Sólskin - 01.07.1933, Síða 26

Sólskin - 01.07.1933, Síða 26
allra frumstæSustu menn. Mannapar ganga hálf- uppréttir. Sumir þeirra kasta grjóti, ef á þá er ráðist, og brjóta jafnvel hnetur með steinum. Mætti kalla það frumstig eða byrjun í notkun á- halda. Spendýrin, fuglar og mörg lægri dýr nota hljóð, sem italist geta ófullkomið mál. En ekkerfc dýr hefir tekið eldinn í þjónustu sína. Á því sviði er maðurinn einsdæmi. Ekki vitum vér nú, hvemig maðurinn hefir fyrst uppgötvað eldinn. En við getum gert okkur það í hugarlund. Stormurinn þýtur í frumskóginum. Dýrin leita sér skjóls í bælum sínum. Nokkrir villimenn koma út úr skógarþykkninu. Þeir hafa verið á veiðum. Þeir líta hvað eftir annað kvíðafullir upp í loftið. Það leggst í þá, að laufþakið muni veita þeim lítið skjól fyrir regni og vindi nóttina sem í hönd fer. Þeim virðast skýin í svo mikilli æsingu. Þeir flýta sér heim. Lágar þrumur heyrast í fjarska. Þær nálgast óðum. Hlykkjóttar ljósrákir elding- anna þjóta um himininn hver af annarri og síð- an margar samtímis, en þrumurnar kveða við í sífellu. Þær yfirgnæfa algjörlega hræðsluóp mann- anna, er hnipra sig saman sem steini lostnir af skelfingu. Rigningin steypist úr loftinu. Eftir nokk- urn tíma slotar óveðrinu. Fólkið er holdvott eftir dembuna og getur ekki sofnað fyrir kuldahrolli. Það fer á kreik. Þá sér það, að enn er Ijósbjarmi yfir skóginum, þótt engar þrumur heyrist. Það verður forvitið. Huguðustu mennirnir halda inn í skóginn á eftir foringja sínum. Sjá þeir þá tré 24

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.