19. júní - 19.06.1994, Síða 23
Kærunefnd jafnréttismála
I þessum mánuöi lýkur kærunefnd jafn-
réttismála fyrsta starfstímabili sínu, en
hún var skipuð af félagsmálaráöherra í
júní 1991 til þriggja ára. Nefndina skip-
uöu þau Ragnhildur Benediktsdóttir,
skrifstofustjóri, Siguröur Helgi Guðjóns-
son, hæstaréttarlögmaður og Margrét
Heinreksdóttir, sýslufulltrúi.
Á þessu tímabili hefur nefndin fengið
til meðferðar 42 kærumál og er 35
þeirra lokið. Af þessum 42 málum eru
36 frá konum. Algengast er að óskað
sé eftir áliti nefndarinnar á því hvort at-
vinnurekandi hafi brotið jafnréttislög við
ráðningu eöa skipun í starf eða viö
stööuhækkun. Erindi vegna meints
launamisréttis hafa verið fá en fer nú
fjölgandi. Þegar kærunefndin hóf störf
mótaöi hún sér starfsreglur og má
segja aö fljótlega hafi starfsemi nefnd-
arinnar falliö t nokkuð fastar skorður.
Álitsgerðir kærunefndar eru ekki
bindandi fyrir málsaðila en það er eitt
af þeim atriöum sem nefndarmenn telja
aö þarfnist endurskoðunar og fundin
veröi leiö til að gefa álitsgeröum nefnd-
arinnar meira vægi en nú er. í jafnréttis-
lögum segir að telji kærunefnd að um
þrot á lögunum hafi verið að ræöa skuli
hún beina tilmælum um úrbætur til
hlutaöeigandi aðila. Sé ekki fallist á úr-
bætur sé nefndinni heimilt aö höfða
mál. Nú hefur verið höföað eitt slíkt mál
hjá héraðsdómi Reykjavíkur og er þaö
fyrsta málshöfðun kærunefndarinnar.
Við lok fyrsta starfstímabils kæru-
nefndar jafnréttismála er hollt aö
staldra viö og líta yfir farinn veg og
sþyrja hvort kærunefnd jafnréttismála
eigi rétt á sér eða hvort eitthvað annað
form sé betra. Hver sé árangur af starfi
okkar og ef einhver, hvernig sé hægt að
mæla hann. Við vitum aö því miöur rtkir
ekki fullkomiö jafnrétti með kynjunum á
öllum sviðum íslensks samfélags. Mér
detta stundum í hug ummæli eins þing-
manns sem hann viðhafði þegar jafn-
réttislögin voru til meöferðar á Alþingi,
en þau voru eitthvað á þá leið aö þaö
væri dapurlegt að við skyldum þurfa
lagasetningu um jafnrétti kynjanna því
svo sjálfsagt ætti að vera að allir þegn-
ar þjóöfélgsins nytu sömu réttinda.
Hefur hin nýstofnaða kærunefnd ver-
ið jafnréttinu til framdráttar og hefur
hún stuðlað að framförum í þessum
efnum? Ég tel það ótvírætt vera og tel
að sjá megi jákvæð teikn á lofti. Mikil
fjölgun á kærum hefur orðið sem þýðir
vonandi ekki að fólk sé oftar beitt mis-
rétti en áður, heldur að fólki sé orðiö
Ijósara að til er leið til að koma kvörtun-
um sínum í þessum efnum á framfæri
og ná fram rétti sínum. Við höfum einn-
ig orðið þess vör að atvinnurekendum
þykir miður aö fá þaö álit frá kærunefnd
aö þeir hafi gerst brotlegir við jafnréttis-
lög og þótt þeir bæti ekki ávallt fyrir
brotið er trúlegt að þeir reyni að forðast
að lenda í slíku aftur. Umfjöllun fjöl-
miöla hefur örugglega einnig haft sín
áhrif og get ég sagt fjölmiðlum það til
hróss aö þeir hafa gert mörgum álits-
gerðum nefndarinnar góð skil. Það er
þvt mjög líklegt að álit nefndarinnar hafi
varnaðaráhrif.
