Sólskin - 01.07.1933, Page 40

Sólskin - 01.07.1933, Page 40
ins var alþakið málverkum. Lík málverk hafa fundist í mörg-um hellum á Spáni, Frakklandi og í Belgíu. Þau eru eftir hreinaveiðarana. Þau eru ef til vill 30 þúsund ára gömul. Þessar gömlu myndir hafa mikinn fróðleik að geyma. Flestar þeirra eru af dýrum. Margar eru mjög vel gerðar. Ýms dýr, sem myndirnar eegja frá, eru útdauð fyrir löngu. Svo er um loðfílinn og úruxann. í hell- isgólfinu finnst arinn með ösku. Þar umhverfis eru bein úr þessum dýrum. Beinin hafa verið brotin til mergjar. Myndimar og beinin sýna, að hreina- veiðaramir hafa ekki einungis veitt hreindýr og ýms smádýr, heldur líka loðfíl og úruxa. Jökullinn minnkaði eftir því sem hlýnaði. Fyr- ir á að giska 15000 ámm var jökulbrúnin yfir Danmörku. Um 5000 árum seinna var jökullaust norður í miðja Svíþjóð. Hreindýrin og önnur kulda- beltisdýr færðust norður á bóginn með jöklinum. Suður-Evrópa klæddist laufskógum og öðmm suð- rænum gróðri. Þar varð brátt krökkt af allskonar dýrum, sem komu að sunnan. En hreinaveiðaram- ir felldu sig ekki við breytinguna. Þeir yfirgáfa hella sína með málverkunum og fylgdu hrein- dýrahjörðunum til norðurs. Lítur helst út fyrir, að fyrri lönd þeirra hafi síðan verið óbyggð í all- langan tíma. Yngri steinöld. Svo kom nýtt fólk að sunnan inn í Evrópu. Það ■notaði steináhöld, en þau vora fáguð og miklu bet- ur gerð en áhöldin frá eldri steinöld. Á yngri stein- öld fóru menn að búa í húsum, sem í fyrstu voru 38

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.