Sólskin - 01.07.1933, Síða 8

Sólskin - 01.07.1933, Síða 8
andi fegurðar. Rándýrin taka daglega af lífi sæg dýra, sem lifa á jurtum. Vespurnar, sem lifa í Afríku og víðar og eru skyldar býflugum, hafa þá aðferð, að draga konguló heim að hreiðrinu, lama hana með eitri, svo að hún kemst ekki burt, en dregur þó lífið. Vespan verpir líka eggjum sínum inn í líkama kongulóarinnar, sem leggur til lík- amshita sinn til útungunarinnar. Þegar ungarn- ir (lirfurnar) koma úr eggjunum, lætur konguló- in líf sitt, en þeir gera sér gott af kjöti hennar. Þannig er það alls staðar í náttúrunni, að eitt styður annað. Ein þorskamóðir fæðir af sér níu miljónir hrogna í einu. Yrði þetta allt að full- orðnum þorskum, myndu höfin fyllast. Af öllum þessum ógurlega grúa ná aðeins 5—6 fullorðin3 aldri. f höfunum búa sem sé fjölmörg önnur dýr, sem lifa á hrognunum eða litlu seyðunum, sem koma úr þeim. Náttúran ber vel á borð fyrir börnin sín, en hún vill láta allt verða að ein- hverju gagni. Krókódílar, gammar og hýenur eyða hræjum, sem annars myndu fylla allt af fýlu og rotnun. Náttúran hefir ráð við öllu, til þess að halda reglu og jafnvægi. Hvergi er eyða í allri náttúrunni. Alls staðar morar allt af lífi í lofti, jörð, sjó og vötnum. Augu okkar eru ekki nógu vel út búin, til þess að sjá öll systkini okkar, böm náttúrunnar. Væru þau eins sterk og bestu sjónaukar og stækkun- argler, þá myndum við sjá, að loftið, sem við önd- um að okkur er fullt af örsmáum lífverum. Við 6

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.