Nú hefur félagsmálaráðherra skipað
nýja kærunefnd jafnréttismála. Sú
breyting varð á þeirri nefndarskipan að
Sigurður Helgi Guöjónsson baðst und-
an setu í nefndinni og í hans stað var
skipaður Sigurður Tómas Magnússon,
settur héraðsdómari.
Ragnhildur Benediktsdóttir.
Meimtasmiðja kvenna á Akureyri
Sumarið 1994 sótti jafnréttisfulltrúi um
styrk í 60 milljóna sjóö félagsmálaráð-
herra til að stofna menntasmiöju fyrir
atvinnulausar konur, að danskri fyrir-
mynd. Styrkur fékkst að upphæð 2
milljónir og var þá hafist handa við und-
irbúning þessa þróunarverkefnis. Pál-
ína Guðmundsdóttir, myndlistar-
og málvísindakona, var ráðin í
stöðu verkefnisfreyju í apríl s.l. og
um miöjan júní er gert ráð fyrir að
ganga frá ráðningu tveggja ann-
arra starfskvenna/leiðbeinenda,
sem jafnframt munu sinna ráögjöf
og skrifstofustjórn. Verkefniö var
tilnefnt af menntamálaráöuneyt-
inu sem framlag Islands til nor-
ræna fulloröinsfræösluverkefnis-
ins VOKS NÆR. Þar er unnið að
þróun í fullorðinsfræðslu með því
að tengja saman starfsmenntun
og almenna fullorðinsfræðslu
byggöa á lýðfræðsluhugmyndum.
Þessa dagana er unnið að því
aö finna hentugt húsnæöi fyrir
Menntasmiðjuna og leita eftir samstarfi
viö skóla og stéttarfélög á Akureyri.
Áætlað er að verkefnið verði á vegum
jafnréttisnefndar til áramóta en að þá
veröi leitað eftir formlegu samstarfi við
ýmsa aöila um sjálfstæöan rekstur
verkefnisins.
Stefnt er að því að hefja starfsemi
Menntasmiðjunnar haustið 1994.
U.þ.b. 20 konur munu þá stunda nám
þar eina önn (16 vikur). Atvinnulausar
konur munu þar hafa forgang. Það verð-
ur þó ekki skilyrði að þær séu á at-
vinnuleysisskrá, þar sem vitað er að
margar konur eru án vinnu, án þess að
eiga rétt á bótum, t.d. eftir að hafa ver-
ið heimavinnandi um skeið.
Námið verður samþætting hagnýtra
námsgreina, sjálfstyrkingar og listrænn-
ar tjáningar. Ekki er um beina starfs-
menntun aö ræða en námið mun geta
nýst sem undirbúningur fyrir ýmis störf.
í Danmörku hefur árangur Kvenna-
dag háskólans verið sérstaklega
góður. Um 30% nemenda fá vinnu
að loknu námi, þriðjungur fer I
frekara nám og þriðjungur gerir
annað, en nær allar verða virkari I
daglega lífinu.
Jafnréttisnefnd Akureyrar hefur I
starfi sínu lagt áherslu á að virkja
bæjarbúa, halda námskeiö, veita
styrki til jafnréttisverkefna og vekja
umræðu um ýmis mál með opnum
fundum og fjölmiðlaumræöu.
Menntasmiðjan er án efa stærsta
verkefni nefndarinnar til þessa en
er I raun rökrétt framhald sjálfstyrk-
ingamámskeiöanna sem haldin
hafa verið síðustu tvö ár. Glfurlegt
atvinnuleysi kvenna á Akureyri kallar llka
á uppbyggilegar aðgerðir og eðlilegt aö
jafnréttisnefndin taki þar á málum.
VHB
23