Sólskin - 01.07.1933, Síða 14

Sólskin - 01.07.1933, Síða 14
Auðvitað hefir raegnið af skrýmslum fyrri jarð- alda eyðilagst, svo að ekkert sést eftir af þeim, nógu mikið hefir þó geymst, til þess að gefa okkur hugmynd um, hvernig þau voru, og hvaða núlif- andi dýrum þau voru skyldust. Apar. Víða í löndum eru til stórir dýragarðar. Þar er safnað saman fjölmörgum dýrum, víða að, sem höfð eru til sýnis, til fróðleiks og gamans. Engin dýr eru jafnmikið skoðuð og athuguð og apar. Þeir standa næstir manninum allra dýra. Auðvitað dettur engum manni — með viti og þekkingu — í hug, að mennirnir séu komnir af öpum, fremur en að apar séu komnir af mönnum. En þeir hafa þró- ast og breyst eins og mennirnir á óendanlega langri „æfi“ sinni, og eru loks orðnir ólíkir forfeðrum sínum og mannanna, sem nú eru löngu löngu horfnir af jörðunni. Líking mikil er með manni og æðri apategund- um. Þeir hafa enga rófu, en hendur. Tennur jafn- margar og menn, þó að þær séu stærri. Vöðvar þeirra og bein eru að tölu, lögun og starfsemi lík vöðvum og beinum mannanna. Maðurinn gengur uppréttur og ber hátt höfuð- ið, þar sem hinn voldugi heili er geymdur, sem stjórnar allri jörðunni. Apinn hefst við í trjánum, en gengur á fjórum fótum, þegar hann kemur nið- ur á jörðina. Heili hans er svipaður heila mannsins í höfuðatriðum. Skynjanir: sjón, heyrn, lykt, bragð og tilfinning eiga sér aðsetur á sömu stöðvum heil- 12

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.