Sólskin - 01.07.1933, Síða 32

Sólskin - 01.07.1933, Síða 32
ar opnast og kisa þýtur út. Hún var aftur látin inn. Þá fann hún lokuna dálítið fyr en í fyrra skiptið. Eftir nokkrar tilraunir, fór hún beint að lokunni og opnaði, án þess að hún væri gerð hrædd. Hún kunni að opna. Hún hafði lært það af tilviljun. Og hún kunni það meðan hún lifði. En liún átti kettling. Hann var lokaður inni. Hann gat ekki opnað dyrnar. Kisa gat ekki sagt hon- um, hvernig það væri gert. Dýrin geta lært, en þekking þeirra gengur ekki í arf til afkomend- anna. Mennimir, sem fyrst lærðu að kveikja eld af tilviljun, kenndu það börnum sínum. Og síðan hef- ir þessi dýrmæta þekking gengið í arf frá einni kynslóð til annara. Eldlendingar í Suður-Ameríku slá eld. Eskimóar gera það einnig og nokkrar Indí- ánakynkvíslir víðsvegar um Ameríku. Algengara er þó hjá Indíánum að kveikja með eldbor. Eld- slátturinn er líklega miklu yngri aðferð, en samt æfa-gömul. Menn bjuggu þá til hnífa, axir og önn- ur áhöld úr steini. Mest var tinnan notuð. Við get- um ímyndað okkur, að maður hafi farið að leita sér að steini. Hann hefir ætlað að búa til spjóts- odd eða eitthvert annað þarft verkfæri. Þá finn- ur hann skrítinn stein. Maðurinn slær á steininn með tinnuhamrinum sínum. Þá koma neistar. Mað- urinn kallar á börain sín, til að sýna þeim neist- ana. Þau leggjast niður í skrælþurran mosann kringum steininn og æpa upp af gleði, þegar þau sjá neistana. Þau fara sjálf að reyna. Þau höfðu aldrei fyr fengið svona skemmtilegt leikfang. Mað- 30

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.