Sólskin - 01.07.1933, Page 23

Sólskin - 01.07.1933, Page 23
hoppa tré af tré. Þeir lifðu á aldinum, villihun- angi og ýmou öðru, sem fannst í trjákrónunum. Þeir teygðu sig upp í litlu trén eftir æti, eða þeir felldu það niður með lurkum. En upp í háu trén varð að klifra. Ef stofninn var stór, gátu þeir tekið utan um hann með höndunum en spymt í með fótunum, og gengið síðan upp. Þannig klifra Ástralingar enn. Ef tréð, sem þeir ætla upp í, er svo digurt, að þeir ná ekki, utan um það, skera þeir upp sterka tág, bregða henni kring um tréð og vefja end- unum um hendur sér. Síðan ganga þeir öruggir upp í krónur hæstu trjáa, með því að færa tágina svo- lítið upp við hvert fótmál. Á sama hátt ganga þeir niður. Ástralingar eru einna frumstæð- astir allra núlifandi mannflokka og viðhalda ef- laust ýmsum siðum löngu liðinni forfeðra. 21

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.