Sólskin - 01.07.1933, Síða 16

Sólskin - 01.07.1933, Síða 16
þeir geta notað þá eina og hækjur, þegar þeir ganga á jörðunni. í dýragarðinum í London var api í tvö ár, sem nefndur var Jonny gorilla. Sex eða sjö gorilla apar höfðu dáið þar hver af öðrum, þegar þeir voru ný- komnir; en Jonny lifði. Hann hafði náðst í Afríku, eins dags gamall og lagði kona hann á brjóst eins og barn. Jonny var hvers manns hugljúfi. og allir dáðust að honum. Hann lék sjer við kettling alveg eins og börn gera. Þegar hann var kitlaður, skellihló hann og skríkti. Þegar hann vildi láta taka eftir sér barði hann með hnúunum í gólfið. Ef mjög vel lá á hon- um, klappaði haxm saman lófunum. Hann drakk þrjá lítra af mjólk á dag og borðaði heilmikið af alls- konar ávöxtum. Hann var afar hræddur við orma og allt, sem skreið, alveg eins og hann hefði eitt- hvert meðfætt hugboð um höggorma. Næstur gorilla að stærð er orangutan. Hann á heima á Bornéo og Súmatra. Það er gaman að at- huga það, að gorilla er nærri svartur eins og blá- mennirnir nágrannar hans, en orang gulbrúnn eins og malajar landar hans á eyjunum, og virðist þetta styðja þá skoðun, að loftslagið hafi skapað litarhátt manna og dýra. Orang apinn er mjög ófríður. Nefið er lítið og stutt á milli augnanna. Hann er mjög frammynnt- ur og munnuriim feikna stór. í dýragarðinum í London voru tveir orang apar og hétu Sandi og Jakob. Búr þeirra lágu saman og voru úr járnriml- um. Einu sinni tókst Jakob að losa einn rimilinn, og 14

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.