Sólskin - 01.07.1933, Síða 43

Sólskin - 01.07.1933, Síða 43
og smátt að sér. Eftir að hundurinn var taminn, aðstoðaði hann veiðimennina vel. Hann elti uppi dýrin, sem veiðimennimir særðu, og eftir að menn- irnir fóru að gæta sauöahjarðanna, varð hundur- inn þeim til ómetanlegrar hjálpar. Menn gættu þess, að hjarðir villisauða og villinauta færu ekki yfir í veiðilönd nágrannanna. Svo veiddu menn dýr ór hjörðunum eftir þörfum. En þeir vörðu hjarð- imar líka fyrir villidýrum, héldu þeim á haga, og ráku þær í vatn. Þegar haginn versnaði vegna þurka, kulda eða af því að fénaðurinn hafði étið grasið upp, var hjörðin rekin í nýtt haglendi. Þá varð fólkið að flytja sig með. Það varð því að búa í tjöldum, því að enginn fer að byggja hús og yfirgefa það svo eftir nokkrar vikur, eða ef til vill fáeina daga. Meðan menn lifðu á veiðum, fóru dýrahjarðimar sjálfkrafa suður á bóginn á haust- in, þegar grasið fór að deyja í köldu löndunum. En á vorin leituðu þær aftur norður á við, þangað, sem þeim þótti ekki of heitt. Veiðimennirnir urðu svo að flytja sig á eftir dýmnum. Þannig eltu Indíán- arnir í Norður-Ameríku vísundana, þegar hvítir menn komu þangað. Indíánamir bjuggu í tjöldum- Það gera líka Kirgísamir í Asíu. En þeir eru ekki veiðimenn, heldur hirðingjar. Þeir eiga stórar hjarðir sauða, nauta, hesta, asna og úlfalda. Þeir geta ekki búið lengi á sama stað, vegna þess að haginn versnar fljótt. Tjöldin eru kringlótt. Tré- grind er í veggjunum, sem draga má sundur og saman eftir því, hve tjaldið á að vera stórt. Spýt- ur eru einnig í þakinu. Þær eru festar saman á 41

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.