Sólskin - 01.07.1933, Page 29

Sólskin - 01.07.1933, Page 29
alveg liðið undir lok, vegna þeas að eldurinn dó hjá þeim, og þeir gátu hvorki kveikt eða sótt eld til annarra. Eldborinn. Flestar frumstæðar þjóðir kveikja eld með því að núa saman tveimur þurrum spýtum. Eldborinn er algengastur. Kveikt er með honum á þann hátt, að laut er gerð í mjúka spýtu. Nokkur sandkorn eru látin þar í. Síðan er öðrum enda tréborsins stungið niður í lautina. Honum er snúið milli hand- anna. Við núninginn kemur trésalli í holuna. Eftir nokkra snúninga kemur glóð í sallann hjá þeim, sem þessi eldfæri kunna að nota. Negramir í Aust- ur-Afríku kveikja með eldbor. En venjulega fela þeir eldinn, því að ekki geta þeir nærri allir kveikt með eldbornum, þó á þurfi að halda. Þeir þekkja ekki eldspýtur. Þeir verða því að gæta þess vel, að eldurinn deyi ekki alveg. Venjulega er glóð undir öskunni, þótt hann sýnist dauður. Sé glóðin mjög lítil, verður að fara varlega, svo að hún kulni ekki alveg út. Þurt og eldfimt efni er lagt á glóð- arköggulinn og síðan blásið í hann, þangað til logi myndast. Þetta eldfima efni er kallað tundur. Dúnn, þurr mosi, eða trésalli, sem fæst þegar tré er fágað, er ágætt tundur. Það verður allt af að vera við hendina, þegar eldurinn er lífgaður. Ef eldurinn deyr, t. d. hjá Negrunum í Afríku, og ekki er hægt að sækja eld til nágrannanna, þá kveikja þeir með eldbomum. Líka aðferð nota flestar þjóðir á lágu menningarstigi. Forfeður vor- ir á Norðurlöndum hafa eflaust farið eins að, því 27

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.