Sólskin - 01.07.1933, Page 22

Sólskin - 01.07.1933, Page 22
Ekki hafa mennirnir allt í einu lært að ganga upp- réttir. Þroskaferill mannkynsins hefir verið líkur og bamsins. Fyrst skríður það, gengur síðan hik- andi og styður sig með höndunum. En á nokkr- um mánuðum lærir það listina að ganga, þótt það sé nokkuð valt á fótunum fyrstu árin. Enginn veit aftur á móti, hve óralangan tíma það hefir tekið forfeður mannanna, að venja sig af að ganga á fjórum fótum og læra að ganga upp- réttir. Árið 1891 fann hollenskur læknir hauskúpu og fleiri bein austur á Java. Eru beinin úr mjög frumstæðum manni, sem kallaður er apamaður eða Javamaður. Hann hefir verið uppi í byrjun jökultímans. Heili hans hefir verið miklu stærri en nokkurs apa, en samt töluvert minni en nútíma- manna, einkum sökum þess, hve ennið hefir verið lágt. Javamaðurinn hefir verið lítill vexti og gengið hokinn. Hann hefir verið uppi fyrir 500 þúsund árum að minnsta kosti. Ef til vill eru miljónir ára síðan. Á nokkrum stöðum í Evrópu hafa fundist steingerð bein úr svonefndum Neanderdalsmönn- um. Þeir voru uppi á síðasta sumarskeiði jökul- tímans. Heili þeirra er töluvert stærri en Java- mannsins, enda hafa þeir verið uppi mörgum ára- þúsundum seinna. Þó er talið, að þeir hafi verið hoknir í hnjám og álútir. Ýmsum getum hefir verið leitt að því, hvem- ig forfeður vorir hafi lært að ganga uppréttir. Ein er á þá leið, að þeir hafi haldið sig á graslendi með nokkrum trjágróðri, þar sem ómögulegt var að 20

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.