Sólskin - 01.07.1933, Síða 42

Sólskin - 01.07.1933, Síða 42
Leirker. Ný-steinaldarmenn fléttuðu mottur og höfðu sér til skjóls. Þeir fléttuðu líka körfur og geymdu í þeim mat og aðrar nauðsynjar. En karfan var ekki vatnsheld. Það var galli, að ekki var hægt að sækja vatn í henni út í lækinn. Þá datt einhverjum gáfu- manni í hug að þétta hana með leir. Nú var hún mesta ágætis ílát. Uppfyndingin breiddist út. Einu sinni var svona karfa sett í ógáti of nærri eldinum. Það kviknaði í henni. Þá harðnaði leirinn og karf- an varð betri en áður. Á þann hátt hafa menn kannske lært að brenna leirker. Þeir hnoðuðu leir- inn og gerðu mjóar lengjur úr honum. Síðan gerðu þeir hring úr dálitlum stubba, og settu á kringlótta leirplötu, sem varð botn kersins. Yar síðan hver hringurinn settur ofan á annan, þangað til kerið var orðið nógu hátt. Þá var það sléttað utan og innan og brennt að síðustu. Allskonar leirílát frá steinöld hafa geymst til vorra daga. Húsdýr og hirðingjar. Soltnir villihundar ráfuðu um skóginn og leituðu að æti. En það var hvergi að finna. Þeir fundu mannaspor. Þeir röktu þau. Þeir vissu, að oft var æti hjá bústöðum mannanna, hálfnöguð bein og aðrar leifar. Hundarnir höfðu brátt étið upp allt ætilegt í sorphaugnum, og mændu svo svangir og kaldir inn til mannanna, sem omuðu sér við eld- inn og gæddu sér á steiktu kjöti. Fólkið var ekk- ert hrætt við þessi litlu villidýr. Það kastaði bein- um og kjötbitum út til þeirra og hæncli þá smátt 40

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.