19. júní - 19.06.1994, Page 30
Fréttir úr starfi KRFÍ
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA
Fyrri stofnfundur Mannréttindaskrifstofu
var haldinn þann 12. mars en að skrifstof-
unni standa Amnesty International, Barna-
heill, Biskupsstofa, Félag Sameinuðu þjóð-
anna á Islandi, Hjálparstofnun kirkjunnar,
Kvenréttindafélagið, Lögmannafélagið,
Rauði kross íslands og Skrifstofa jafnréttis-
mála. Framhaldsstofnfundur verður hald-
inn 17. júní.
LEIKHÚSFERÐ
Þann 18. mars var hópferð í Þjóðleikhúsið
á Seið skugganna eftir Lars Norén. Leik-
ritið fjallar um fjölskyldutengsl og átök í
samskiptum bandaríska leikskáldsins Fuge-
ne O’NeiIl við eiginkonu sína og syni af
fyrri hjónaböndum. Þátttaka varð þó ekki
nægileg til að unnt væri að hafa umræður
að lokinni sýningu.
FRAMSÖGUERINDI GEFIN ÚT
Fundurinn, sem haldinn var þann 13. apríl
með konum sem voru í framboði til sveitar-
stjórnarkosninganna, tókst mjög vel og sóttu
hann um 100 konur. Framsöguerindi fluttu
þær Ólína Þorvarðardóttir, Elín Ólafsdóttir,
Katrín Gunnarsdóttir, Kristjana Bergsdóttir
og Stefanía Traustadóttir. Fundarstjóri var
Sigríður Stefánsdótdr. Fundargestum og
þeim sem komust ekki á fundinn er bent á
að á næstunni verður hægt að fá erindin
fjölrituð á skrifstofu KRFÍ.
NORDISK I ORIJM
Undirbúningsfundur var haldinn 17. maí
með þeim konum sem ætla á Nordisk For-
um á vegum Kvenréttindafélagsins en um
60 konur hafa látið skrá sig. Hulda Karen
Ólafsdóttir, Jónína Guðnadóttir og Guð-
rún Árnadótdr eru í forsvari fyrir hópinn,
en Guðrún er jafnframt fulltrúi KRFÍ í
undirbúningsnefnd. Hansína B. Einars-
dóttir mætti á fundinn og kynnti framlag
KRFÍ. Annar fundur er fyrirhugaður áður
en lagt verður af stað.
KVENNAMESSA
Kvennamessa verður haldin á gervigrasvell-
inum í Laugardal að morgni 19. júní í til-
efni 50 ára afmælis lýðveldisins. Sex konur
eru í undirbúningsnefnd messunnar, þær
Sigrún Sturludóttir og Sólveig Alda Péturs-
dóttir frá Kvenfélagasambandi íslands,
Gerður Steinþórsdóttir og Valgerður Katr-
ín Jónsdóttir frá Kvenréttindafélagi Islands
og Auður Eir Vilhjálmsdótdr og Elísabet
Þorgeirsdóttir frá Kvennakirkjunni. Búist
er við að allir kvenprestar landsins taki þátt
í messunni, auk þess verða söng- og tón-
listaratriði og fyrirhugað er að um 100
konur úr kvennakórnum syngi nokkur lög.
GRÓDURREITLR í HEIÐMÖRK
Þann 4. júní fóru nokkrir félagar ú KRFÍ
til vinnu í gróðurreit félagsins í Heiðmörk
en þar hefur ekkert verið unnið um margra
ára skeið. í reitnum er nokkur trjágróður,
aðallega greini og birki, en þó vantar mildð
upp á að reiturinn sé sá sælureitur sem
hann ætti að vera. Félagar eru hvattir til að
skoða reitinn en KRFÍ hyggst efna til ann-
arrar vinnuferðar þangað síðar í sumar.
Reiturinn er rétt við gatnamót Hrauns- og
Heiðarvegar, þ.e. suðaustan Hraunsvegar.
Félaginu hefur verið lofað að hann verði
merktur á ný en gamla skiltið var orðið
lúið og þurfti endurnýjunar við.
□*] ÍSLENSK
mM MATVÆLI
ICEFOOD
30