Sólskin - 01.07.1933, Page 21

Sólskin - 01.07.1933, Page 21
jörðunni. Ennið hefir verið mjög lágt, en framan- til í höfðinu eru einmitt þær heilafellingar, sem stjórna talfærunum. Aftur á móti hafa þær heila- fellingar, er stjóma skynfærumim, verið eins vel eða betur þroskaðar en í nútíma-mönnum; eink- um hefir þefskynjunin verið skörp. Þessi æfa-fomi apamaður eða frum-maður átti ekkert hús. Hann bjó sér aðeins til hreiður á kvöldin líkt og apam- ir gera, eða skreið inn í skúta og hella. Áhöld hans og vopn voru einungis steinar og lurkar. Frum-maðurinn þekkti ekki eldinn; hann át allt hrátt eins og dýrin. En hvað hafði hann þá fram yfir dýrin, sem gerði hann þess verðan að heita maður? Uppréttur. Hann gekk uppréttur. Maðurinn þurfti ekki að nota hendumar, eins og dýrin framlimi sína, til þess að bera líkamann. Þær voru frjálsar og bún- ar til að vinna önnur störf, sem hyggjuvit manns- ins fann upp. Ekkert dýr á jörðunni hefir lært þessa list að ganga uppréttur og bera höfuðið hátt. Apamir ganga hoknir og styðja sig á hnú- ana, eða þeir baða út handleggjunum, til að halda jafnvæginu. Þeir ganga líka á jörkunum, en ilj- amar snúa saman eins og á litla baminu, sem liggur í vöggunni. Maðurinn gengur á ilinni. Hann einn gengur alveg uppréttur, öruggur og hnakka- kertur, eins og hann finni til þess, að hann hafi lagt undir sig alla jörðina, frá hinum heitu héruð- um við miðbaug til hinna ísköldu heimskautalanda. 19 '2T'

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.