Sólskin - 01.07.1933, Page 30

Sólskin - 01.07.1933, Page 30
að aðferðin þekktist í Þýskalandi og Noregi fram á 18. öld eðaJ jafnvel lengur. Það kom fyrir, að fiskileysi og óhöpp voru talin stafa af göldrum. Sumstaðar í Noregi var þá talið gott ráð, að kveikja eld, með því að núa saman tréskífum. Var eldur sá talin góð vörn gegn göldrum og öllu óhreinu. Menntamenn og villimenn. Hvernig skyldu menn hafa lært þá merkilegu list, að núa spýtunum saman til að kveikja? Nú- tímamenn menningarþjóðanna geta ekki kveikt með svo ófullkomnum eldfærum, þótt þeir viti að villimenn geri það. Prófessor nokkur þýskur segir frá því, að hann ásamt stúdentum sínum, hafi reynt að kveikja með eldbor, sem villimenn höfðu notað. Þessir þýsku menntamenn sátu kófsveittir við tilraunir sínar tím- unum saman; en þrátt fyrir dæmafáa þrautseigju, tókst þeim aldrei að kveikja. Seinna fór prófessorinn suður til Afríku. Þá sá hann Negrana kveikja með eldbornum. Einn þeirra, sem hét Wanduwandu, var ekki sérlega lengi að því. Hann sneri bornum ósköp rólega milli handanna. Fínn trésalli streymdi út úr holunni, og eftir eina mínútu var eldurinn kviknaður. Prófessorinn sá líka marga Negra, sem reyndu að kveikja með sömu eldfærum, en gátu það ekki. Það er undravert, að einhverntíma í fyrndinni hafa villimenn fundið upp og notað eldborinn. En menntamenn nútímans geta ekki kveikt með hon- um, þótt þeir ættu lífið að leysa. 28

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.