinni, nik-
ótíntyggjó og nú er komið á markaðinn
sérstakt efni í úðabrúsa sem úðað er upp í
nefið. Betri árangur er talinn nást ef fleira
en eitt þessara meðala er notað samtímis
en mörgum finnst óheyrilega dýrt að hætta
að reykja. Hvers vegna er það svona dýrt?
Þessi spurning var lögð fyrir Ingileif Ólafs-
dóttur hjá Krabbameinsfélagi íslands.
- „Það er vitleysa að það sé dýrt að hætta
að reykja! Fólk þarf að hugsa um þetta út frá
lengri tíma, t.d. ári, og þá lítur dæmið allt
öðru vísi út. Þegar nikótínlyfin eru verðlögð
er ein eining látin samsvara verði einnar síg-
arettu. Þarna er líka haft í huga að ef nikó-
tínlyfin eru ódýrari en sígaretturnar þá er
einhver hætta á að fólk fari að kaupa þau
frekar og ánetjist þá þeim í staðinn. Þeir sem
nota nikótínplástra nota kannski nikótíntyg-
gjó líka en það á eingöngu að nota þegar
fólki finnst það þurfa á „nikótínskoti" að
halda, t.d. til að létta á álagi. Komið hefúr til
tals að afgreiða nefúða eingöngu gegn lyfseðli
- og er þá verið að hugsa um unglingana.
Námskeiðin sem við höldum standa í
fimm vikur og kosta 5000 krónur. Það má
auðvitað líta á það sem viðbótarkostnað en
ef sá kostnaður sem hlýst af því að nota
hjálparmeðul til að hætta að reykja - nám-
skeið í 5 vikur og plástra í 3 mánuði - er
borinn saman við það að reykja í eitt ár þá
sést fljótt að miklir peningar hafa sparast.“
Að lokum má benda á að líkamsrækt og
útivera hvers konar hjálpar mörgum til að
leiða hugann frá reykingum. Flestum sem
hugsa vel um líkamann er einnig annt um
heilsuna og því er félagsskapur þessa fólk
mjög æskilegur fyrir þær sem vilja hætta að
reykja. Það fylgir því sérstök vellíðan að hafa
farið í góðan göngutúr eða út að skokka í
hreinu og heilnæmu lofti eða eftir að hafa
teygt vel á Iíkamanum í sundi eða Iíkams-
rækt. Tilfinning heilbrigðis. Hvernig er eig-
inlega hægt að skemma þessa tilfinningu
með því að fá sér sígarettu? Meiri andstæður
er vart hægt að hugsa sér!
Reykingakona - hættu við sígarettuna!
Dragðu heldur fram gönguskóna og farðu
út! Þú veist að þú átt ekkert dýrmætara en
góða heilsu!
PUNKTA-
FRÉTTIR
Hjálmanotkun »Á meðan við veltum
barna lögleidd? ™nsum yfir lögfræði-
legum vandamálum
og „viðkvæmni foreldra“ slasast börn alvarlega á
götum borgarinnar,“ segir landlæknir og spyr
hvað dvelji aðgerðir gegn höfuðslysum barna og
unglinga. Landlæknir bendir á að um 10 ár séu
nú liðin frá því fyrst var óskað eftir róttækum
aðgerðum hér á landi, þ.e. lögbindingu á
hjálmanotkun barna og unglinga.
Um 360 börn voru lögð inn á sjúkrahús á ár-
unum 1987-1991 vegna höfuðáverka. Rúmlega
helmingur þeirra 300 barna sem lögð voru inn á
Borgarspítalann slösuðust á reiðhjóli. Og tiltölu-
lega hátt hlutfall barna undir fimm ára aldri
verður fyrir höfuðáverkum. Mörg þessara barna
ná seint fullri heilsu og önnur aldrei. Því má
spyrja hvers vegna hjálmar séu ekki lögleiddir
hið snarasta.
Viljum ekki skipta
um þjóðsöng
Meirihluti lands-
manna er á móti því
að skipta um þjóð-
söng og vill halda í þann sem við nú eigum.
Þetta kom fram í skoðanakönnun meðal lands-
manna, 18-67 ára, um miðjan apríl þar sem
57,8% þeirra sem tóku afstöðu eru á móti því
að skipta um þjóðsöng en 42,8% eru því fylgj-
andi. Áfram verður því hátíðarsöngur íslendinga
lofsöngurinn sem Matthías Jochumsson orti
1874 og nefndi Lofsöng í tilefni íslands þúsund
ára og Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lag við.
Árið 1983 var staðfest með lögum að lofsöngur-
inn skyldi vera þjóðsöngur íslendinga og heita
Ó, guð vors lands. Almenningi hefur löngum
þótt hann erfiður til söngs en því hátíðlegra að
hlýða á hann vel fluttan.
Mafíukonur í Á Ítalíu hefúr að und-
kröfugöngu anförnu verið 8ert
átak til að uppræta
mafíuna og víðtæk völd hennar. Ekki hefur farið
hjá því að margir eigi nú um sárt að binda þeg-
ar mafíuforingjar sem áður voru voldugir eru
komnir bak við lás og slá og óvíst um framtíð
þeirra og fjölskyldna þeirra. Samkvæmt nýrri
löggjöf má halda þeim innilokuðum, án alls
sambands við sína nánustu og umheiminn, og
þá var eiginkonum margra þeirra nóg boðið.
Eiginkonur fangelsaðra mafíuforingja í Napólí,
sem ekki alls fyrir löngu höfðu gaman af því að
láta sjá sig í hátískukjólum þar sem þær voru að
njóta hins ljúfa lífs, tóku sig til í vor og þrömm-
uðu um götur borgarinnar til að mótmæla þessum
ósvífnu lögum. Þeim þótti nú við hæfi að vera
tötrum klæddar og bera sig illa vegna slæmrar af-
komu með fyrivinnuna atvinnulausa. En krafan
sem þær gerðu var sú að afnema þessi nýjustu
mafíulög sem hafa gert mörgum „annars og þriðja
flokks“ mafíósanum kleift að svíkja foringja sinn í
hendur réttvísinnar og þiggja sjálfir laun fyrir og
nýtt líf undir nýju nafni á nýjum stað þar sem
þeir vona að fyrrverandi félagar þeirra finni þá
ekki. „Upprætum nýju svikamenninguna,“ æptu
konurnar og vonuðu að ná eyrum nýrrar ríkis-
stjórnar Berlusconis.
Síðast þegar fréttist höfðu konurnar engan
hljómgrunn fengið, nema helst hjá erlendum
fréttamönnum sem sögðu frá enn einu skrýtna
afbrigðinu í ítölskum stjórnmálum.
16