Sólskin - 01.07.1933, Síða 27

Sólskin - 01.07.1933, Síða 27
standa í björtu báli. Ein eldingin hafði kveikt í því. I fyrstu verða þeir hræddir, en forvitnin vinn- ur skjótt bug á hræðslunni. Hægt og hægt nálg- ast þeir hið brennandi tré, þar til þeir finna nota- legu hlýjuna, er frá því leggur. í marga daga er tréð að brenna. Á hverju kvöldi kemur fólkið þar saman, til að orna sér. Það sér greinarnar brenna og falla logandi til jarðar. Loks fellur tréð saman, og eldurinn virðist ætla að slokkna. En fólkinu þótti nú vænt um eldinn og vildi ekki missa hann. Því þótti líka gaman að honum, einkum ung- lingunum. Þeir tóku sprek og fleygðu á glóðina. Þá blossaði eldurinn upp á ný. Þetta er ein tilgátan um það, hvernig menn- imir hafi uppgötvað eldinn. Önnur er á þá leið, að eldfjall hafi gosið í námunda við mannabú- staði. Fólkið flýr í fyrstu. En er mestu ósköpin eru liðin hjá, leitar það aftur heim í dalinn sinn. Þá hefir hraunið myndað háan skjólgarð skammt frá laufskýlum þess. Frá hrauninu leggur hlýju, sem er vel þegin í næturkulinu, og hér og þar eru log- andi tré og runnar við hraunjaðarinn. Hvernig, sem mennirnir hafa uppgötvað eld- inn, er það víst, að þeir hafa gætt hans vel, eftir að þeir kunnu að færa sér hann í nyt. Líklega hafa þeir notað eldinn í mörg þúsund ár, áður en þeir lærðu að kveikja. — Enn í dag eru til villi- þjóðir, sem ekki kunna þá list. Svo er um þjóð- flokk einn á norðurströnd Nýju-Gyneu. Ef eldur- inn slokknar hjá slíku fólki, verður það að sækja eld til nágranna sinna. En það getur oft verið mikl- 25

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.