19. júní


19. júní - 19.06.1994, Page 24

19. júní - 19.06.1994, Page 24
„Frelsi“ til að velja - eða hvað? Verkaskipting kvenna og karla á heimili og á vinnumarkaðinum hefur til þessa verið ein helsta skýringin á mismunandi stööu þeirra hvað varðar laun og aðra umbun. Eitt helsta markmið „Brjótum múrana" verkefnisins, sem var í gangi á árunum 1985-1989, var að þróa og prófa leiðir til að brjóta niður kynskipt- inguna á vinnumarkaðnum og voru lagð- ar fram tillögur um aögerðir sem gætu brotiö múra hins kynskipta vinnumark- aöar. Þetta var árið 1989 og lítið hefur veriö gert. Því er ekki aö neita aö það eru skipt- ar skoöanir meðal kvenna um hversu mikla áherslu á að leggja á niðurrif þessara múra. Það hnussar í mörgum konum þegar þeim er sagt að ef þær bara ur störf væri ekki lengur til neitt kynbundið launamisrétti! Það er vitlaust gefið - segja þær - þaö þarf að meta hin hefbundnu kvennastörf upp á nýtt - og þaö er að sjálfsögðu bæði satt og rétt. En þarf önnur leiðin að úti- loka hina? Er rangt að hvetja stelpur og stráka til aö velja óheföbundiö nám og starf? Er ekkert athugavert við að af 405 þroskaþjálfum sem luku námi frá Þroskaþjálfaskóla íslands á árunum 1960-1993 voru aðeins 11 karlar eða 3,7% nemendanna. Erum við sátt við þá mynd sem börnin okkar fá af veru- leikanum viö aö af 1513 útskrifuöum nemendum Fósturskóla Islands eru að- eins 11 karlar eða innan við 1%. Ungar konur hafa hlýtt kalli kvenfrels- isbaráttunnar og sótt sér starfsmennt- un. Frá 1980 hafa þær verið í meiri- hluta í framhaldsskólum landsins. Aftur á móti eru þær í miklum minnihluta í iðnnámi og eru aöeins tæp 23% nem- enda við lönskólann í Reykjavík. Stelpur hafa veriö í meirihluta ný- nema við Háskóla Islands um nokkurt skeið og frá 1987 hafa þær veriö T meirihluta þeirra sem Ijúka námi. Út- tekt Jafnréttisráös á nýjum háskóla- borgurum á árunum 1987-1989 sýndi umtalsverðan mun á hlutfalli braut- skráðra kven- og karlkandítata eftir deildum. T.d. voru karlar 71% braut- skráðra verkfræðinga, 65% braut- skráðra nemenda úr raunvísindadeild og 27% úr félagsvísindadeild. í ein- staka deildum er hlutur kvenna kominn yfir 30%, t.d. eru konur 30% guðfræöi- og tannlæknakandídata. í lögfræði og viðskiptafræöi er að verða nokkuð __ gott jafnræði meö kynjunum. Á hverju ári er það fréttaefni að fleiri stelp- ur en strákar Ijúka námi frá læknadeild en þegar námsval kynjanna innan hvert við sitt Stelpurnar verða hjúkr- unarfræðing- ar eða sjúkraþjálf- arar en stákarnir læknar. Hvers vegna er þetta svona enn? ís- lenskar stúlkur hafi ekki veriö hvattar til að brjóta múra hins kynskipta mennt- unar- og starfsvals í sama mæli og kyn- systur þeirra á Norðurlöndunum. Stjórn- völd menntamála hafa ekki unniö að eða styrkt sérstakar aðgerðir sem hafa hvatt stráka eða stelpur til að velja óhefðbundið. Kvótum eða öörum sér- tækum tímabundnum aögeröum hefur aldrei verið beitt í þeim tilgangi að auka hlut þess kyns sem er í minnhluta í ákveðnu starfsnámi þó svo að íslensk jafnréttislög heimili slíkar aðgerðir og Jafnréttisráð hafi hvatt til þeirra. Is- lensk kvennahreyfing hefur ekki náö því að verða samstíga í tiltrú á sltkar sérað- gerðir eða kvóta. Ríkjandi viðhorf henn- ar hefur veriö að það eigi að efla virö- ingu og verömæti hinna hefðbundu kvennastarfa. Þau séu hluti af sjálfs- ímynd hinnar Tslensku konu og hún eigi að læra til þeirra stolt og bein í baki. Þess vegna velja ungar stúlkur hefö- bundið nám og hugsa ekkert um það að þær muni að öllum líkindum þurfa að sætta sig við tímakaup sem er allt að einum fjórða lægri en það sem skóla- bræöur þeirra eiga von á að fá. Enda benda kannanir til að þær leggi meiri áherslu á að vinna áhugavert starf en að fá góð laun. Jafnréttisráð hefur viljað leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif á náms- og starfsval ungs fólks. Þess vegna var ákveðið að efna til samstarfs við menntamálaráðuneytiö um gerö kennsluefnis sem nota á í starfs- fræðslu T fyrstu bekkjum framhalds- skólans. Vinna við gerð þessa náms- efnis hófst á þessu ári og er stefnt að því að það verði tilbúið næsta vetur. Grunnforsenda verkefnisins er að kyn ráði starfsvali og spurt er hvers vegna svo sé? Hvort það sé eitthvað T eöli starfanna og/ eða umhverfi þeirra sem krefst þess aö þau séu unnin af annaö hvort konu eöa karli. Þá er bent á mis- munandi mat á kvenna- og karlastörf- um. Meö þessu vill Jafnréttisráð leggja áherslu á aö unga fólkið veröi raunveru- lega frjálst til að velja sína eigin framtTð - að það sé ekki bundið á klafa van- ans. S.T. 24

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.